Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar 20. nóvember 2024 21:01 Undirritaður og formaður Lýðræðisflokksins, Arnar Þór Jónsson, rituðu grein sem birtist á Vísi 27. október síðastliðinn. Bar greinin yfirskriftina Róttækar og tafarlausar umbætur. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér stefnu Lýðræðisflokksins í hælisleitendamálum er bent á að lesa greinina. Þrátt fyrir að höfundar hennar hafi gert sitt besta til að útskýra vandann sem fylgir frjálsri för á EES- og Schengen-svæðunum, virðist það ekki hafa skilað sér til Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, hvað þá annarra flokka. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum nýja stefnu stjórnvalda um málefni landamæra. Þá ritaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins grein í Morgunblaðið 20. nóvember síðastliðinn þar sem hann útlistaði stefnu sína varðandi hælisleitendakerfið. Hvorki Guðrún né Sigmundur virðast átta sig á því í fyrsta lagi, að eina leiðin til að stöðva straum hælisleitenda er að leggja hæliskerfið alveg niður, en taka eingöngu á móti kvótaflóttamönnum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna. Í öðru lagi virðast þau ekki átta sig á því að eina leiðin til að uppræta starfsemi erlendra glæpasamtaka á Íslandi er að taka upp vegabréfsáritanir til landsins fyrir alla útlendinga. Það hefur einnig þann kost að veita yfirsýn yfir fjölda ferðamanna og auðveldara verður að leggja komugjald á þá. Aðeins með vegabréfsáritunum verður framkvæmanlegt að vísa mönnum frá landinu áður en þeir eru komnir inn í það. Allt kapp verður að leggja á að glæpamenn eða fólk sem ekki getur séð fyrir sér sjálft komist ekki inn í landið. Annars verður margfalt erfiðara og tímafrekara að koma þeim úr landinu m.a. vegna tengingar laga um útlendinga við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, Dyflinnar-reglugerðina og Schengen-samninginn. Reglur sem hvorki Guðrún né Sigmundur ætla að víkja til hliðar. Tillögur Lýðræðisflokksins fela raunverulega í sér fulla stjórn á landamærunum, en tillögur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins duga skammt. Eyja í Norður-Atlantshafi á að geta varið landamæri sín gagnvart hinu norræna ástandi sem lögreglumenn hafa nýlega varað við. Ef menn vilja breytingar, þá verða þeir að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundur er í fyrsta sæti hjá Lýðræðisflokknum í Reykjavík suður og er fyrrverandi lögfræðingur hjá Útlendingastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Undirritaður og formaður Lýðræðisflokksins, Arnar Þór Jónsson, rituðu grein sem birtist á Vísi 27. október síðastliðinn. Bar greinin yfirskriftina Róttækar og tafarlausar umbætur. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér stefnu Lýðræðisflokksins í hælisleitendamálum er bent á að lesa greinina. Þrátt fyrir að höfundar hennar hafi gert sitt besta til að útskýra vandann sem fylgir frjálsri för á EES- og Schengen-svæðunum, virðist það ekki hafa skilað sér til Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, hvað þá annarra flokka. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum nýja stefnu stjórnvalda um málefni landamæra. Þá ritaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins grein í Morgunblaðið 20. nóvember síðastliðinn þar sem hann útlistaði stefnu sína varðandi hælisleitendakerfið. Hvorki Guðrún né Sigmundur virðast átta sig á því í fyrsta lagi, að eina leiðin til að stöðva straum hælisleitenda er að leggja hæliskerfið alveg niður, en taka eingöngu á móti kvótaflóttamönnum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna. Í öðru lagi virðast þau ekki átta sig á því að eina leiðin til að uppræta starfsemi erlendra glæpasamtaka á Íslandi er að taka upp vegabréfsáritanir til landsins fyrir alla útlendinga. Það hefur einnig þann kost að veita yfirsýn yfir fjölda ferðamanna og auðveldara verður að leggja komugjald á þá. Aðeins með vegabréfsáritunum verður framkvæmanlegt að vísa mönnum frá landinu áður en þeir eru komnir inn í það. Allt kapp verður að leggja á að glæpamenn eða fólk sem ekki getur séð fyrir sér sjálft komist ekki inn í landið. Annars verður margfalt erfiðara og tímafrekara að koma þeim úr landinu m.a. vegna tengingar laga um útlendinga við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, Dyflinnar-reglugerðina og Schengen-samninginn. Reglur sem hvorki Guðrún né Sigmundur ætla að víkja til hliðar. Tillögur Lýðræðisflokksins fela raunverulega í sér fulla stjórn á landamærunum, en tillögur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins duga skammt. Eyja í Norður-Atlantshafi á að geta varið landamæri sín gagnvart hinu norræna ástandi sem lögreglumenn hafa nýlega varað við. Ef menn vilja breytingar, þá verða þeir að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundur er í fyrsta sæti hjá Lýðræðisflokknum í Reykjavík suður og er fyrrverandi lögfræðingur hjá Útlendingastofnun.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar