Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 17:17 Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru ekki viðstaddir í þingsal þegar umdeild búvörulög voru samþykkt. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn var eini stjórnarflokkurinn sem mætti með fullskipað lið til atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á Alþingi í mars. Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði um frumvarpið og ekki heldur Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra sem þá var einnig starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem var í veikindaleyfi. Líkt og greint var frá í morgun hefur Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og hafi þannig ekkert gildi að lögum. Einna helst voru breytingar laganna harðlega gangrýndar vegna þess að með þeim var kjötafurðastöðvum gefin undanþága frá samkeppnislögum, breyting sem gerð var á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Greidd voru atkvæði um frumvarpið í heild og það samþykkt sem lög fimmtudaginn 21. mars á þessu ári. Þegar rýnt er í það hverjir voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn var einni stjórnarflokkurinn á þeim tíma þar sem allir þrettán þingmenn flokksins mættu í þingsal og studdu frumvarpið. Þess má jafnframt geta að Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður atvinnuveganefndar og var framsögumaður málsins í nefndinni þegar frumvarpið var afgreitt. Aðeins fjórir af átta þingmönnum VG voru viðstaddir og studdu frumvarpið og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu já á meðan níu þingmenn flokksins voru fjarverandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem studdi frumvarpið, en allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem viðstaddir voru sögðu nei. Taflan sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið eftir þingflokkum. Glögglega má sjá að frumvarpið naut mests stuðnings meðal Framsóknarmanna en einungis helmingur þingflokka hinna sjórnarflokkanna tveggja voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Alþingi Auk allra ráðherra Framsóknarflokksins var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags- og vinnumarkaðsráðherra, eini ráðherra hinna ríkisstjórnarflokkanna sem studdi frumvarpið í verki með þátttöku í atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi. Brynhildur Björnsdóttir, sem kom inn sem varaþingmaður fyrir Svandísi Svavarsdóttur á meðan hún var í leyfi, var einnig meðal þeirra sem voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Sjálf snéri Svandís aftur til starfa eftir veikindaleyfi eftir páska í byrjun apríl. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók svo við embætti matvælaráðherra þann 10. apríl eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin og fór í forsetaframboð en þá færði Svandís sig yfir í innviðaráðuneytið. Af vef Alþingis, en grafið sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið þann 21. mars síðastliðinn.Alþingi Tillaga stjórnarandstöðunnar um að vísa málinu til ríkistjórnarinnar var felld. Frumvarpinu var upphaflega dreift á Alþingi í ráðherratíð Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu í nóvember 2023 í sinni upprunalegu mynd. Þær umfangsmiklu breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu voru gerðar líkt og áður segir í meðförum atvinnuveganefndar um málið. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Búvörusamningar Landbúnaður Samkeppnismál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Líkt og greint var frá í morgun hefur Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og hafi þannig ekkert gildi að lögum. Einna helst voru breytingar laganna harðlega gangrýndar vegna þess að með þeim var kjötafurðastöðvum gefin undanþága frá samkeppnislögum, breyting sem gerð var á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Greidd voru atkvæði um frumvarpið í heild og það samþykkt sem lög fimmtudaginn 21. mars á þessu ári. Þegar rýnt er í það hverjir voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn var einni stjórnarflokkurinn á þeim tíma þar sem allir þrettán þingmenn flokksins mættu í þingsal og studdu frumvarpið. Þess má jafnframt geta að Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður atvinnuveganefndar og var framsögumaður málsins í nefndinni þegar frumvarpið var afgreitt. Aðeins fjórir af átta þingmönnum VG voru viðstaddir og studdu frumvarpið og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu já á meðan níu þingmenn flokksins voru fjarverandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem studdi frumvarpið, en allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem viðstaddir voru sögðu nei. Taflan sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið eftir þingflokkum. Glögglega má sjá að frumvarpið naut mests stuðnings meðal Framsóknarmanna en einungis helmingur þingflokka hinna sjórnarflokkanna tveggja voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Alþingi Auk allra ráðherra Framsóknarflokksins var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags- og vinnumarkaðsráðherra, eini ráðherra hinna ríkisstjórnarflokkanna sem studdi frumvarpið í verki með þátttöku í atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi. Brynhildur Björnsdóttir, sem kom inn sem varaþingmaður fyrir Svandísi Svavarsdóttur á meðan hún var í leyfi, var einnig meðal þeirra sem voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Sjálf snéri Svandís aftur til starfa eftir veikindaleyfi eftir páska í byrjun apríl. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók svo við embætti matvælaráðherra þann 10. apríl eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin og fór í forsetaframboð en þá færði Svandís sig yfir í innviðaráðuneytið. Af vef Alþingis, en grafið sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið þann 21. mars síðastliðinn.Alþingi Tillaga stjórnarandstöðunnar um að vísa málinu til ríkistjórnarinnar var felld. Frumvarpinu var upphaflega dreift á Alþingi í ráðherratíð Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu í nóvember 2023 í sinni upprunalegu mynd. Þær umfangsmiklu breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu voru gerðar líkt og áður segir í meðförum atvinnuveganefndar um málið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Búvörusamningar Landbúnaður Samkeppnismál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira