Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar 18. nóvember 2024 10:15 Síðustu ár hefur almenningur sem betur fer glaðvaknað til umhverfismeðvitundar. Fjöldi fólks hefur spurt sjálft sig „Hvað get ég gert?” og gripið til aðgerða í stað þess að bíða eftir því að aðrir geri eitthvað. Átta þúsund plokkarar Fyrir um átta árum skall þannig á landinu bylgja þar sem einstaklingum sem blöskraði rusl á víðavangi um allt, land klæddi sig í útivistargallann, greip með sér plastpoka í göngutúra og byrjaði að tína upp þetta rusl. Eins og hendi væri veifað fæddist með þessum hætti átta þúsund manna hreyfing sem stundar það að plokka og á sér heimili á samfélagsmiðlum: Plokk á Íslandi. Heillaspor fyrir umhverfið Það stórsér á umhverfi flestra sveitarfélaga landsins eftir aðfarir þessa einstaklinga og allt í einu þykir það ekki lengur skrýtið að tína upp rusl eftir aðra. Nú þykir það hvunndagshetjulund og hvunndagshetjurnar fá klapp á bakið og like á myndirnar og smita þannig enn fleiri. Einstaklingarnir eru sannarlega misjafnlega stórtækir, en allt er þetta mikið gagn og til heilla náttúrunni og umhverfinu okkar. Spornað gegn matarsóun Á svipuðum tíma hefur orðið til samfélag fólks sem vill sporna við matarsóun og þar eru tólf þúsund manns að verki: Vakandi. Sú hreyfing hefur heldur betur náð árangri og matarsóun er hér fyrir vikið á miklu undanhaldi. Allar stóru smásölukeðjurnar – Bónus, Hagkaup, Krónan og Nettó – bjóða okkur nú að kaupa matvöru á afslætti sem á stutt eftir í síðasta söludag eða er nú þegar komin þangað. Síðan fara margar verslanir með mat til mannúðarsamtaka og keyra jafnvel mat í frískápa sem komið hefur verið upp víða um land. Sparnaður til gagns Sífellt fleiri nýta sér afsláttarhillur stórmarkaðaog frískápa, hvort heldur efnaminni einstaklingar og ungt fólk eða bara almenningur sem blöskrar upphæðirnar sem renna í matarkörfuna. Verslanakeðjan Samkaup, eigandi Nettó og fleiri verslana, áætlar að með þessum hætti hafi matvöru fyrir um 100 milljónir króna verið komið til gagns á þessu ári, sem er um fjórðungi meira en í fyrra, auk þess sem talsverðar fjárhæðir sparast við förgun. Ábatinn er allra Ábatinn af ofangreindum verkefnum er allra – jafnt umhverfis sem almennings og atvinnulífs. Þátttaka í plokki og spornum við matarsóun er líka einstaklingsframtak í sinni fallegustu mynd. Það má búa til enn fleiri hvata fyrir öll sem að þessum virðiskeðjum koma til að efla enn frekar virkni og árangur. Ég er með nokkra hvata í huga og það væri gaman að fá fleiri góðar hugmyndir frá áhugasömu fólki (einar@medbyr.is). Það ernefnilega hægt að gera svo miklu meira í umhverfismálum en að fljúga með þotu á næstu umhverfisráðstefnu… Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur almenningur sem betur fer glaðvaknað til umhverfismeðvitundar. Fjöldi fólks hefur spurt sjálft sig „Hvað get ég gert?” og gripið til aðgerða í stað þess að bíða eftir því að aðrir geri eitthvað. Átta þúsund plokkarar Fyrir um átta árum skall þannig á landinu bylgja þar sem einstaklingum sem blöskraði rusl á víðavangi um allt, land klæddi sig í útivistargallann, greip með sér plastpoka í göngutúra og byrjaði að tína upp þetta rusl. Eins og hendi væri veifað fæddist með þessum hætti átta þúsund manna hreyfing sem stundar það að plokka og á sér heimili á samfélagsmiðlum: Plokk á Íslandi. Heillaspor fyrir umhverfið Það stórsér á umhverfi flestra sveitarfélaga landsins eftir aðfarir þessa einstaklinga og allt í einu þykir það ekki lengur skrýtið að tína upp rusl eftir aðra. Nú þykir það hvunndagshetjulund og hvunndagshetjurnar fá klapp á bakið og like á myndirnar og smita þannig enn fleiri. Einstaklingarnir eru sannarlega misjafnlega stórtækir, en allt er þetta mikið gagn og til heilla náttúrunni og umhverfinu okkar. Spornað gegn matarsóun Á svipuðum tíma hefur orðið til samfélag fólks sem vill sporna við matarsóun og þar eru tólf þúsund manns að verki: Vakandi. Sú hreyfing hefur heldur betur náð árangri og matarsóun er hér fyrir vikið á miklu undanhaldi. Allar stóru smásölukeðjurnar – Bónus, Hagkaup, Krónan og Nettó – bjóða okkur nú að kaupa matvöru á afslætti sem á stutt eftir í síðasta söludag eða er nú þegar komin þangað. Síðan fara margar verslanir með mat til mannúðarsamtaka og keyra jafnvel mat í frískápa sem komið hefur verið upp víða um land. Sparnaður til gagns Sífellt fleiri nýta sér afsláttarhillur stórmarkaðaog frískápa, hvort heldur efnaminni einstaklingar og ungt fólk eða bara almenningur sem blöskrar upphæðirnar sem renna í matarkörfuna. Verslanakeðjan Samkaup, eigandi Nettó og fleiri verslana, áætlar að með þessum hætti hafi matvöru fyrir um 100 milljónir króna verið komið til gagns á þessu ári, sem er um fjórðungi meira en í fyrra, auk þess sem talsverðar fjárhæðir sparast við förgun. Ábatinn er allra Ábatinn af ofangreindum verkefnum er allra – jafnt umhverfis sem almennings og atvinnulífs. Þátttaka í plokki og spornum við matarsóun er líka einstaklingsframtak í sinni fallegustu mynd. Það má búa til enn fleiri hvata fyrir öll sem að þessum virðiskeðjum koma til að efla enn frekar virkni og árangur. Ég er með nokkra hvata í huga og það væri gaman að fá fleiri góðar hugmyndir frá áhugasömu fólki (einar@medbyr.is). Það ernefnilega hægt að gera svo miklu meira í umhverfismálum en að fljúga með þotu á næstu umhverfisráðstefnu… Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík suður.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun