Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar 19. nóvember 2024 06:17 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur mikilvægt hlutverk; að sinna eftirliti þingsins í stærri málum, s.s. embættisbrotum ráðherra. Þetta skiptir máli og sú hefð er t.a.m. til staðar, sem undirstrikar eðli eftirlitshlutverksins í stjórnskipan þingsins, að stjórnarandstaðan fari með formennsku í nefndinni. Þess vegna er grátlegt að sumum finnist sjálfsagt að nefndin sé notuð sem leiksvið í pólitískum skrípaleik. Nýjasta dæmið, tveimur vikum fyrir kosningar, er krafa meirihluta nefndarinnar, sem samanstóð af Pírötum, Viðreisn, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Samfylkingu, um svokallaða frumkvæðisathugun á ráðningu Jóns Gunnarssonar sem aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra. Felst athugunin í því að nefndin hefur óskað eftir gögnum um ráðningu Jóns, erindisbréfi hans og gögn er varða aðkomu hans að verkefnum í ráðuneytinu. Erfitt er að ímynda sér tilgangsminni athugun í ljósi þess að lögum samkvæmt eru aðstoðarmenn ráðherra pólitískir starfsmenn sem ráðnir eru eftir hentisemi hvers ráðherra fyrir sig og gilda til að mynda hvorki stjórnsýslulög né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar um slíkar ráðningar. Þá er rétt að hafa í huga að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki embættismenn heldur starfa þeir eingöngu jafn lengi og ráðherrann sjálfur. Þá hafa aðstoðarmenn lögum samkvæmt ekkert boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta og er með öllu óheimilt að rita undir stjórnvaldserindi fyrir hönd ráðherra. Í raun er eingöngu um pólitíska stöðu án allra valdheimilda að ræða. Það kom því verulega á óvart að fulltrúar Viðreisnar, VG og Samfylkingar skyldu setja nafn sitt með Pírötum við svo ómerkilega athugun - í báðum merkingum þess orðs - þar sem fullyrða má að þau vita öll mætavel að ekkert athugavert sé við að aðstoðarmenn ráðherra hafi reynslu, þekkingu og skoðanir - og jafnvel miklar skoðanir - á því sem viðkomandi ráðuneyti er að sýsla við. Til að hlífa aðstoðarmönnum fyrri ára við að vera dregnir inn í þessa umræðu er eflaust skýrasta dæmið í þessa veru að VG fannst t.a.m. ekkert athugavert við að fá Guðmund Inga Guðbrandsson lóðbeint úr hagsmunagæslu og framkvæmdastjórastól Landverndar í stól umhverfisráðherra. Leiða má af því líkum að það hefði að sjálfsögðu þá ekki þótt neitt athugavert við ef framkvæmdastjóri Landverndar hefði verið ráðinn aðstoðarmaður ráðherra sem hefur engin völd á við ráðherra. „Mögulegt“ brot á siðareglum? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ákvað svo að krydda þennan leikþátt með staðlausum stöfum um að „auðvitað ætti þetta að vera til rannsóknar hjá þar til bærum aðilum“ og að hennar mati ætti lögreglan að taka þetta til rannsóknar þar sem grunur væri um „misnotkun á valdi eða jafnvel möguleg mútubrot“. Hvort þingmaðurinn átti sig á að lögregla rannsakar ekki mál nema að fyrir liggi vitneskja eða grunur um refsiverða háttsemi getur undirrituð ekki sagt til um. En hins vegar ætti Þórhildi að vera ljóst að ómaklegar ásakanir gagnvart öðrum þingmönnum getur varðað við siðareglur alþingismanna hafandi áður gerst brotleg við siðareglurnar að mati siðanefndar Alþingis í kjölfar sambærilegra ummæla um annan þingmann Sjálfstæðisflokksins. Aðalatriðið er að pólitískur aðstoðarmaður ráðherra hefur enga aðkomu að stjórnvaldsákvörðun ráðherra, t.a.m. um veitingu leyfa. Stjórnvaldsákvörðun verður að byggja á lögum og skiptir þá engu máli hvaða pólitíska skoðun ráðherra eða aðstoðarmenn hans hafa á málinu. Þetta er grundvallaratriði sem ráðherrar VG í matvælaráðuneytinu hafa illa virt en ætti að vera öllum nefndarmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ljóst. Ástæðan fyrir því að sumir þingmenn freistast til að misnota heimildir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er augljós; til að koma höggi á andstæðinginn. Og freistingin er aldrei meiri en þegar stutt er í kosningar. Sérstaklega fyrir þingmenn þeirra flokka sem róa nú lífróður. Eftir situr að þetta gerir lítið úr mikilvægu eftirlitshlutverki nefndarinnar og rýrir trúverðugleika hennar. Þetta er ekki fyrsta dæmið um slíka misnotkun á hlutverki nefndarinnar en sennilega eitt það augljósasta. Höfundur situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og er í 2. sæti á lista í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur mikilvægt hlutverk; að sinna eftirliti þingsins í stærri málum, s.s. embættisbrotum ráðherra. Þetta skiptir máli og sú hefð er t.a.m. til staðar, sem undirstrikar eðli eftirlitshlutverksins í stjórnskipan þingsins, að stjórnarandstaðan fari með formennsku í nefndinni. Þess vegna er grátlegt að sumum finnist sjálfsagt að nefndin sé notuð sem leiksvið í pólitískum skrípaleik. Nýjasta dæmið, tveimur vikum fyrir kosningar, er krafa meirihluta nefndarinnar, sem samanstóð af Pírötum, Viðreisn, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Samfylkingu, um svokallaða frumkvæðisathugun á ráðningu Jóns Gunnarssonar sem aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra. Felst athugunin í því að nefndin hefur óskað eftir gögnum um ráðningu Jóns, erindisbréfi hans og gögn er varða aðkomu hans að verkefnum í ráðuneytinu. Erfitt er að ímynda sér tilgangsminni athugun í ljósi þess að lögum samkvæmt eru aðstoðarmenn ráðherra pólitískir starfsmenn sem ráðnir eru eftir hentisemi hvers ráðherra fyrir sig og gilda til að mynda hvorki stjórnsýslulög né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar um slíkar ráðningar. Þá er rétt að hafa í huga að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki embættismenn heldur starfa þeir eingöngu jafn lengi og ráðherrann sjálfur. Þá hafa aðstoðarmenn lögum samkvæmt ekkert boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta og er með öllu óheimilt að rita undir stjórnvaldserindi fyrir hönd ráðherra. Í raun er eingöngu um pólitíska stöðu án allra valdheimilda að ræða. Það kom því verulega á óvart að fulltrúar Viðreisnar, VG og Samfylkingar skyldu setja nafn sitt með Pírötum við svo ómerkilega athugun - í báðum merkingum þess orðs - þar sem fullyrða má að þau vita öll mætavel að ekkert athugavert sé við að aðstoðarmenn ráðherra hafi reynslu, þekkingu og skoðanir - og jafnvel miklar skoðanir - á því sem viðkomandi ráðuneyti er að sýsla við. Til að hlífa aðstoðarmönnum fyrri ára við að vera dregnir inn í þessa umræðu er eflaust skýrasta dæmið í þessa veru að VG fannst t.a.m. ekkert athugavert við að fá Guðmund Inga Guðbrandsson lóðbeint úr hagsmunagæslu og framkvæmdastjórastól Landverndar í stól umhverfisráðherra. Leiða má af því líkum að það hefði að sjálfsögðu þá ekki þótt neitt athugavert við ef framkvæmdastjóri Landverndar hefði verið ráðinn aðstoðarmaður ráðherra sem hefur engin völd á við ráðherra. „Mögulegt“ brot á siðareglum? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ákvað svo að krydda þennan leikþátt með staðlausum stöfum um að „auðvitað ætti þetta að vera til rannsóknar hjá þar til bærum aðilum“ og að hennar mati ætti lögreglan að taka þetta til rannsóknar þar sem grunur væri um „misnotkun á valdi eða jafnvel möguleg mútubrot“. Hvort þingmaðurinn átti sig á að lögregla rannsakar ekki mál nema að fyrir liggi vitneskja eða grunur um refsiverða háttsemi getur undirrituð ekki sagt til um. En hins vegar ætti Þórhildi að vera ljóst að ómaklegar ásakanir gagnvart öðrum þingmönnum getur varðað við siðareglur alþingismanna hafandi áður gerst brotleg við siðareglurnar að mati siðanefndar Alþingis í kjölfar sambærilegra ummæla um annan þingmann Sjálfstæðisflokksins. Aðalatriðið er að pólitískur aðstoðarmaður ráðherra hefur enga aðkomu að stjórnvaldsákvörðun ráðherra, t.a.m. um veitingu leyfa. Stjórnvaldsákvörðun verður að byggja á lögum og skiptir þá engu máli hvaða pólitíska skoðun ráðherra eða aðstoðarmenn hans hafa á málinu. Þetta er grundvallaratriði sem ráðherrar VG í matvælaráðuneytinu hafa illa virt en ætti að vera öllum nefndarmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ljóst. Ástæðan fyrir því að sumir þingmenn freistast til að misnota heimildir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er augljós; til að koma höggi á andstæðinginn. Og freistingin er aldrei meiri en þegar stutt er í kosningar. Sérstaklega fyrir þingmenn þeirra flokka sem róa nú lífróður. Eftir situr að þetta gerir lítið úr mikilvægu eftirlitshlutverki nefndarinnar og rýrir trúverðugleika hennar. Þetta er ekki fyrsta dæmið um slíka misnotkun á hlutverki nefndarinnar en sennilega eitt það augljósasta. Höfundur situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og er í 2. sæti á lista í Reykjavík suður
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun