Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 14:31 Alls konar stéttir fara í verkfall með aðferðum sem eiga að vera óþægilegar, t.d. lítill hluti hótelstarfsfólks, sem gerir það að verkum að hótelið lamast. Þetta er alltaf strategía því verkföll eru eins konar stríðsástand. Nú eru kennarar búnir að fá nóg af vanvirðingu og því að laun þeirra hafi ekki verið leiðrétt í samræmi við 8 ára samkomulag. Þeir ákveða að beita verkfallsvopninu þannig að þeir geti haldið lengi út, vegna þess að þeir vita, að fenginni áratuga reynslu, að það er við ísjaka að etja; djúpstætt virðingarleysi og óorðaðar hugmyndir um að þeir sem sinni börnum (sögulega séð, mamman, amman, kennarar = konur) eigi að gera það vegna þess að það sé skylda þeirra og vegna þess að þær bera einfaldlega þessa ábyrgð. Hvernig dirfast kennarar... og nú heitir það: ,,Hvernig dirfast þeir að mismuna börnum.'' Foreldrar þeirra barna sem geta ekki farið í skóla eða leikskóla biðja um andmælarétt; senda bréf og krefjast þess að fá fund með kennurum, á þeirri forsendu að verið sé að mismuna börnum. Þessar mótbárur hljóma mjög lærðar og gáfulegar á yfirborðinu, en eru í raun byggðar á þessum sama djúpstæða misskilningi og fordómum í garð kvenna sem sinna börnum; þær séu að gera skyldu sína. Misskilningurinn felst einnig í því að rugla saman kennurum og stjórnsýslustofnunum; Stjórnsýslustofnanir þurfa lögum samkvæmt að gæta jafnræðis og andmælaréttar, ekki fólk í verkfalli. Þetta er ógeðslega erfitt ástand fyrir þær fjölskyldur sem fyrir því verða, en bíllinn kemst einfaldlega ekki lengra. Á þá að sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Höfundur er kennaramenntaður og í ML-námi í lögfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Alls konar stéttir fara í verkfall með aðferðum sem eiga að vera óþægilegar, t.d. lítill hluti hótelstarfsfólks, sem gerir það að verkum að hótelið lamast. Þetta er alltaf strategía því verkföll eru eins konar stríðsástand. Nú eru kennarar búnir að fá nóg af vanvirðingu og því að laun þeirra hafi ekki verið leiðrétt í samræmi við 8 ára samkomulag. Þeir ákveða að beita verkfallsvopninu þannig að þeir geti haldið lengi út, vegna þess að þeir vita, að fenginni áratuga reynslu, að það er við ísjaka að etja; djúpstætt virðingarleysi og óorðaðar hugmyndir um að þeir sem sinni börnum (sögulega séð, mamman, amman, kennarar = konur) eigi að gera það vegna þess að það sé skylda þeirra og vegna þess að þær bera einfaldlega þessa ábyrgð. Hvernig dirfast kennarar... og nú heitir það: ,,Hvernig dirfast þeir að mismuna börnum.'' Foreldrar þeirra barna sem geta ekki farið í skóla eða leikskóla biðja um andmælarétt; senda bréf og krefjast þess að fá fund með kennurum, á þeirri forsendu að verið sé að mismuna börnum. Þessar mótbárur hljóma mjög lærðar og gáfulegar á yfirborðinu, en eru í raun byggðar á þessum sama djúpstæða misskilningi og fordómum í garð kvenna sem sinna börnum; þær séu að gera skyldu sína. Misskilningurinn felst einnig í því að rugla saman kennurum og stjórnsýslustofnunum; Stjórnsýslustofnanir þurfa lögum samkvæmt að gæta jafnræðis og andmælaréttar, ekki fólk í verkfalli. Þetta er ógeðslega erfitt ástand fyrir þær fjölskyldur sem fyrir því verða, en bíllinn kemst einfaldlega ekki lengra. Á þá að sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Höfundur er kennaramenntaður og í ML-námi í lögfræði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar