Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 12:16 Stýrivextir voru lækkaðir um 50 punkta í morgun. Þeir hafa lækkað um 75 punkta síðan í október. Hvað þýðir þetta? Heimili með 30 m.kr. húsnæðislán eykur ráðstöfunartekjur sínar um 190 þúsund á ári. Að sama skapi hefur því verið spáð að verðbólga lækki úr 5,1% í 4,5% hinn 28. nóvember næstkomandi – sem greiðir götu enn frekari vaxtalækkana í þágu heimila og fyrirtækja. Ábyrgð og forgangsröðun skilar sér Vaxtalækkanir sem þessar eru auðvitað afskaplega ánægjulegur árangur af markvissum og samþættum aðgerðum opinberra aðila og aðila vinnumarkaðarins. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og verður ekki til í tómarúmi kosningaloforða. Þetta er staðfesting á að stefna okkar virkar sem miðar að því að ná niður vöxtum og verðbólgu. Við erum með ábyrga efnahagsstefnu og með aðhald í ríkisfjármálum. Í ríkisfjármálunum er meðal annars forgangsraðað í þágu þeirra mikilvægu langtímakjarasamninga sem gerðir voru á milli aðila vinnumarkaðarins. Verðbólguvæntingar eru að lækka og hafa ekki verið lægri síðan 2021! Kanínur upp úr hatti Nú sigla með himinskautum flokkar, Samfylking og Viðreisn, sem tala digurbarkalega um að það þurfi að „negla niður vexti“ og „lækka þessa vexti“. Hafa þeir flokkar í engu sagt hvað þeir myndu gera öðruvísi en Framsókn er nú þegar að gera í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Staðreyndin er sú að okkar plan er að virka eins og lagt var upp með. Því er ekki að neita að verðbólga í kjölfar fordæmalauss heimsfaraldurs og stríðsins í Evrópu hefur tekið á. Þá missti 1% þjóðarinnar húsnæði sitt vegna jarðhræringanna í Grindavík. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun að gera meira en minna til þess að styðja við samfélagið í kjölfar heimsfaraldursins, þegar 20.000 störf hurfu og margs konar starfsemi lagðist í dvala. Það kostaði, en skilaði sér í samfélagi sem lenti á báðum fótum. Flokkarnir sem gleymdu að byggja Það sem hefur fyrst og síðast haldið lífi í verðbólgunni er framboðsskortur á húsnæði. Samfylkingin og Viðreisn geta ekki litið fram hjá ábyrgð sinni á lóðaskortstefnu í borginni til ársins 2022. Eins og alþjóð veit sváfu þessir flokkar á verðinum í húsnæðismálum í Reykjavík, langstærsta sveitarfélagi landsins. Á þetta bentu meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki Íslands og Samtök iðnaðarins. Það þýðir hins vegar ekki að gráta Björn bónda, heldur líta fram á veginn og gera betur. Framsókn með borgarstjóra í fylkingarbrjósti hefur tekið þessi mál föstum tökum með því að ryðja nýtt land og skipuleggja ný hverfi, en þau nýmæli urðu að borgin skuldbatt sig til að byggja 16.000 nýjar íbúðir á næstu 10 árum, t.d í Úlfarsárdal og Kjalarnesi, en þar er nú verið að úthluta lóðum í fyrsta sinn í áraraðir. Það eru markverðar breytingar. Áfram veginn Ég er sannfærð um að við munum sjá vexti lækka skarpt með áframhaldandi ábyrgð af leiðarljósi. Við þurfum ekki á kollsteypum eða auknum byrðum á fólk og fyrirtæki að halda. Hér bjóða fram flokkar sem vilja hækka skatta á fólk og fyrirtæki, skera niður hið opinbera um 20% eða ganga í Evrópusambandi með tilheyrandi atvinnuleysi og fullveldisframsali í auðlindamálum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við þurfum frekar að tryggja að atvinnulífið okkar geti haldið áfram að skapa hér verðmæti til að undirbyggja hér aukna lífskjarasókn til framtíðar – og við erum fullfær um það sjálf. Við í Framsókn vinnum vinnuna sem þarf að vinna og óskum eftir þínum stuðningi í því verkefni. Setjum við X við B! Höfundur er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og oddviti Framsóknar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Stýrivextir voru lækkaðir um 50 punkta í morgun. Þeir hafa lækkað um 75 punkta síðan í október. Hvað þýðir þetta? Heimili með 30 m.kr. húsnæðislán eykur ráðstöfunartekjur sínar um 190 þúsund á ári. Að sama skapi hefur því verið spáð að verðbólga lækki úr 5,1% í 4,5% hinn 28. nóvember næstkomandi – sem greiðir götu enn frekari vaxtalækkana í þágu heimila og fyrirtækja. Ábyrgð og forgangsröðun skilar sér Vaxtalækkanir sem þessar eru auðvitað afskaplega ánægjulegur árangur af markvissum og samþættum aðgerðum opinberra aðila og aðila vinnumarkaðarins. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og verður ekki til í tómarúmi kosningaloforða. Þetta er staðfesting á að stefna okkar virkar sem miðar að því að ná niður vöxtum og verðbólgu. Við erum með ábyrga efnahagsstefnu og með aðhald í ríkisfjármálum. Í ríkisfjármálunum er meðal annars forgangsraðað í þágu þeirra mikilvægu langtímakjarasamninga sem gerðir voru á milli aðila vinnumarkaðarins. Verðbólguvæntingar eru að lækka og hafa ekki verið lægri síðan 2021! Kanínur upp úr hatti Nú sigla með himinskautum flokkar, Samfylking og Viðreisn, sem tala digurbarkalega um að það þurfi að „negla niður vexti“ og „lækka þessa vexti“. Hafa þeir flokkar í engu sagt hvað þeir myndu gera öðruvísi en Framsókn er nú þegar að gera í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Staðreyndin er sú að okkar plan er að virka eins og lagt var upp með. Því er ekki að neita að verðbólga í kjölfar fordæmalauss heimsfaraldurs og stríðsins í Evrópu hefur tekið á. Þá missti 1% þjóðarinnar húsnæði sitt vegna jarðhræringanna í Grindavík. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun að gera meira en minna til þess að styðja við samfélagið í kjölfar heimsfaraldursins, þegar 20.000 störf hurfu og margs konar starfsemi lagðist í dvala. Það kostaði, en skilaði sér í samfélagi sem lenti á báðum fótum. Flokkarnir sem gleymdu að byggja Það sem hefur fyrst og síðast haldið lífi í verðbólgunni er framboðsskortur á húsnæði. Samfylkingin og Viðreisn geta ekki litið fram hjá ábyrgð sinni á lóðaskortstefnu í borginni til ársins 2022. Eins og alþjóð veit sváfu þessir flokkar á verðinum í húsnæðismálum í Reykjavík, langstærsta sveitarfélagi landsins. Á þetta bentu meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki Íslands og Samtök iðnaðarins. Það þýðir hins vegar ekki að gráta Björn bónda, heldur líta fram á veginn og gera betur. Framsókn með borgarstjóra í fylkingarbrjósti hefur tekið þessi mál föstum tökum með því að ryðja nýtt land og skipuleggja ný hverfi, en þau nýmæli urðu að borgin skuldbatt sig til að byggja 16.000 nýjar íbúðir á næstu 10 árum, t.d í Úlfarsárdal og Kjalarnesi, en þar er nú verið að úthluta lóðum í fyrsta sinn í áraraðir. Það eru markverðar breytingar. Áfram veginn Ég er sannfærð um að við munum sjá vexti lækka skarpt með áframhaldandi ábyrgð af leiðarljósi. Við þurfum ekki á kollsteypum eða auknum byrðum á fólk og fyrirtæki að halda. Hér bjóða fram flokkar sem vilja hækka skatta á fólk og fyrirtæki, skera niður hið opinbera um 20% eða ganga í Evrópusambandi með tilheyrandi atvinnuleysi og fullveldisframsali í auðlindamálum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við þurfum frekar að tryggja að atvinnulífið okkar geti haldið áfram að skapa hér verðmæti til að undirbyggja hér aukna lífskjarasókn til framtíðar – og við erum fullfær um það sjálf. Við í Framsókn vinnum vinnuna sem þarf að vinna og óskum eftir þínum stuðningi í því verkefni. Setjum við X við B! Höfundur er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og oddviti Framsóknar í Reykjavík suður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun