100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 09:18 Vextir eru ekki bara tölur á blaði. Lágir vextir gera fjölskyldum kleift að blómstra, fyrirtækjum að fjárfesta og samfélögum að dafna. Ódýrara fjármagn veitir súrefni inn í hagkerfið, skapar tækifæri og hvetur til nýsköpunar. Í morgun lækkuðu vextir um 50 punkta eða 0,5%. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt lækkað. Þó vaxtalækkanir Seðlabankans virðist oft teknar í hænuskrefum er það svo að fyrir hverja lækkun stýrivaxta um aðeins hálft prósent, lækka afborganir af 50 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni um 25 til 30 þúsund krónur á mánuði. Vextir á slíkum lánum eru í kringum 10,5 prósent sem sakir standa. Ef þessir sömu vextir lækka, svo dæmi sem tekið, niður í 8 prósent - eykst ráðstöfunarfé lántaka um 100 þúsund krónur á mánuði. Aðstæður til rösklegra vaxtalækkana hafa þegar skapast. Vonir standa til að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni halda áfram jafnt og þétt næstu mánuði, samfara því að ofhitnun vinnu- og húsnæðismarkaðar gengur til baka. En til þess að svo megi verða þarf að halda rétt á spöðunum. Heimsfaraldur og eldsumbrot hafa sannarlega reynt á efnahagslíf okkar undanfarin ár og ýtt undir hærri vexti en við getum sætt okkur við. Nú liggur hins vegar fyrir að við erum á réttri leið og getum gert enn betur. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú höfuðáherslu á ábyrgð í ríkisfjármálum og hafnar aukinni skattheimtu. Aðalverkefni stjórnmálamanna er að skapa aðstæður sem draga úr almennum fjármagnskostnaði, að kjör heimila batni og rekstrarskilyrði fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum verði betri. Við viljum tryggja að hinn frjálsi markaður fái að njóta sín til fulls, við viljum styðja við okkar mikilvægustu atvinnugreinar og huga að því að hagkerfið vaxi með sjálfbærum hætti. Þetta eru öllu jöfnu þeir þættir sem við getum sjálf stjórnað. Nú blasir við að Viðreisn, flokkur sem hefur viljað skilgreina sig sem borgaralegan flokk á miðjunni, ætlar sér í samstarf með Samfylkingunni og saman ætla þessir flokkar að koma Íslandi í Evrópusambandið þar sem atvinnuleysi er í hæstu hæðum en hagvöxtur lélegur. Við blasir að eina leiðin til að koma í veg fyrir slíka ríkisstjórn er að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti brautargengi í komandi kosningum. Við þekkjum af reynslunni að vinstri stjórn mun auka ríkisútgjöld, hækka skatta og ýta undir frekari verðbólguþrýsting - ýmist með aðgerðum eða aðgerðarleysi. Ekki þarf að leita langt til að finna dæmin. Stjórn vinstri flokkanna í Reykjavík hefur með misheppnaðri skipulagsstefnu til að mynda ýtt undir miklar hækkanir á húsnæðisverði með tilheyrandi dýrtíð fyrir venjulegt, vinnandi fólk. Ísland er í kjöraðstæðum nú til að skapa betri skilyrði fyrir stöðugleika með lágum vöxtum og lægri verðbólgu. Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Vextir eru ekki bara tölur á blaði. Lágir vextir gera fjölskyldum kleift að blómstra, fyrirtækjum að fjárfesta og samfélögum að dafna. Ódýrara fjármagn veitir súrefni inn í hagkerfið, skapar tækifæri og hvetur til nýsköpunar. Í morgun lækkuðu vextir um 50 punkta eða 0,5%. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt lækkað. Þó vaxtalækkanir Seðlabankans virðist oft teknar í hænuskrefum er það svo að fyrir hverja lækkun stýrivaxta um aðeins hálft prósent, lækka afborganir af 50 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni um 25 til 30 þúsund krónur á mánuði. Vextir á slíkum lánum eru í kringum 10,5 prósent sem sakir standa. Ef þessir sömu vextir lækka, svo dæmi sem tekið, niður í 8 prósent - eykst ráðstöfunarfé lántaka um 100 þúsund krónur á mánuði. Aðstæður til rösklegra vaxtalækkana hafa þegar skapast. Vonir standa til að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni halda áfram jafnt og þétt næstu mánuði, samfara því að ofhitnun vinnu- og húsnæðismarkaðar gengur til baka. En til þess að svo megi verða þarf að halda rétt á spöðunum. Heimsfaraldur og eldsumbrot hafa sannarlega reynt á efnahagslíf okkar undanfarin ár og ýtt undir hærri vexti en við getum sætt okkur við. Nú liggur hins vegar fyrir að við erum á réttri leið og getum gert enn betur. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú höfuðáherslu á ábyrgð í ríkisfjármálum og hafnar aukinni skattheimtu. Aðalverkefni stjórnmálamanna er að skapa aðstæður sem draga úr almennum fjármagnskostnaði, að kjör heimila batni og rekstrarskilyrði fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum verði betri. Við viljum tryggja að hinn frjálsi markaður fái að njóta sín til fulls, við viljum styðja við okkar mikilvægustu atvinnugreinar og huga að því að hagkerfið vaxi með sjálfbærum hætti. Þetta eru öllu jöfnu þeir þættir sem við getum sjálf stjórnað. Nú blasir við að Viðreisn, flokkur sem hefur viljað skilgreina sig sem borgaralegan flokk á miðjunni, ætlar sér í samstarf með Samfylkingunni og saman ætla þessir flokkar að koma Íslandi í Evrópusambandið þar sem atvinnuleysi er í hæstu hæðum en hagvöxtur lélegur. Við blasir að eina leiðin til að koma í veg fyrir slíka ríkisstjórn er að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti brautargengi í komandi kosningum. Við þekkjum af reynslunni að vinstri stjórn mun auka ríkisútgjöld, hækka skatta og ýta undir frekari verðbólguþrýsting - ýmist með aðgerðum eða aðgerðarleysi. Ekki þarf að leita langt til að finna dæmin. Stjórn vinstri flokkanna í Reykjavík hefur með misheppnaðri skipulagsstefnu til að mynda ýtt undir miklar hækkanir á húsnæðisverði með tilheyrandi dýrtíð fyrir venjulegt, vinnandi fólk. Ísland er í kjöraðstæðum nú til að skapa betri skilyrði fyrir stöðugleika með lágum vöxtum og lægri verðbólgu. Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun