Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2024 07:07 Nýja Þjórsárbrúin kemur skammt ofan við eyjuna Árnes, sem sést ofarlega fyrir miðri mynd. Efst í kvíslinni hægra megin er Búðafoss. Vegagerðin Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. Í fréttum Stöðvar 2 voru sögð tíðindi af annarri brú yfir annað stórfljót á Suðurlandi, nýrri brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes. Sýnt var nýtt myndband Vegagerðarinnar af brúnni og vegum sem henni fylgja. Þjórsárbrúin tengist fyrirhugaðri Hvammsvirkjun. Hún verður tengd við Þjórsárdalsveg með hringtorgi skammt frá Árnesi. Þaðan verður nýr Búðafossvegur lagður tveggja kílómetra leið Árnessýslumegin að brúarstæðinu. Vegurinn að nýju Þjórsárbrúnni mun liggja frá hringtorgi við þéttbýlið í Árnesi. Fjær til hægri má sjá Skarðsfjall.Vegagerðin Nýja brúin verður byggð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes, sem skiptir Þjórsá í tvær kvíslar. Sjálf brúin verður 204 metra löng en Búðafossvegur alls 7,4 kílómetra langur. Brúin og vegagerðin verða boðin út í einu lagi fljótlega á næsta ári, samkvæmt upplýsingum frá Einari Má Magnússyni, verkefnastjóra á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Þótt verkið fylgi gerð Hvammsvirkjunar er það Vegagerðin sem býður það út og hefur umsjón með því. Landsvirkjun leggur út fyrir framkvæmdakostnaði en gert ráð fyrir að Vegagerðin endurgreiði hann þegar fjárframlag fæst á samgönguáætlun og fjárlögum. Horft yfir Þjórsá úr Árnessýslu yfir í Rangárvallasýslu. Brúin verður rétt rúmlega tvöhundruð metra löng.Vegagerðin Heildarkostnaður við smíði brúarinnar og gerð Búðafossvegar er áætlaður á bilinu þrír til fjórir milljarðar króna. Til samanburðar má geta þess að kostnaður við Ölfusárbrú og tengivega er áætlaður 17,9 milljarðar króna, þar af er 3,6 milljarða króna fjármagnskostnaður. Ljóst þykir að Þjórsárbrúin verður mikil samgöngubót á Suðurlandi og styttir hún vegalengdir milli sveitabæja í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu um tugi kílómetra. Frá brúnni og að Landvegi Rangárvallamegin verður nýi vegurinn um fimm kílómetra langur og tengist núverandi þjóðvegi á móts við bæinn Minnivelli. Búðafossvegur verður alls 7,4 kílómetra langur. Hægra megin má sjá fyrirhugaðan áningarstað við Búðaröðina, sem er jökulruðningshryggur.Vegagerðin Einn áningarstaður verður gerður Landmegin á Búðafossvegi. Að sögn Einars Más býður hann upp á útsýni að „Búðaröðinni“ sem eru jökulruðningshryggir og sést þaðan vel til Heklu. Verktími er áætlaður um þrjú ár og stefnt að því að brúin verði opnuð umferð í árslok 2027. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þess má geta að Landsvirkjun heldur kynningarfundi um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir fyrir íbúa í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi síðdegis í dag og á morgun. Þar munu fulltrúar Vegagerðarinnar einnig skýra frá áformaðri vegagerð þeim tengdum. Fundurinn í Rangárþingi ytra verður haldinn á Landhóteli við Landveg í dag, þriðjudag, klukkan 17:30. Fundurinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi verður haldinn í félagsheimilinu Árnesi á morgun, miðvikudag, klukkan 17:30. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Vegagerð Samgöngur Vatnsaflsvirkjanir Ný Ölfusárbrú Vegtollar Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. 18. nóvember 2024 14:44 Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Fáir efast um mikilvægi þess að byggja nýja brú yfir Ölfusá, vegna vaxandi umferðar og umferðartafa í gegnum Selfoss en ekki síður vegna ástands núverandi brúar sem orðin er tæplega 80 ára gömul og ekki hönnuð fyrir það umferðarálag sem á henni er nú. 12. nóvember 2024 17:16 Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 16. júlí 2023 22:20 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sögð tíðindi af annarri brú yfir annað stórfljót á Suðurlandi, nýrri brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes. Sýnt var nýtt myndband Vegagerðarinnar af brúnni og vegum sem henni fylgja. Þjórsárbrúin tengist fyrirhugaðri Hvammsvirkjun. Hún verður tengd við Þjórsárdalsveg með hringtorgi skammt frá Árnesi. Þaðan verður nýr Búðafossvegur lagður tveggja kílómetra leið Árnessýslumegin að brúarstæðinu. Vegurinn að nýju Þjórsárbrúnni mun liggja frá hringtorgi við þéttbýlið í Árnesi. Fjær til hægri má sjá Skarðsfjall.Vegagerðin Nýja brúin verður byggð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes, sem skiptir Þjórsá í tvær kvíslar. Sjálf brúin verður 204 metra löng en Búðafossvegur alls 7,4 kílómetra langur. Brúin og vegagerðin verða boðin út í einu lagi fljótlega á næsta ári, samkvæmt upplýsingum frá Einari Má Magnússyni, verkefnastjóra á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Þótt verkið fylgi gerð Hvammsvirkjunar er það Vegagerðin sem býður það út og hefur umsjón með því. Landsvirkjun leggur út fyrir framkvæmdakostnaði en gert ráð fyrir að Vegagerðin endurgreiði hann þegar fjárframlag fæst á samgönguáætlun og fjárlögum. Horft yfir Þjórsá úr Árnessýslu yfir í Rangárvallasýslu. Brúin verður rétt rúmlega tvöhundruð metra löng.Vegagerðin Heildarkostnaður við smíði brúarinnar og gerð Búðafossvegar er áætlaður á bilinu þrír til fjórir milljarðar króna. Til samanburðar má geta þess að kostnaður við Ölfusárbrú og tengivega er áætlaður 17,9 milljarðar króna, þar af er 3,6 milljarða króna fjármagnskostnaður. Ljóst þykir að Þjórsárbrúin verður mikil samgöngubót á Suðurlandi og styttir hún vegalengdir milli sveitabæja í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu um tugi kílómetra. Frá brúnni og að Landvegi Rangárvallamegin verður nýi vegurinn um fimm kílómetra langur og tengist núverandi þjóðvegi á móts við bæinn Minnivelli. Búðafossvegur verður alls 7,4 kílómetra langur. Hægra megin má sjá fyrirhugaðan áningarstað við Búðaröðina, sem er jökulruðningshryggur.Vegagerðin Einn áningarstaður verður gerður Landmegin á Búðafossvegi. Að sögn Einars Más býður hann upp á útsýni að „Búðaröðinni“ sem eru jökulruðningshryggir og sést þaðan vel til Heklu. Verktími er áætlaður um þrjú ár og stefnt að því að brúin verði opnuð umferð í árslok 2027. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þess má geta að Landsvirkjun heldur kynningarfundi um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir fyrir íbúa í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi síðdegis í dag og á morgun. Þar munu fulltrúar Vegagerðarinnar einnig skýra frá áformaðri vegagerð þeim tengdum. Fundurinn í Rangárþingi ytra verður haldinn á Landhóteli við Landveg í dag, þriðjudag, klukkan 17:30. Fundurinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi verður haldinn í félagsheimilinu Árnesi á morgun, miðvikudag, klukkan 17:30.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Vegagerð Samgöngur Vatnsaflsvirkjanir Ný Ölfusárbrú Vegtollar Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. 18. nóvember 2024 14:44 Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Fáir efast um mikilvægi þess að byggja nýja brú yfir Ölfusá, vegna vaxandi umferðar og umferðartafa í gegnum Selfoss en ekki síður vegna ástands núverandi brúar sem orðin er tæplega 80 ára gömul og ekki hönnuð fyrir það umferðarálag sem á henni er nú. 12. nóvember 2024 17:16 Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 16. júlí 2023 22:20 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. 18. nóvember 2024 14:44
Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Fáir efast um mikilvægi þess að byggja nýja brú yfir Ölfusá, vegna vaxandi umferðar og umferðartafa í gegnum Selfoss en ekki síður vegna ástands núverandi brúar sem orðin er tæplega 80 ára gömul og ekki hönnuð fyrir það umferðarálag sem á henni er nú. 12. nóvember 2024 17:16
Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22
Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20
Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 16. júlí 2023 22:20