Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2024 11:37 Það komast ekki allir á kjörstað til þess að nýta kosningaréttinn. Það getur verið kostnaðarsamt. Vísir/Anton Brink Íslenskur öryrki sem er búsettur í Brasilíu furðar sig á því að þurfa að greiða 6.500 krónur fyrir að kjósa utan kjörfundar í komandi alþingiskosningum. Þórhallur Steingrímsson býr að jafnaði í nokkra mánuði á ári í Ríó í Brasilíu með konu sinni, Rósu. Hann Hafði samband við Vísi eftir að hafa greitt atkvæði hjá ræðismanni Íslands í Brasilíu. Ferlið hafi gengið smurt fyrir sig og hann hafi notið góðrar aðstoðar ræðismannsins. Hann hafi aftur á móti þurft að greiða 6.500 krónur fyrir að senda atkvæði sitt til Íslands með ábyrgðarpósti. Hann furðar sig á þessu og spyr sig hvort jafnt eigi ekki yfir alla að ganga þegar kemur að því að nýta kosningaréttinn. Fjöldi fólks með kosningarétt erlendis Samkvæmt kosningalögum heldur íslenskur ríkisborgari kosningarétti sínum í sextán ár frá því að hann flytur lögheimili af landinu. Eftir það getur hann sótt um hjá Þjóðskrá að vera tekinn á kjörskrá. Alþingi samþykkti á dögunum breytingu á kosningalögum sem gerir Þjóðskrá kleift að taka umsækjendur á kjörskrá í tæka tíð fyrir kosningarnar nú. Áður sagði í lögunum að samþykktar umsóknir tækju gildi 1. desember eftir að sótt var um. Kosningar fara fram 30. nóvember og því ljóst að enginn hefði fengið kosningarétt ef ekki hefði komið til breytinganna. Fleiri í sama báti og Þórhallur Á vef landskjörstjórnar segir að kjósandi sem kýs utan kjörfundar beri ábyrgð á því að koma atkvæði sínu á réttan stað. Hægt sé að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Fram að kjördegi sé kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst. Vísir hefur rætt við kjósendur víðar. Einn þeirra greiddi fimm hundruð krónur fyrir að koma atkvæði frá Danmörku í pósti og annar 9.700 krónur fyrir að koma bréfi frá Kanada. Sá lenti í því að kanadíski pósturinn var í verkfalli og því þurfti hann að senda atkvæðið með flutningafyrirtæki, með tilheyrandi kostnaði. Alþingiskosningar 2024 Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Þórhallur Steingrímsson býr að jafnaði í nokkra mánuði á ári í Ríó í Brasilíu með konu sinni, Rósu. Hann Hafði samband við Vísi eftir að hafa greitt atkvæði hjá ræðismanni Íslands í Brasilíu. Ferlið hafi gengið smurt fyrir sig og hann hafi notið góðrar aðstoðar ræðismannsins. Hann hafi aftur á móti þurft að greiða 6.500 krónur fyrir að senda atkvæði sitt til Íslands með ábyrgðarpósti. Hann furðar sig á þessu og spyr sig hvort jafnt eigi ekki yfir alla að ganga þegar kemur að því að nýta kosningaréttinn. Fjöldi fólks með kosningarétt erlendis Samkvæmt kosningalögum heldur íslenskur ríkisborgari kosningarétti sínum í sextán ár frá því að hann flytur lögheimili af landinu. Eftir það getur hann sótt um hjá Þjóðskrá að vera tekinn á kjörskrá. Alþingi samþykkti á dögunum breytingu á kosningalögum sem gerir Þjóðskrá kleift að taka umsækjendur á kjörskrá í tæka tíð fyrir kosningarnar nú. Áður sagði í lögunum að samþykktar umsóknir tækju gildi 1. desember eftir að sótt var um. Kosningar fara fram 30. nóvember og því ljóst að enginn hefði fengið kosningarétt ef ekki hefði komið til breytinganna. Fleiri í sama báti og Þórhallur Á vef landskjörstjórnar segir að kjósandi sem kýs utan kjörfundar beri ábyrgð á því að koma atkvæði sínu á réttan stað. Hægt sé að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Fram að kjördegi sé kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst. Vísir hefur rætt við kjósendur víðar. Einn þeirra greiddi fimm hundruð krónur fyrir að koma atkvæði frá Danmörku í pósti og annar 9.700 krónur fyrir að koma bréfi frá Kanada. Sá lenti í því að kanadíski pósturinn var í verkfalli og því þurfti hann að senda atkvæðið með flutningafyrirtæki, með tilheyrandi kostnaði.
Alþingiskosningar 2024 Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent