Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 17:31 Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) framkvæmdi nýverið úttekt á stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Innflytjendur gegna mikilvægu hlutverki á íslenskum vinnumarkaði, en þeir telja nú um 25% vinnuafls í landinu. Þeim hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD og þeir halda hér uppi láglaunagreinum. Úttektin sýnir jafnframt að færni í íslenskri tungu hefur mikil áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði og að 50% þeirra ætlar sér að setjast hér að. Nýjar áskoranir Aukning innflytjenda hefur leitt til nýrra áskorana í íslensku samfélagi og fyrir íslenska vinnustaði. Innflytjendur standa oft frammi fyrir hindrunum í að aðlagast menningunni og vinnustöðum, sem getur leitt til aukins félagslegs ójöfnuðar og einangrunar. Það er því mikilvægt að stjórnvöld, samfélagið og vinnustaðir aðstoði við að auðvelda samþættingu innflytjenda í íslenskt samfélag. Þessar áskoranir krefjast nýrrar nálgunar í stjórnun og mannauðsmálum. Mikilvægt er að við vinnum saman að lausnum sem stuðla að því að innflytjendur geti aðlagast íslenskum vinnustöðum, þau finni að það sé vel tekið á móti þeim, og fái sömu tækifæri. Með vaxandi fjölda erlends starfsfólks er mikilvægt að aðlagast og skoða nýja nálgun í málum sem tengjast inngildingu, fjölbreytileika og skilningi á málefnum erlends starfsfólks. Hvað geta fyrirtæki gert? Fyrirtækin geta byrjað á því að opna á samtal og vekja stjórnendur til umhugsunar um mismunandi menningarheima, og þörfum starfsmanna af erlendum uppruna. Á sama tíma er jafn mikilvægt að auka skilning erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði og menningu. Vinnustaðir geta spurt sig hvort þau séu að veita erlendu starfsfólki sömu þjónustu og innlendu starfsfólki? Er ráðningarferillinn eins, móttaka nýliða, starfsþróunarmöguleikar og fræðsla? Fá erlendir starfsmenn tækifæri á starfsmannasamtölum og upplýsingum um viðburði á vegum fyrirtækisins? Hver er stefna fyrirtækisins varðandi inngildingu og fjölreytileika? Ef íslensk fyrirtækja ætla að laða að sér hæft starfsfólk, er mikilvægt að þau bjóði upp á íslenskunám fyrir erlent starfsfólk á vinnutíma, ásamt fræðslu um fyrirtækið og íslenska vinnustaðarmenningu. Einnig er mikilvægt að innlendu starfsfólki sé boðið upp á fræðslu um ólíka menningarheima og stefnu fyrirtækisins í inngildingu. Slík fræðsla getur aukið skilning og samkennd á vinnustaðnum, sem stuðlar að betri samvinnu og jákvæðara starfsumhverfi. Vinnustaðir geta líka skoðað hvernig tækni, eins og rafrænar samskiptaleiðir eða fræðslufyrirkomulag geti stutt við inngildingu og auðveldað þeim að aðlagast vinnustaðnum. Nú styttist í kosningar og það verður áhugavert að fylgjast með stefnu flokkanna í þessum málaflokki, væri t.d. hægt að bjóða upp á hvatakerfi eða skattaafslætti fyrir fyrirtæki sem sýna fram á virka inngildingu og fræðslu? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að styðja við innflytjendur á vinnustöðum og tryggja að við komum eins fram við allt okkar starfsfólk. Þessar aðgerðir myndu ekki aðeins styðja við inngildingu erlends starfsfólks, heldur einnig auka velferð, samheldni og fjölbreytileika á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er ráðgjafi hjá Attentus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Innflytjendamál Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) framkvæmdi nýverið úttekt á stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Innflytjendur gegna mikilvægu hlutverki á íslenskum vinnumarkaði, en þeir telja nú um 25% vinnuafls í landinu. Þeim hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD og þeir halda hér uppi láglaunagreinum. Úttektin sýnir jafnframt að færni í íslenskri tungu hefur mikil áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði og að 50% þeirra ætlar sér að setjast hér að. Nýjar áskoranir Aukning innflytjenda hefur leitt til nýrra áskorana í íslensku samfélagi og fyrir íslenska vinnustaði. Innflytjendur standa oft frammi fyrir hindrunum í að aðlagast menningunni og vinnustöðum, sem getur leitt til aukins félagslegs ójöfnuðar og einangrunar. Það er því mikilvægt að stjórnvöld, samfélagið og vinnustaðir aðstoði við að auðvelda samþættingu innflytjenda í íslenskt samfélag. Þessar áskoranir krefjast nýrrar nálgunar í stjórnun og mannauðsmálum. Mikilvægt er að við vinnum saman að lausnum sem stuðla að því að innflytjendur geti aðlagast íslenskum vinnustöðum, þau finni að það sé vel tekið á móti þeim, og fái sömu tækifæri. Með vaxandi fjölda erlends starfsfólks er mikilvægt að aðlagast og skoða nýja nálgun í málum sem tengjast inngildingu, fjölbreytileika og skilningi á málefnum erlends starfsfólks. Hvað geta fyrirtæki gert? Fyrirtækin geta byrjað á því að opna á samtal og vekja stjórnendur til umhugsunar um mismunandi menningarheima, og þörfum starfsmanna af erlendum uppruna. Á sama tíma er jafn mikilvægt að auka skilning erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði og menningu. Vinnustaðir geta spurt sig hvort þau séu að veita erlendu starfsfólki sömu þjónustu og innlendu starfsfólki? Er ráðningarferillinn eins, móttaka nýliða, starfsþróunarmöguleikar og fræðsla? Fá erlendir starfsmenn tækifæri á starfsmannasamtölum og upplýsingum um viðburði á vegum fyrirtækisins? Hver er stefna fyrirtækisins varðandi inngildingu og fjölreytileika? Ef íslensk fyrirtækja ætla að laða að sér hæft starfsfólk, er mikilvægt að þau bjóði upp á íslenskunám fyrir erlent starfsfólk á vinnutíma, ásamt fræðslu um fyrirtækið og íslenska vinnustaðarmenningu. Einnig er mikilvægt að innlendu starfsfólki sé boðið upp á fræðslu um ólíka menningarheima og stefnu fyrirtækisins í inngildingu. Slík fræðsla getur aukið skilning og samkennd á vinnustaðnum, sem stuðlar að betri samvinnu og jákvæðara starfsumhverfi. Vinnustaðir geta líka skoðað hvernig tækni, eins og rafrænar samskiptaleiðir eða fræðslufyrirkomulag geti stutt við inngildingu og auðveldað þeim að aðlagast vinnustaðnum. Nú styttist í kosningar og það verður áhugavert að fylgjast með stefnu flokkanna í þessum málaflokki, væri t.d. hægt að bjóða upp á hvatakerfi eða skattaafslætti fyrir fyrirtæki sem sýna fram á virka inngildingu og fræðslu? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að styðja við innflytjendur á vinnustöðum og tryggja að við komum eins fram við allt okkar starfsfólk. Þessar aðgerðir myndu ekki aðeins styðja við inngildingu erlends starfsfólks, heldur einnig auka velferð, samheldni og fjölbreytileika á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er ráðgjafi hjá Attentus
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun