Henni hefur verið gefið að sök að valda dauða konu með geðklofa á sextugsaldri á geðdeild Landspítalans þann 16. ágúst árið 2021.
Fyrri niðurstaða héraðsdóms var sú að sannað væri að Steina hefði valdið dauða konunnar, sem var sjúklingur, þar til hún kafnaði, en hún var sýknuð þar sem ásetningur til manndráps þótti ekki vera til staðar.
Ákæruvaldið gerði engar varakröfur um heimfærslu til refsiákvæða. Það var mat Landsréttar að sakflytjendur hefðu átt að flytja málið með þeim möguleika að háttsemi Steinu yrði heimfærð sem manndráp af gáleysi eða stórfelld líkamsárás þar sem bani hefði hlotist af.
Það hefði ekki verið gert og yrði ekki leyst úr því fyrir Landsrétti hvort málið yrði dæmt eftir öðrum refsiákvæðum en í ákæru greindi, enda myndi slík úrlausn ekki fela í sér endurskoðun á niðurstöðu héraðsdóms. Því var fyrri dómurinn ómerktur og málið aftur lagt fyrir héraðsdóm, en aðalmeðferð hófst á ný í dag.