Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 10:50 Stjórnmálamenn túlka lækkun vaxta hver með sínum hætti en í dag eru tíu dagar til alþingiskosninga. Vísir Stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar eru meðal þeirra sem nú keppast við að bregðast við ákvörðun Seðlabankans um lækkun stýrivaxta og ljóst að einhverjir stjórnmálamenn reyni nú að nýta tíðindin sem tromp í kosningabaráttunni. Forsætis- og fjármálaráðherra segja vaxtalækkunina endurspegla verk stjórnarflokkanna í ríkisstjórn þar sem áhersla hafi verið lögð á að stuðla að lækkun verðbólgu. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir það hins vegar ríkisstjórninni að kenna að vaxtalækkunarferlið hafi ekki hafist fyrr. Greint var frá því í morgun að vextirnir fari úr 9% og niður í 8,5% og hefur Íslandsbanki til að mynda þegar greint frá áformuðum vaxtalækkunum bankans í kjölfar ákvörðunarinnar. „Þessi varfærna stýrivaxtalækkun hefði getað hafist miklu fyrr ef ríkisstjórnin hefði ekki rekið ríkissjóð með ævintýralegum halla í áraraðir. Þessi ríkisstjórnin sem núna er yfirgefa sviðið hefur beinlínis kynt undir verðbólgu t.d. með því að leyfa ólöglegt verðsamráð á markaði eins og dómstólar hafa dæmt um. Þessi lagasetning ríkisstjórnar skilaði sér auðvitað lóðbeint í hærra matarverði fyrir allt fólk í landinu,” skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þessari túlkun eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, ósammála. Báðir fagna þeir vaxtalækkuninni á samfélagsmiðlum í dag. Blaðamannafundinn í Seðlabankanum má sjá í heild sinni að neðan. „Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmáli á Íslandi hafa verið að segja. Við erum á réttri leið,“ skrifar Sigurður Ingi meðal annars í sinni færslu. „Svo það er alveg kýrskýrt að við erum að ná tökum á verðbólgunni og það án þess að nein teikn séu á lofti um kollsteypu í efnahagslífinu. Þvert á móti virðumst við vera að ná að lenda hagkerfinu mjúklega. Það er risamál.” Bjarni Benediktsson tekur í svipaðan streng og Sigurður Ingi. „Árangur skýrrar stefnu okkar birtist í lækkun vaxta núna í morgunsárið. Vaxtalækkun upp á 0,5% þýðir 190 þúsund króna minni greiðslubyrði á ári fyrir heimili með 40 milljón króna lán. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hefur verið að stuðla að lækkun verðbólgu svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Það er að ganga eftir, verðbólgan er í frjálsu falli, hún er að “húrrast niður” eins og greiningaraðilar hafa orðað það,” skrifar Bjarni. Þá skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir grein á Vísi í dag þar sem hún fagnar vaxtalækkuninni. “Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir,” skrifar Áslaug í niðurlagi greinarinnar. Í takt við markmið kjarasamninga Meðal annarra sem einnig hafa hvatt sér hljóðs um vaxtalækkunina er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem segir fréttirnar gríðarlega jákvæðar og í takt við spálíkan breiðfylkingar verkalýðshreyfingarinnar sem unnið var við gerð kjarasamninga fyrr á árinu. „Samningurinn gekk út á að skapa skilyrði fyrir lækkun á verðbólgu og lækkun vaxta. Og núna er þetta að byrja að skila sér, þessi áhætta sem við tókum með því að semja með hófstilltum hætti til langs tíma,” skrifar Vilhjálmur meðal annars í færslu á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð. Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Forsætis- og fjármálaráðherra segja vaxtalækkunina endurspegla verk stjórnarflokkanna í ríkisstjórn þar sem áhersla hafi verið lögð á að stuðla að lækkun verðbólgu. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir það hins vegar ríkisstjórninni að kenna að vaxtalækkunarferlið hafi ekki hafist fyrr. Greint var frá því í morgun að vextirnir fari úr 9% og niður í 8,5% og hefur Íslandsbanki til að mynda þegar greint frá áformuðum vaxtalækkunum bankans í kjölfar ákvörðunarinnar. „Þessi varfærna stýrivaxtalækkun hefði getað hafist miklu fyrr ef ríkisstjórnin hefði ekki rekið ríkissjóð með ævintýralegum halla í áraraðir. Þessi ríkisstjórnin sem núna er yfirgefa sviðið hefur beinlínis kynt undir verðbólgu t.d. með því að leyfa ólöglegt verðsamráð á markaði eins og dómstólar hafa dæmt um. Þessi lagasetning ríkisstjórnar skilaði sér auðvitað lóðbeint í hærra matarverði fyrir allt fólk í landinu,” skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þessari túlkun eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, ósammála. Báðir fagna þeir vaxtalækkuninni á samfélagsmiðlum í dag. Blaðamannafundinn í Seðlabankanum má sjá í heild sinni að neðan. „Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmáli á Íslandi hafa verið að segja. Við erum á réttri leið,“ skrifar Sigurður Ingi meðal annars í sinni færslu. „Svo það er alveg kýrskýrt að við erum að ná tökum á verðbólgunni og það án þess að nein teikn séu á lofti um kollsteypu í efnahagslífinu. Þvert á móti virðumst við vera að ná að lenda hagkerfinu mjúklega. Það er risamál.” Bjarni Benediktsson tekur í svipaðan streng og Sigurður Ingi. „Árangur skýrrar stefnu okkar birtist í lækkun vaxta núna í morgunsárið. Vaxtalækkun upp á 0,5% þýðir 190 þúsund króna minni greiðslubyrði á ári fyrir heimili með 40 milljón króna lán. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hefur verið að stuðla að lækkun verðbólgu svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Það er að ganga eftir, verðbólgan er í frjálsu falli, hún er að “húrrast niður” eins og greiningaraðilar hafa orðað það,” skrifar Bjarni. Þá skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir grein á Vísi í dag þar sem hún fagnar vaxtalækkuninni. “Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir,” skrifar Áslaug í niðurlagi greinarinnar. Í takt við markmið kjarasamninga Meðal annarra sem einnig hafa hvatt sér hljóðs um vaxtalækkunina er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem segir fréttirnar gríðarlega jákvæðar og í takt við spálíkan breiðfylkingar verkalýðshreyfingarinnar sem unnið var við gerð kjarasamninga fyrr á árinu. „Samningurinn gekk út á að skapa skilyrði fyrir lækkun á verðbólgu og lækkun vaxta. Og núna er þetta að byrja að skila sér, þessi áhætta sem við tókum með því að semja með hófstilltum hætti til langs tíma,” skrifar Vilhjálmur meðal annars í færslu á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð.
Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira