Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar 18. nóvember 2024 07:15 Kjósendur virðast forgangsraða loftslagsmálum neðar en heilbrigðis-, félags-. húsnæðis- og efnahagsmálum. Enda vandamálin ærin og ekki skal lítið gert úr þeim hér. Skiljanlegt er að stjórnmálaflokkar reyni að höfða til kjósenda með því að gera þessi mál að „stóru kosningamálunum“. Það er hins vegar ekki ástæða fyrir fjölmiðla að stökkva á sama vagninn og gleyma mikilvægi gagnrýninnar fjölmiðlunar. Það eru stærri og brýnni mál sem næsta ríkisstjórn þarf að taka á við. Handan við hornið eru fordæmalausar breytingar á lífsskilyrðum vegna hlýnunar jarðar. Samkvæmt vísindamönnum þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu um helming fyrir árið 2030 ef ekki á að fara illa. Einn virtasti vísindamaður heims, hafeðlisfræðinginn Stefan Rahmstorf sem starfar við Potsdam Institute í Þýskalandi, segir að vegna breytinga í hafstraumum (AMOC kerfinu) sé helmingslíkur á því að hitastigið á Íslandi lækki um allt að 7-9 gráður á þessari öld. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um afleiðingar þess því Ísland yrði óbyggilegt. Árangur Íslands í loftslagsmálum er að hér eykst losun og við tilheyrum þeim þjóðum sem losa hvað mest af gróðurhúsalofttegundum á hvern íbúa. Munar þar mestu um framræst votlendi og illa farið land. Sem dæmi um upplýsingaóreiðuna og þekkingarleysið þá hafa formenn nokkurra stjórnmálaflokka komist upp með það í viðtölum í aðdraganda kosninga að fullyrða að Ísland standi sig svo vel og sé það mikil fyrirmynd annarra þjóða að ekki þurfi að gera neitt. Því fer fjarri því samkvæmt opinberum tölum losum við árlega 12.5 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. Til að setja losun Íslands í eitthvað samhengi þá losum við um þriðjung af því sem Norðmenn losa. Við erum um 400.000 þúsund en Norðmenn 5,4 milljónir. Losun er að minnka í Noregi. Það er þörf á því að fjölmiðlar krefji stjórnmálaflokka svara við því hvað þeir sjá fyrir sér að gera til að takast á við þessar stóru áskoranir. Staðan er mjög alvarleg og brýnt að fá svör og gagnrýna umræðu. Hér eru dæmi um mikilvægar spurningar sem fjölmiðlar ættu að leggja fyrir frambjóðendur: Hvaða aðgerðir setur þú/þinn flokkur í forgang til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og hvers vegna? Samkvæmt opinberum tölum losar framræst votlendi 7,7 milljónir tonna af þeim 12,5 milljónum tonna sem Íslands losar. Hvernig ætlar þinn flokkur nálgast það mál? Danir ætla sér stóra hluti í sjálfbærri landbúnaðarframleiðslu og m.a. draga stórlega úr neyslu á kjöti, t.d. með merkingum á kolefnisspori matvæla á umbúðum og með því að auka hlutfall grænmetis og ávaxta. Hver er stefna þíns flokks í þessum efnum? Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að ráðast í til að stöðva frekari gróðureyðingu á viðkvæmum svæðum og hvernig hyggst hann auka bindingu kolefnis í gróðri? Nú eru Norðmenn búnir að ná miklum árangri í að auka hlutfall bifreiða sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti og munu banna nýskráningu bensín- og díselbíla í byrjun næsta árs. Á sama tíma er bakslag hér á landi og aukning í sölu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Hvernig ætlar þinn flokkur að bregðast við þeirri þróun? Samkvæmt skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá 2014 er gert ráð fyrir að meðalhækkun sjávarborðs verði á bilinu 61 cm til 1,1 metra árið 2100. Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að grípa til til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga s.s. hækkun sjávaryfirborðs, aurskriður, vatnsflóð, snjóflóð og fárvirði? Í nýútgefnum Sjálfbærnivísi PwC 2024 hefur aðeins eitt af 50 stærstu fyrirtækjum Íslands sýnt fram á samdrátt í losun í samræmi við markmið Parísarsamningsins. Hver er stefna þíns flokks í að fá fyrirtæki til að minnka kolefnisfótspor sitt? Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kjósendur virðast forgangsraða loftslagsmálum neðar en heilbrigðis-, félags-. húsnæðis- og efnahagsmálum. Enda vandamálin ærin og ekki skal lítið gert úr þeim hér. Skiljanlegt er að stjórnmálaflokkar reyni að höfða til kjósenda með því að gera þessi mál að „stóru kosningamálunum“. Það er hins vegar ekki ástæða fyrir fjölmiðla að stökkva á sama vagninn og gleyma mikilvægi gagnrýninnar fjölmiðlunar. Það eru stærri og brýnni mál sem næsta ríkisstjórn þarf að taka á við. Handan við hornið eru fordæmalausar breytingar á lífsskilyrðum vegna hlýnunar jarðar. Samkvæmt vísindamönnum þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu um helming fyrir árið 2030 ef ekki á að fara illa. Einn virtasti vísindamaður heims, hafeðlisfræðinginn Stefan Rahmstorf sem starfar við Potsdam Institute í Þýskalandi, segir að vegna breytinga í hafstraumum (AMOC kerfinu) sé helmingslíkur á því að hitastigið á Íslandi lækki um allt að 7-9 gráður á þessari öld. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um afleiðingar þess því Ísland yrði óbyggilegt. Árangur Íslands í loftslagsmálum er að hér eykst losun og við tilheyrum þeim þjóðum sem losa hvað mest af gróðurhúsalofttegundum á hvern íbúa. Munar þar mestu um framræst votlendi og illa farið land. Sem dæmi um upplýsingaóreiðuna og þekkingarleysið þá hafa formenn nokkurra stjórnmálaflokka komist upp með það í viðtölum í aðdraganda kosninga að fullyrða að Ísland standi sig svo vel og sé það mikil fyrirmynd annarra þjóða að ekki þurfi að gera neitt. Því fer fjarri því samkvæmt opinberum tölum losum við árlega 12.5 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. Til að setja losun Íslands í eitthvað samhengi þá losum við um þriðjung af því sem Norðmenn losa. Við erum um 400.000 þúsund en Norðmenn 5,4 milljónir. Losun er að minnka í Noregi. Það er þörf á því að fjölmiðlar krefji stjórnmálaflokka svara við því hvað þeir sjá fyrir sér að gera til að takast á við þessar stóru áskoranir. Staðan er mjög alvarleg og brýnt að fá svör og gagnrýna umræðu. Hér eru dæmi um mikilvægar spurningar sem fjölmiðlar ættu að leggja fyrir frambjóðendur: Hvaða aðgerðir setur þú/þinn flokkur í forgang til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og hvers vegna? Samkvæmt opinberum tölum losar framræst votlendi 7,7 milljónir tonna af þeim 12,5 milljónum tonna sem Íslands losar. Hvernig ætlar þinn flokkur nálgast það mál? Danir ætla sér stóra hluti í sjálfbærri landbúnaðarframleiðslu og m.a. draga stórlega úr neyslu á kjöti, t.d. með merkingum á kolefnisspori matvæla á umbúðum og með því að auka hlutfall grænmetis og ávaxta. Hver er stefna þíns flokks í þessum efnum? Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að ráðast í til að stöðva frekari gróðureyðingu á viðkvæmum svæðum og hvernig hyggst hann auka bindingu kolefnis í gróðri? Nú eru Norðmenn búnir að ná miklum árangri í að auka hlutfall bifreiða sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti og munu banna nýskráningu bensín- og díselbíla í byrjun næsta árs. Á sama tíma er bakslag hér á landi og aukning í sölu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Hvernig ætlar þinn flokkur að bregðast við þeirri þróun? Samkvæmt skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá 2014 er gert ráð fyrir að meðalhækkun sjávarborðs verði á bilinu 61 cm til 1,1 metra árið 2100. Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að grípa til til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga s.s. hækkun sjávaryfirborðs, aurskriður, vatnsflóð, snjóflóð og fárvirði? Í nýútgefnum Sjálfbærnivísi PwC 2024 hefur aðeins eitt af 50 stærstu fyrirtækjum Íslands sýnt fram á samdrátt í losun í samræmi við markmið Parísarsamningsins. Hver er stefna þíns flokks í að fá fyrirtæki til að minnka kolefnisfótspor sitt? Höfundur er kjósandi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun