Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2024 16:31 Ellert Jón Björnsson. Merkjaklöpp ehf. hefur ráðið Ellert Jón Björnsson í stöðu fjármálastjóra fyrirtækisins og hefur hann þegar hafið störf. Ellert er borinn og barnfæddur Skagamaður og lauk meistaragráðu í fjármálum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku árið 2012. Ellert hefur látið sig samfélagsmál varða ásamt því að taka þátt í félagsstörfum og hann situr bæði í stjórn Fjölbrautarskóla Vesturlands og knattspyrnudeildar ÍA sem hann lék reyndar með á yngri árum og varð m.a. Íslandsmeistari árið 2001. „Extra peppaður“ „Ég er mjög ánægður með að vera genginn til liðs við Merkjaklöpp og hlakka til að nýta mína þekkingu í þeim verkefnum sem fyrirtækið er nú þegar með í gangi og hefur á prjónunum. Það má segja að ég sé extra peppaður þar sem félagið er að vinna að mjög framsækinni uppbyggingu í mínum gamla heimabæ og það eru virkilega spennandi tímar fram undan,“ er haft eftir Ellerti í tilkynningu. Merkjaklöpp er framsækið fyrirtæki staðsett á Akranesi sem hefur það að sérstöku markmiði að láta til sín taka í skipulagsmálum og mannvirkjagerð á Íslandi. Merkjaklöpp á og rekur ýmis dótturfyrirtæki sín í þágu settra markmiða sinna, má þar nefna fyrirtækin Folium fasteignafélag og Keili ehf. en saman sérhæfa fyrirtækin sig í framkvæmdaráðgjöf og stýriverktöku við mannvirkjagerð á Íslandi. Fyrirtækin þjónusta þá einnig önnur fyrirtæki og sveitarfélög við þróun fasteignaverkefna, fjármögnun, markaðssetningu, skipulagsmál o.fl. Þekking innan vallar sem utan muni nýtast „Það er okkur mikill fengur að fá Ellert til liðs við okkur en hann kemur hér inn til okkar á mikilvægum tíma og mun hann gegna lykilhlutverki í áframhaldandi vexti Merkjaklappar-samstæðunnar. Ellert kemur til með að stýra fjármálasviði Merkjaklappar, en þar með stýrir hann þá einnig fjármálasviði dótturfélaga okkar, Folium fasteignafélags og Keilis-félaganna. Ellert er mörgum kunnur þar sem hann hefur látið vel til sín taka í bransanum og fjármálastýringu fyrirtækja en við horfum auðvitað sérstaklega líka til þess að Ellert er alvöru Skagamaður með farsælan feril úr fótboltanum undir belti á Skipaskaga. Hans verðmæta þekking og reynsla, jafnt innan vallar sem utan, kemur til með að nýtast okkur vel við að ná okkar settu markmiðum og við hlökkum mikið til að vinna með Ellerti,“ er haft eftir Guðmundi Sveini Einarssyni, stjórnarformanni Merkjaklappar. Vistaskipti Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Ellert er borinn og barnfæddur Skagamaður og lauk meistaragráðu í fjármálum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku árið 2012. Ellert hefur látið sig samfélagsmál varða ásamt því að taka þátt í félagsstörfum og hann situr bæði í stjórn Fjölbrautarskóla Vesturlands og knattspyrnudeildar ÍA sem hann lék reyndar með á yngri árum og varð m.a. Íslandsmeistari árið 2001. „Extra peppaður“ „Ég er mjög ánægður með að vera genginn til liðs við Merkjaklöpp og hlakka til að nýta mína þekkingu í þeim verkefnum sem fyrirtækið er nú þegar með í gangi og hefur á prjónunum. Það má segja að ég sé extra peppaður þar sem félagið er að vinna að mjög framsækinni uppbyggingu í mínum gamla heimabæ og það eru virkilega spennandi tímar fram undan,“ er haft eftir Ellerti í tilkynningu. Merkjaklöpp er framsækið fyrirtæki staðsett á Akranesi sem hefur það að sérstöku markmiði að láta til sín taka í skipulagsmálum og mannvirkjagerð á Íslandi. Merkjaklöpp á og rekur ýmis dótturfyrirtæki sín í þágu settra markmiða sinna, má þar nefna fyrirtækin Folium fasteignafélag og Keili ehf. en saman sérhæfa fyrirtækin sig í framkvæmdaráðgjöf og stýriverktöku við mannvirkjagerð á Íslandi. Fyrirtækin þjónusta þá einnig önnur fyrirtæki og sveitarfélög við þróun fasteignaverkefna, fjármögnun, markaðssetningu, skipulagsmál o.fl. Þekking innan vallar sem utan muni nýtast „Það er okkur mikill fengur að fá Ellert til liðs við okkur en hann kemur hér inn til okkar á mikilvægum tíma og mun hann gegna lykilhlutverki í áframhaldandi vexti Merkjaklappar-samstæðunnar. Ellert kemur til með að stýra fjármálasviði Merkjaklappar, en þar með stýrir hann þá einnig fjármálasviði dótturfélaga okkar, Folium fasteignafélags og Keilis-félaganna. Ellert er mörgum kunnur þar sem hann hefur látið vel til sín taka í bransanum og fjármálastýringu fyrirtækja en við horfum auðvitað sérstaklega líka til þess að Ellert er alvöru Skagamaður með farsælan feril úr fótboltanum undir belti á Skipaskaga. Hans verðmæta þekking og reynsla, jafnt innan vallar sem utan, kemur til með að nýtast okkur vel við að ná okkar settu markmiðum og við hlökkum mikið til að vinna með Ellerti,“ er haft eftir Guðmundi Sveini Einarssyni, stjórnarformanni Merkjaklappar.
Vistaskipti Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira