Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 08:30 Leikmenn KV hafa spjarað sig afar vel á fyrstu leiktíð liðsins í 1. deildinni. KV Í efstu tveimur deildum karla í körfubolta er mikill fjöldi erlendra leikmanna. Eitt lið sker sig þó úr en það er KV, venslalið KR í Vesturbænum, sem eingöngu er skipað Íslendingum og hefur staðið sig afar vel á sinni fyrstu leiktíð í 1. deildinni. „Við erum allir strákar úr Vesturbænum sem tókum okkur saman og stofnuðum körfuboltalið. Það gekk bara ógeðslega vel, myndaðist mikil stemning í kringum okkur og við komumst upp í 1. deildina,“ segir Veigar Már Helgason sem gengur í flest störf hjá KV því hann er leikmaður, formaður, markaðsstjóri og gjaldkeri félagsins. Eftir sigur gegn Þór á Akureyri um síðustu helgi, og sigur gegn Skallagrími í Vesturbænum í gærkvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, hefur KV nú unnið fimm af fyrstu átta leikjum sínum, gegn liðum sem öll eru með áberandi, erlenda atvinnumenn í sínum röðum. Hjá KV eru það íslensku strákarnir sem fá að láta ljós sitt skína. „Það er það sem hreif mig til að koma og taka þátt í þessu verkefni,“ segir reynsluboltinn og Keflvíkingurinn Falur Harðarson, sem tók við þjálfun KV í haust. Hér að neðan má sjá viðtalið við þá Veigar úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld, sem tekið var fyrir leikinn við Skallagrím: „Þetta er að hluta gert fyrir strákana sem eru kannski ekki bestir í heimi en vilja vera partur af skemmtilegu verkefni,“ segir Veigar og bendir á mikilvægi liða á borð við KV til að stemma stigu við brottfalli úr íþróttum. „Það er fullt af ungum strákum hérna sem hafa verið við dyrnar að meistaraflokknum, eða spilað einhver tímabil í efstu og næstefstu deild. Svo erum við með þrjá stráka á venslasamning úr KR. Þetta er frábært tækifæri til að gefa ungum, ferskum strákum tækifæri til að spila,“ segir Falur. „Þetta er ekkert Miðflokkurinn“ Ýmsir hafa kallað eftir strangari reglum um fjölda erlendra leikmanna, til að fjölga tækifærum ungra, íslenskra leikmanna, og Falur er þar á meðal. Erlendir leikmenn eru þó velkomnir eins og aðrir í Vesturbæinn: „Þetta er ekkert Miðflokkurinn,“ grínast Veigar. „Við Vesturbæingar erum bara nógu góðir til að geta verið í þessari deild og erum byrjaðir að sýna það,“ bætir hann við. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það ætti að vera lágmark á því hve margir heimamenn mættu vera inni á vellinum í einu. Svo veltur það bara á vilja félaganna í landinu nákvæmlega hve margir,“ segir Falur og hefur greinilega sterka skoðun á málinu. „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Í dag er engin regla og hægt að vera með fimm erlenda leikmenn inni á vellinum í einu. Mér finnst það ekki eiga að vera svoleiðis. Það er bara mín skoðun. Við þurfum að finna vettvang fyrir unga leikmenn, bæði karlmenn og konur, til að spila, og þetta verður að vera gaman. Það nennir enginn að sitja á rassinum í 3-4 ár, og spila ekki neitt,“ segir Falur. KV-ingar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að hafa gaman af því sem þeir eru að gera og eru líflegri á samfélagsmiðlum en mörg úrvalsdeildarfélög. Á dögunum kynntu þeir samfélagsmiðlastjörnu til leiks, Gumma Emil, sem var með KV í sigrinum gegn Skallagrími í gær. View this post on Instagram A post shared by Körfuboltadeild Knattspyrnufélags Vesturbæjar (@kv_karfa) „Þetta er ógeðslega gaman og bara geggjuð stemning með okkur,“ segir Veigar. Þjálfarinn Falur gætir þess hins vegar að gamanið sé á réttum forsendum: „Eins og ég hef oft sagt þegar ég er að þjálfa, þá ætlum við að hafa gaman af að spila góðan körfubolta. Við ætlum ekki að hafa „ha ha“-gaman, heldur af því að spila saman góðan körfubolta og gera vel. Það þarf alltaf einhvern til að stýra mannskepnunni og ég var fenginn í það. Ég er ekki að segja að ég sé einhver snillingur en þetta væri öðruvísi ef þeir væru bara sjálfir.“ Körfubolti KV Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Sjá meira
„Við erum allir strákar úr Vesturbænum sem tókum okkur saman og stofnuðum körfuboltalið. Það gekk bara ógeðslega vel, myndaðist mikil stemning í kringum okkur og við komumst upp í 1. deildina,“ segir Veigar Már Helgason sem gengur í flest störf hjá KV því hann er leikmaður, formaður, markaðsstjóri og gjaldkeri félagsins. Eftir sigur gegn Þór á Akureyri um síðustu helgi, og sigur gegn Skallagrími í Vesturbænum í gærkvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, hefur KV nú unnið fimm af fyrstu átta leikjum sínum, gegn liðum sem öll eru með áberandi, erlenda atvinnumenn í sínum röðum. Hjá KV eru það íslensku strákarnir sem fá að láta ljós sitt skína. „Það er það sem hreif mig til að koma og taka þátt í þessu verkefni,“ segir reynsluboltinn og Keflvíkingurinn Falur Harðarson, sem tók við þjálfun KV í haust. Hér að neðan má sjá viðtalið við þá Veigar úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld, sem tekið var fyrir leikinn við Skallagrím: „Þetta er að hluta gert fyrir strákana sem eru kannski ekki bestir í heimi en vilja vera partur af skemmtilegu verkefni,“ segir Veigar og bendir á mikilvægi liða á borð við KV til að stemma stigu við brottfalli úr íþróttum. „Það er fullt af ungum strákum hérna sem hafa verið við dyrnar að meistaraflokknum, eða spilað einhver tímabil í efstu og næstefstu deild. Svo erum við með þrjá stráka á venslasamning úr KR. Þetta er frábært tækifæri til að gefa ungum, ferskum strákum tækifæri til að spila,“ segir Falur. „Þetta er ekkert Miðflokkurinn“ Ýmsir hafa kallað eftir strangari reglum um fjölda erlendra leikmanna, til að fjölga tækifærum ungra, íslenskra leikmanna, og Falur er þar á meðal. Erlendir leikmenn eru þó velkomnir eins og aðrir í Vesturbæinn: „Þetta er ekkert Miðflokkurinn,“ grínast Veigar. „Við Vesturbæingar erum bara nógu góðir til að geta verið í þessari deild og erum byrjaðir að sýna það,“ bætir hann við. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það ætti að vera lágmark á því hve margir heimamenn mættu vera inni á vellinum í einu. Svo veltur það bara á vilja félaganna í landinu nákvæmlega hve margir,“ segir Falur og hefur greinilega sterka skoðun á málinu. „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Í dag er engin regla og hægt að vera með fimm erlenda leikmenn inni á vellinum í einu. Mér finnst það ekki eiga að vera svoleiðis. Það er bara mín skoðun. Við þurfum að finna vettvang fyrir unga leikmenn, bæði karlmenn og konur, til að spila, og þetta verður að vera gaman. Það nennir enginn að sitja á rassinum í 3-4 ár, og spila ekki neitt,“ segir Falur. KV-ingar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að hafa gaman af því sem þeir eru að gera og eru líflegri á samfélagsmiðlum en mörg úrvalsdeildarfélög. Á dögunum kynntu þeir samfélagsmiðlastjörnu til leiks, Gumma Emil, sem var með KV í sigrinum gegn Skallagrími í gær. View this post on Instagram A post shared by Körfuboltadeild Knattspyrnufélags Vesturbæjar (@kv_karfa) „Þetta er ógeðslega gaman og bara geggjuð stemning með okkur,“ segir Veigar. Þjálfarinn Falur gætir þess hins vegar að gamanið sé á réttum forsendum: „Eins og ég hef oft sagt þegar ég er að þjálfa, þá ætlum við að hafa gaman af að spila góðan körfubolta. Við ætlum ekki að hafa „ha ha“-gaman, heldur af því að spila saman góðan körfubolta og gera vel. Það þarf alltaf einhvern til að stýra mannskepnunni og ég var fenginn í það. Ég er ekki að segja að ég sé einhver snillingur en þetta væri öðruvísi ef þeir væru bara sjálfir.“
Körfubolti KV Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti