Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar 23. nóvember 2024 08:32 Tónhöfundar eru möguleg fórnarlömb þeirra stjórnmálaflokka sem sjá atvinnulífinu í landinu allt til foráttu þegar því gengur vel og skilar afgangi á rekstri sínum. Það er allt í einu orðið glæpur að leggja á sig mikla vinnu, vera skapandi og leggja allt undir, sparifé sitt og dýrmætan tíma til að skapa hugverk eða vöru sem býr svo til verðmæti í íslensku samfélagi, bæði eiginlega og andlega. Arður af sjálfstæðum rekstri er ekkert annað en ávöxtun af þeim verðmætum sem fólk ákveður að verja til sköpunar á vöru á þjónustu, sem skapar svo aftur aukin gæði fyrir hinn almenna borgara. Hækkun á fjármagnstekjuskatti er ekkert annað en bein tekjuskattshækkun á duglegt fólk og getur því dregið úr hvata til að skapa eitthvað gott fyrir okkur hin, þar sem fyrirséð er að ríkið fái 25% af ávinningnum eftir að búið er að greiða tekjuskatt af reiknuðu endurgjaldi og önnur gjöld, sem og kostnað sem fylgir rekstrinum. Talsmenn skattahækkana láta að því liggja að skapandi og duglegt fólk, sem er sjálfstætt starfandi eða með lítil fyrirtæki, hafi rangt við og tala skattaglaðir frambjóðendur um að loka þurfi „EHF-gatinu“, sem þeir kalla svo. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi fólks og lítilla og meðalstórra fyrirtækja það besta í heimi. Við viljum hafa rekstrarumhverfi þeirra hvetjandi, þannig að þau fái fullt frelsi til sköpunar verðmæta fyrir okkur hin og fái sjálf að njóta árangur erfiðisins, sem oftar en ekki er nýtt til frekari nýsköpunar og þróunar í þeirra rekstri. Þetta sýndum við í verki þegar við breyttum skattalögum á þann veg að tónhöfundar og aðrir rétthafar hættu að greiða tekjuskatt af tekjum hugverka sinna og fóru þess í stað að greiða fjármagnstekjuskatt, enda eru höfundaréttartekjur í eðli sínu leigutekjur. Þannig lækkaði skatthlutfallið úr 36% í 22%. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja stuðla að blómlegu atvinnulífi og halda áfram að skapa nýsköpunarlandið Ísland erum við m.a. að hugsa til fólks í hugverkabransanum. Það ætlum við að gera með því að: Einfalda regluverk og ryðja hindrunum úr vegi einstaklinga og fyrirtækja. Tryggja áfram samkeppnishæfni nýsköpunarfyrirtækja með hagfelldu skattaumhverfi. Styrkja stoðir menningar og skapandi greina og byggja enn frekar undir nýtingu íslensks hugvits. Ég hlakka til áframhaldandi samtals og samstarfs við skapandi og skemmtilegt fólk, sem er uppfullt af hugmyndum og krafti til að gera samfélagið okkar betra, um leið og þau skapa sér og fjölskyldu sinni lífsviðurværi. Ég kýs skapandi skattalækkanir í stað skapandi skattlagningar. Gerum Ísland best í heimi fyrir okkur öll. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Tónhöfundar eru möguleg fórnarlömb þeirra stjórnmálaflokka sem sjá atvinnulífinu í landinu allt til foráttu þegar því gengur vel og skilar afgangi á rekstri sínum. Það er allt í einu orðið glæpur að leggja á sig mikla vinnu, vera skapandi og leggja allt undir, sparifé sitt og dýrmætan tíma til að skapa hugverk eða vöru sem býr svo til verðmæti í íslensku samfélagi, bæði eiginlega og andlega. Arður af sjálfstæðum rekstri er ekkert annað en ávöxtun af þeim verðmætum sem fólk ákveður að verja til sköpunar á vöru á þjónustu, sem skapar svo aftur aukin gæði fyrir hinn almenna borgara. Hækkun á fjármagnstekjuskatti er ekkert annað en bein tekjuskattshækkun á duglegt fólk og getur því dregið úr hvata til að skapa eitthvað gott fyrir okkur hin, þar sem fyrirséð er að ríkið fái 25% af ávinningnum eftir að búið er að greiða tekjuskatt af reiknuðu endurgjaldi og önnur gjöld, sem og kostnað sem fylgir rekstrinum. Talsmenn skattahækkana láta að því liggja að skapandi og duglegt fólk, sem er sjálfstætt starfandi eða með lítil fyrirtæki, hafi rangt við og tala skattaglaðir frambjóðendur um að loka þurfi „EHF-gatinu“, sem þeir kalla svo. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi fólks og lítilla og meðalstórra fyrirtækja það besta í heimi. Við viljum hafa rekstrarumhverfi þeirra hvetjandi, þannig að þau fái fullt frelsi til sköpunar verðmæta fyrir okkur hin og fái sjálf að njóta árangur erfiðisins, sem oftar en ekki er nýtt til frekari nýsköpunar og þróunar í þeirra rekstri. Þetta sýndum við í verki þegar við breyttum skattalögum á þann veg að tónhöfundar og aðrir rétthafar hættu að greiða tekjuskatt af tekjum hugverka sinna og fóru þess í stað að greiða fjármagnstekjuskatt, enda eru höfundaréttartekjur í eðli sínu leigutekjur. Þannig lækkaði skatthlutfallið úr 36% í 22%. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja stuðla að blómlegu atvinnulífi og halda áfram að skapa nýsköpunarlandið Ísland erum við m.a. að hugsa til fólks í hugverkabransanum. Það ætlum við að gera með því að: Einfalda regluverk og ryðja hindrunum úr vegi einstaklinga og fyrirtækja. Tryggja áfram samkeppnishæfni nýsköpunarfyrirtækja með hagfelldu skattaumhverfi. Styrkja stoðir menningar og skapandi greina og byggja enn frekar undir nýtingu íslensks hugvits. Ég hlakka til áframhaldandi samtals og samstarfs við skapandi og skemmtilegt fólk, sem er uppfullt af hugmyndum og krafti til að gera samfélagið okkar betra, um leið og þau skapa sér og fjölskyldu sinni lífsviðurværi. Ég kýs skapandi skattalækkanir í stað skapandi skattlagningar. Gerum Ísland best í heimi fyrir okkur öll. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun