Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2024 11:03 Åge Hareide stýrir Íslandi í mikilvægum leik gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld vísir/Anton Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands segir frammistöðu sinna manna í fyrri leik liðanna gefa þeim sjálfstraust komandi inn í leik kvöldsins. Fyrri leik liðanna í Reykjavík lauk með 2-2 jafntefli eftir að íslenska liðið hafði lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik. Wales hefur ekki tapað leik í Þjóðadeildinni á þessu tímabili og hefur fengið góða byrjun undir stjórn Craig Bellamy. Hareide hefur trú á því að fyrsta tap Walesverjanna komi í kvöld. „Fyrri leikur þessara liða í Reykjavík var mjög áhugaverður. Leikur tveggja ólíkra hálfleikja. Við vorum tveimur mörkum undir í hálfleik og vinnum okkur aftur inn í leikinn og náðum jafntefli. Við spiluðum mjög vel á móti þeim. Brugðumst rétt við í hálfleik og hefðum í raun átt að vinna leikinn. Ég hugsa að sú frammistaða gefi okkur sjálfstraust komandi inn í þennan leik. Það að við skyldum hafa skapað svona mörg færi á móti þeim. Wales hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í Þjóðadeildinni. Tvö þeirra skoruð af Íslandi.“ En hvar felst lykillinn að sigri Íslands í kvöld? „Við verðum að standa okkur líkt og við gerðum í seinni hálfleik í leiknum gegn þeim í Reykjavík. Við þurfum að vera hugrakkir til þess að vinna leiki. Verðum að stíga fram og þora að spila okkar bolta. Við þurfum að ganga hart fram í okkar pressu. Það gerðum við í fyrri hálfleiknum og sköpuðum okkur urmul færa. Fyrir utan þessi tvö mörk sem við skoruðum áttum við önnur tvö klár færi sem hefðu átt að enda með mörkum. Það segir mikið um okkur í leik gegn Wales sem er mjög gott varnarlið.“ Harðhausinn Craig Bellamy hefur verið að stýra Wales í sínum fyrstu leikjum sem landsliðsþjálfari í Þjóðadeildinni og gengið hefur verið gott. „Hann hefur til að mynda náð tveimur jafnteflum á móti Tyrklandi, jafntefli gegn okkur og sigur gegn Svartfjallalandi en þar voru þeir mjög heppnir. Hefðu geta tapað þeim leik úti. Bellamy er að reyna finna sitt lið. Úrslitin hjá honum hingað til hafa verið góð. Það verður vonandi ekki raunin á morgun.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Fyrri leik liðanna í Reykjavík lauk með 2-2 jafntefli eftir að íslenska liðið hafði lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik. Wales hefur ekki tapað leik í Þjóðadeildinni á þessu tímabili og hefur fengið góða byrjun undir stjórn Craig Bellamy. Hareide hefur trú á því að fyrsta tap Walesverjanna komi í kvöld. „Fyrri leikur þessara liða í Reykjavík var mjög áhugaverður. Leikur tveggja ólíkra hálfleikja. Við vorum tveimur mörkum undir í hálfleik og vinnum okkur aftur inn í leikinn og náðum jafntefli. Við spiluðum mjög vel á móti þeim. Brugðumst rétt við í hálfleik og hefðum í raun átt að vinna leikinn. Ég hugsa að sú frammistaða gefi okkur sjálfstraust komandi inn í þennan leik. Það að við skyldum hafa skapað svona mörg færi á móti þeim. Wales hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í Þjóðadeildinni. Tvö þeirra skoruð af Íslandi.“ En hvar felst lykillinn að sigri Íslands í kvöld? „Við verðum að standa okkur líkt og við gerðum í seinni hálfleik í leiknum gegn þeim í Reykjavík. Við þurfum að vera hugrakkir til þess að vinna leiki. Verðum að stíga fram og þora að spila okkar bolta. Við þurfum að ganga hart fram í okkar pressu. Það gerðum við í fyrri hálfleiknum og sköpuðum okkur urmul færa. Fyrir utan þessi tvö mörk sem við skoruðum áttum við önnur tvö klár færi sem hefðu átt að enda með mörkum. Það segir mikið um okkur í leik gegn Wales sem er mjög gott varnarlið.“ Harðhausinn Craig Bellamy hefur verið að stýra Wales í sínum fyrstu leikjum sem landsliðsþjálfari í Þjóðadeildinni og gengið hefur verið gott. „Hann hefur til að mynda náð tveimur jafnteflum á móti Tyrklandi, jafntefli gegn okkur og sigur gegn Svartfjallalandi en þar voru þeir mjög heppnir. Hefðu geta tapað þeim leik úti. Bellamy er að reyna finna sitt lið. Úrslitin hjá honum hingað til hafa verið góð. Það verður vonandi ekki raunin á morgun.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira