Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 06:32 Cristiano Ronaldo er enn að skora fyrir Portúgal á milli þess að hann sinnir 67 milljón fylgjendum sínum á Youtube. Getty/Octavio Passos Cristiano Ronaldo þurfti ekki nema nokkra daga til að verða að einni stærstu Youtube stjörnu heims. Nú hefur hann boðað mikinn viðburð á síðu sinni. Youtube síða Ronaldo er nú með meira en 67 milljónir fylgjenda. Það er magnað afrek fyrir síðu sem var stofnuð á árinu 2024. Í nýjasta myndbandinu vildi spyrillinn frá að vita eitthvað um næsta viðmælanda Ronaldo á Youtube síðunni og það er óhætt að segja að Ronaldo hafi svarað honum með sprengju. „Næsti gestur minn á Youtube? Við munum setja Internetið á hliðina,“ sagði Cristiano Ronaldo sposkur á Youtube síðu sinni URCristiano. Auðvitað fóru margir strax að velta fyrir sér mögulegum viðmælendum en á endanum komast flestir að einni niðurstöðu. Gæti svo verið að við sjáum þá Ronaldo og Lionel Messi ræða málin á URCristiano síðunni? Þetta voru tveir langbestu fótboltamenn heims í langan tíma þótt að tími þeirra á toppnum sé nú liðinn. Þetta eru samt tveir markahæstu leikmenn sögunnar í opinberum leikjum, Cristiano Ronaldo hefur skorað 910 mörk og Lionel Messi er með 850 mörk. Messi þykir fremri hjá sumum en aðrir eru á Ronaldo vagninum. Báðir eru enn að spila, Messi í Bandaríkjunum en Ronaldo í Sádí Arabíu. Það er þó einvígi þeirra með liðum Barcelona og Real Madrid sem er hápunkturinn á þeirra viðskiptum á fótboltavellinum. Nú gætum við verið að sjá þessa miklu erkifjendur mögulega ræða málin. Það er ef Ronaldo er ekki bara að stríða heiminum og fái kannski bara son sinn í viðtal. View this post on Instagram A post shared by 𝗦𝗢𝗖𝗖𝗘𝗥𝗚𝗘𝗡𝗜𝗖 (@soccergenic) Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Sjá meira
Youtube síða Ronaldo er nú með meira en 67 milljónir fylgjenda. Það er magnað afrek fyrir síðu sem var stofnuð á árinu 2024. Í nýjasta myndbandinu vildi spyrillinn frá að vita eitthvað um næsta viðmælanda Ronaldo á Youtube síðunni og það er óhætt að segja að Ronaldo hafi svarað honum með sprengju. „Næsti gestur minn á Youtube? Við munum setja Internetið á hliðina,“ sagði Cristiano Ronaldo sposkur á Youtube síðu sinni URCristiano. Auðvitað fóru margir strax að velta fyrir sér mögulegum viðmælendum en á endanum komast flestir að einni niðurstöðu. Gæti svo verið að við sjáum þá Ronaldo og Lionel Messi ræða málin á URCristiano síðunni? Þetta voru tveir langbestu fótboltamenn heims í langan tíma þótt að tími þeirra á toppnum sé nú liðinn. Þetta eru samt tveir markahæstu leikmenn sögunnar í opinberum leikjum, Cristiano Ronaldo hefur skorað 910 mörk og Lionel Messi er með 850 mörk. Messi þykir fremri hjá sumum en aðrir eru á Ronaldo vagninum. Báðir eru enn að spila, Messi í Bandaríkjunum en Ronaldo í Sádí Arabíu. Það er þó einvígi þeirra með liðum Barcelona og Real Madrid sem er hápunkturinn á þeirra viðskiptum á fótboltavellinum. Nú gætum við verið að sjá þessa miklu erkifjendur mögulega ræða málin. Það er ef Ronaldo er ekki bara að stríða heiminum og fái kannski bara son sinn í viðtal. View this post on Instagram A post shared by 𝗦𝗢𝗖𝗖𝗘𝗥𝗚𝗘𝗡𝗜𝗖 (@soccergenic)
Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Sjá meira