Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 08:17 Hugverkaiðnaður er sú atvinnugrein sem er í mestri sókn hér á landi. Stórkostlegar framfarir hafa orðið á fáum árum innan geirans og vöxtur hennar verið stöðugur. Fyrir tilstilli ríkisstjórna með framtíðarsýn hefur hér verið hlúð að umhverfi nýsköpunarfyrirtækja þannig að eftir því er tekið. Ef allt gengur eftir mun greinin skapa um 320 milljarða í útflutningstekjur á árinu og hefur hún þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Aukin umsvif skapa skilyrði fyrir enn betri lífskjör á Íslandi. Tækifæri í nýjum útflutningsiðnaði hafa skapað verðmæt og eftirsóknarverð störf, en starfsfólk í tækni- og hugverkagreinum hér á landi telja nú hátt í 18.000. Þessi störf eru að öllu jöfnu hálaunastörf þar sem framleiðni, þ.e. sköpuð verðmæti á hverja vinnustund, er talsvert meiri en almennt gengur og gerist í efnahagslífi þjóðarinnar. Framleiðni og lífskjör þjóða eru náskyld fyrirbæri og ef rétt verður á málum haldið er hugverkaiðnaðurinn einungis að slíta barnsskónum. Stærstu skrefin og mesti vöxturinn eru nefnilega fram undan og þá er mikið undir að ekki tapist þau sóknarfæri sem búið er að fjárfesta svo ríkulega í. Mikilvægasti liðurinn í því að sækja fram á sviði hugverkaiðnaðar eru skattahvatar vegna rannsókna og þróunar. Þannig styður ríkið við og stuðlar að áframhaldandi vexti útflutningstekna til framtíðar á sviði nýsköpunar, hugverka og tækni. Jákvæðir hvatar og hófleg skattheimta eru undirstöður fyrir þá miklu fjárfestingu sem hefur átt sér stað í vexti nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Auðvelt er að auka tekjur ríkissjóðs með rauðum pennastrikum og hærri sköttum á grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar, þar sem fjórða stoð hugverkaiðnaðar er sú sem hraðast vex. Ég kalla hins vegar eftir stjórnmálamönnum sem hafa langtíma framtíðarsýn fyrir Ísland; eru til í að leggjast á árarnar til að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi innlendra fyrirtækja í kvikum heimi þar sem samkeppnin er þvert á landamæri. Tækifærin til að efla efnahag Íslands felast í því að einfalt sé fyrir hugmyndaríka frumkvöðla að setja á fót fyrirtæki og að regluverk sé einfalt og gott og eftirlit skilvirkt – að það laði að innlenda og erlenda fjárfestingu frekar en að leggja stein í götu hennar. Nýsköpunarumhverfið á Íslandi er gott en það þarf að skapa hér stöðugleika og fyrirsjáanleika svo hægt sé að þróa lausnir til framtíðar og sækja tækifærin. Um þetta allt mun ég hugsa þegar ég stíg inn í kjörklefann þann 30. nóvember næstkomandi og vonandi landsmenn allir. Því við í hugverkaiðnaði erum bara rétt að byrja – til hagsbóta fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri lyfjafyrirtækisins Coripharma og varaformaður Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Nýsköpun Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður er sú atvinnugrein sem er í mestri sókn hér á landi. Stórkostlegar framfarir hafa orðið á fáum árum innan geirans og vöxtur hennar verið stöðugur. Fyrir tilstilli ríkisstjórna með framtíðarsýn hefur hér verið hlúð að umhverfi nýsköpunarfyrirtækja þannig að eftir því er tekið. Ef allt gengur eftir mun greinin skapa um 320 milljarða í útflutningstekjur á árinu og hefur hún þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Aukin umsvif skapa skilyrði fyrir enn betri lífskjör á Íslandi. Tækifæri í nýjum útflutningsiðnaði hafa skapað verðmæt og eftirsóknarverð störf, en starfsfólk í tækni- og hugverkagreinum hér á landi telja nú hátt í 18.000. Þessi störf eru að öllu jöfnu hálaunastörf þar sem framleiðni, þ.e. sköpuð verðmæti á hverja vinnustund, er talsvert meiri en almennt gengur og gerist í efnahagslífi þjóðarinnar. Framleiðni og lífskjör þjóða eru náskyld fyrirbæri og ef rétt verður á málum haldið er hugverkaiðnaðurinn einungis að slíta barnsskónum. Stærstu skrefin og mesti vöxturinn eru nefnilega fram undan og þá er mikið undir að ekki tapist þau sóknarfæri sem búið er að fjárfesta svo ríkulega í. Mikilvægasti liðurinn í því að sækja fram á sviði hugverkaiðnaðar eru skattahvatar vegna rannsókna og þróunar. Þannig styður ríkið við og stuðlar að áframhaldandi vexti útflutningstekna til framtíðar á sviði nýsköpunar, hugverka og tækni. Jákvæðir hvatar og hófleg skattheimta eru undirstöður fyrir þá miklu fjárfestingu sem hefur átt sér stað í vexti nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Auðvelt er að auka tekjur ríkissjóðs með rauðum pennastrikum og hærri sköttum á grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar, þar sem fjórða stoð hugverkaiðnaðar er sú sem hraðast vex. Ég kalla hins vegar eftir stjórnmálamönnum sem hafa langtíma framtíðarsýn fyrir Ísland; eru til í að leggjast á árarnar til að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi innlendra fyrirtækja í kvikum heimi þar sem samkeppnin er þvert á landamæri. Tækifærin til að efla efnahag Íslands felast í því að einfalt sé fyrir hugmyndaríka frumkvöðla að setja á fót fyrirtæki og að regluverk sé einfalt og gott og eftirlit skilvirkt – að það laði að innlenda og erlenda fjárfestingu frekar en að leggja stein í götu hennar. Nýsköpunarumhverfið á Íslandi er gott en það þarf að skapa hér stöðugleika og fyrirsjáanleika svo hægt sé að þróa lausnir til framtíðar og sækja tækifærin. Um þetta allt mun ég hugsa þegar ég stíg inn í kjörklefann þann 30. nóvember næstkomandi og vonandi landsmenn allir. Því við í hugverkaiðnaði erum bara rétt að byrja – til hagsbóta fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri lyfjafyrirtækisins Coripharma og varaformaður Samtaka iðnaðarins
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun