Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar 18. nóvember 2024 11:15 Fyrir skömmu sendum við þingmönnum bréf vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem Kvikmyndasjóður var kominn í eftir mikinn niðurskurð á síðustu þremur árum. Það stefndi í að sjóðurinn væri kominn á sama stað og hann var fyrir tveimur áratugum. Á þessu ári fengu aðeins tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk, en það gerðist síðast árið 1980. Venjulega framleiðum við 4-6 leiknar kvikmyndir á ári. Við þessari slæmu stöðu varð að bregðast og undir áskorun þess efnis skrifuðu 717 manns sem starfa í greininni. Alþingi og ekki síst fjárlaganefnd brugðust við þessu ákalli og settu sig inn í málið. Niðurstaðan varð sú að nefndin lagði til við þingið að Kvikmyndasjóður fengi viðbótarframlag á þessu ári og því næsta. Fréttir af þessari niðurstöðu hafa farið eins og eldur í sinu um kvikmyndabransann og vakið mikla eftirtekt og ánægju. Við höfum talað fyrir daufum eyrum undanfarin ár, eins og ljóst er af stöðu sjóðsins, og því erum við sérstaklega ánægð með að hafa náð eyrum þess fólks sem situr í fjárlaganefnd Alþingis. Það besta við þessa niðurstöðu er að á bakvið tillögu fjárlaganefndar eru fulltrúar Flokks fólksins, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Svo breið þverpólitísk samstaða lofar góðu fyrir framtíð íslenskra kvikmynda (þar er átt við bíómyndir, leikið sjónvarpsefni, heimildar- og stuttmyndir). Framundan eru erfiðir tímar í kvikmyndagerð um allan heim eftir þá stöðnun sem varð í Covid og ekki hefur ennþá gengið til baka. Í þeim mótbyr er mikilvægt að fólkið okkar í stjórnmálunum standi með íslenskri kvikmyndagerð, skilji mikilvægi hennar í nýjum heimi tækni og miðlunar, þar sem hin lifandi mynd er í öndvegi. Íslenskar kvikmyndir eru lykillinn að því að viðhalda íslenskunni, sem er á hröðu undanhaldi undan enskunni. Íslensk kvikmyndagerð er líka leiðin til þess að ná til unga fólksins. Heimur þeirra er heimur mynda og það skiptir miklu máli að íslensk verk, á íslensku, séu eðlilegur hluti af þeirra veruleika. Kvikmyndagerð er eftirsóttur starfsvettvangur fyrir ungt fólk. Mikill fjöldi menntar sig á þessu sviði hér heima og erlendis á hverju ári. Störf í kvikmyndabransanum eru bæði skemmtileg og skapandi og þess vegna sækir ungt fólk í þau. Þessi störf skila bæði menningarlegum og fjárhagslegum ávinningi til samfélagsins og þess vegna eigum við að byggja undir þau. Síðast en ekki síst segja íslenskar kvikmyndir íslenskar sögur, gamlar og nýjar, á tungumáli hinnar lifandi myndar; tungumáli sem allur heimurinn skilur. Þess vegna er íslensk kvikmyndagerð okkur öllum mikilvæg. Það er því með gleði í hjarta sem við þökkum nefndarmönnum fjárlaganefndar og öðrum alþingismönnum fyrir að sýna íslenskri kvikmyndagerð skilning. Sá skilningur er mikils virði - og mun ekki gleymast. H ö fundar gegna hinum ýmsu st ö rfum á sviði kvikmyndalistarinnar. Aníta Briem, Benedikt Erlingsson, Björn B Björnsson, Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Hildur Guðnadóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Rúnar Rúnarsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu sendum við þingmönnum bréf vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem Kvikmyndasjóður var kominn í eftir mikinn niðurskurð á síðustu þremur árum. Það stefndi í að sjóðurinn væri kominn á sama stað og hann var fyrir tveimur áratugum. Á þessu ári fengu aðeins tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk, en það gerðist síðast árið 1980. Venjulega framleiðum við 4-6 leiknar kvikmyndir á ári. Við þessari slæmu stöðu varð að bregðast og undir áskorun þess efnis skrifuðu 717 manns sem starfa í greininni. Alþingi og ekki síst fjárlaganefnd brugðust við þessu ákalli og settu sig inn í málið. Niðurstaðan varð sú að nefndin lagði til við þingið að Kvikmyndasjóður fengi viðbótarframlag á þessu ári og því næsta. Fréttir af þessari niðurstöðu hafa farið eins og eldur í sinu um kvikmyndabransann og vakið mikla eftirtekt og ánægju. Við höfum talað fyrir daufum eyrum undanfarin ár, eins og ljóst er af stöðu sjóðsins, og því erum við sérstaklega ánægð með að hafa náð eyrum þess fólks sem situr í fjárlaganefnd Alþingis. Það besta við þessa niðurstöðu er að á bakvið tillögu fjárlaganefndar eru fulltrúar Flokks fólksins, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Svo breið þverpólitísk samstaða lofar góðu fyrir framtíð íslenskra kvikmynda (þar er átt við bíómyndir, leikið sjónvarpsefni, heimildar- og stuttmyndir). Framundan eru erfiðir tímar í kvikmyndagerð um allan heim eftir þá stöðnun sem varð í Covid og ekki hefur ennþá gengið til baka. Í þeim mótbyr er mikilvægt að fólkið okkar í stjórnmálunum standi með íslenskri kvikmyndagerð, skilji mikilvægi hennar í nýjum heimi tækni og miðlunar, þar sem hin lifandi mynd er í öndvegi. Íslenskar kvikmyndir eru lykillinn að því að viðhalda íslenskunni, sem er á hröðu undanhaldi undan enskunni. Íslensk kvikmyndagerð er líka leiðin til þess að ná til unga fólksins. Heimur þeirra er heimur mynda og það skiptir miklu máli að íslensk verk, á íslensku, séu eðlilegur hluti af þeirra veruleika. Kvikmyndagerð er eftirsóttur starfsvettvangur fyrir ungt fólk. Mikill fjöldi menntar sig á þessu sviði hér heima og erlendis á hverju ári. Störf í kvikmyndabransanum eru bæði skemmtileg og skapandi og þess vegna sækir ungt fólk í þau. Þessi störf skila bæði menningarlegum og fjárhagslegum ávinningi til samfélagsins og þess vegna eigum við að byggja undir þau. Síðast en ekki síst segja íslenskar kvikmyndir íslenskar sögur, gamlar og nýjar, á tungumáli hinnar lifandi myndar; tungumáli sem allur heimurinn skilur. Þess vegna er íslensk kvikmyndagerð okkur öllum mikilvæg. Það er því með gleði í hjarta sem við þökkum nefndarmönnum fjárlaganefndar og öðrum alþingismönnum fyrir að sýna íslenskri kvikmyndagerð skilning. Sá skilningur er mikils virði - og mun ekki gleymast. H ö fundar gegna hinum ýmsu st ö rfum á sviði kvikmyndalistarinnar. Aníta Briem, Benedikt Erlingsson, Björn B Björnsson, Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Hildur Guðnadóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Rúnar Rúnarsson.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar