Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 17:07 Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur. Vísir/Arnar Stjórnsýslufræðingur, sem varað hefur við vinnubrögðum Alþingis, segir dóm héraðsdóms um breytingu á búvörulögum, réttan og kallar eftir skýrari efnisreglum hjá Alþingi um framkvæmd reglunnar um þrjár umræður. Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur sló því föstu í dag að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Haukur hefur látið málið sig varða frá fleiri en einni hlið. Í haust kærði Haukur Þórarinn Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins til siðanefndar þingsins vegna afskipta hans af búvörulögunum. Taldi hann Þórarinn vanhæfan vegna eignarhlutar hans í afurðastöð sem hafi stangast á við almannahagsmuni. „Það mál er enn í vinnslu,“ segir Haukur. „Formreglur, líkt og reglan um þrjár umræður, eru allar settar til þess að einhver ákveðin efnismeðferð eigi sér stað. Alþingi hefur ekki haft skriflegar efnisreglur. Það þarf að gera sérstakar reglur um hvað það má breyta frumvarpi mikið við meðferð þingsins, til þess að það teljist hafa fengið þrjár umræður." Haukur hefur sjálfur skrifað bók um ákvæði stjórnarskrár og þingskaparlaga sem kveður á um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. „Í þessu tilfelli var alveg ljóst að lagabreytingin fékk bara tvær umræður, þannig það var ekki undan því vikist að dæma eins og dæmt var,“ segir Haukur. Hann segir alveg ljóst að um réttan dóm sé að ræða en reiknar með að hann komi til kasta Hæstaréttar. „Ég ætla ekki að lofa því að þetta fari eins á öllum dómstigum, en ég lofa því að ég hef sömu afstöðu til þess að dómurinn sé réttur, hvernig sem fer á öðrum dómstigum“ Búvörusamningar Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur sló því föstu í dag að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Haukur hefur látið málið sig varða frá fleiri en einni hlið. Í haust kærði Haukur Þórarinn Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins til siðanefndar þingsins vegna afskipta hans af búvörulögunum. Taldi hann Þórarinn vanhæfan vegna eignarhlutar hans í afurðastöð sem hafi stangast á við almannahagsmuni. „Það mál er enn í vinnslu,“ segir Haukur. „Formreglur, líkt og reglan um þrjár umræður, eru allar settar til þess að einhver ákveðin efnismeðferð eigi sér stað. Alþingi hefur ekki haft skriflegar efnisreglur. Það þarf að gera sérstakar reglur um hvað það má breyta frumvarpi mikið við meðferð þingsins, til þess að það teljist hafa fengið þrjár umræður." Haukur hefur sjálfur skrifað bók um ákvæði stjórnarskrár og þingskaparlaga sem kveður á um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. „Í þessu tilfelli var alveg ljóst að lagabreytingin fékk bara tvær umræður, þannig það var ekki undan því vikist að dæma eins og dæmt var,“ segir Haukur. Hann segir alveg ljóst að um réttan dóm sé að ræða en reiknar með að hann komi til kasta Hæstaréttar. „Ég ætla ekki að lofa því að þetta fari eins á öllum dómstigum, en ég lofa því að ég hef sömu afstöðu til þess að dómurinn sé réttur, hvernig sem fer á öðrum dómstigum“
Búvörusamningar Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira