Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:02 Kvennamorð eru hrottalegasta og grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn konum og stúlkum og bein afleiðing kynjamismununar, kynbundins ofbeldis og úreltra hugmynda um kynhlutverk. Í fyrra voru að minnsta kosti 51.100 konur myrtar af maka eða nákomnum ættingja, ein kona á tíu mínútna fresti. Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland. Árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Árið 2022 var kona drepin á 11 mínútna fresti. Árið 2021 var kona drepin á 12 mínútna fresti. Hvað eru kvennamorð, kunna sum að spyrja sig? Kvennamorð eru morð framin í nánum samböndum, nauðgunarmorð, heiðursmorð, morð framin vegna heimanmundar, morð á konum sem sakaðar eru um galdra, morð og pyntingar á konum á átakasvæðum (samanber Mjanmar og Sýrland), morð á þolendum mansals og konum í vændi. Í Evrópu er gerandinn í 64% tilfella einstaklingur sem tengist konunni fjölskylduböndum, til dæmis maki eða náinn ættingi. Oftast er líkamlegt, andlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi undanfari kvennamorða. Ungar stúlkur eru í sérstökum áhættuhópi þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum. Ein af hverjum fjórum unglingsstúlkum á heimsvísu hefur verið beitt líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi fyrir 19 ára aldur. Ný skýrsla á vegum UN Women og UNODC, Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, um kvennamorð sem framin voru árið 2023 sýnir að af þeim 85.000 konum sem myrtar voru af ásettu ráði, voru 60% myrtar af maka eða öðrum nánum ættingja (föður, móður, frændum eða bræðrum), alls 51.100 konur. Gögn frá þremur ríkjum – Frakklandi, Suður-Afríku og Kólumbíu – sýna að marktækur hluti kvenna sem myrtar voru af maka (22-37%) höfðu áður tilkynnt heimilisofbeldi til yfirvalda. Þetta bendir til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða fjölda kvenna ef úrræðum á borð við nálgunarbann hefði verið beitt strax í upphafi. Aðstæður þar sem ofbeldi í nánum samböndum getur endað með kvennamorði hafa verið rannsakaðar af afbrotafræðingum. Þær rannsóknir sýna að saga um heimilisofbeldi, hótanir um ofbeldi og yfirvofandi sambandsslit eru talin til áhættuþátta. Þó viðvörunarbjöllurnar klingi lágt í fyrstu, fer hljómur þeirra stigmagnandi þar til afleiðingar ofbeldisins verða með öllu óafturkræfar. Það er á okkar ábyrgð sem samfélags að leggja við hlustir þegar viðvörunarbjöllurnar fara af stað og bregðast strax við. Ein kona er drepin af hendi maka eða náins ættingja á 10 mínútna fresti. Þetta er ekki aðeins sorgleg tölfræðileg staðreynd, þetta eru líf sem hægt hefði verið að bjarga ef kynbundið ofbeldi fengi ekki að viðgangast um allan heim eins og það hefur gert hingað til. 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Alþjóðleg yfirskrift 16 daga átaksins í ár er Every 10 Minutes, a woman is killed.#NoExcuse. UNiTE to End Violence against Women. Nú er tími til að sameinast í eitt skipti fyrir öll um það að kynbundið ofbeldi fái ekki að þrífast lengur! Ég hvet öll til að mæta í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í dag klukkan 17:00 og sýna þannig samstöðu í verki. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Kvennamorð eru hrottalegasta og grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn konum og stúlkum og bein afleiðing kynjamismununar, kynbundins ofbeldis og úreltra hugmynda um kynhlutverk. Í fyrra voru að minnsta kosti 51.100 konur myrtar af maka eða nákomnum ættingja, ein kona á tíu mínútna fresti. Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland. Árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Árið 2022 var kona drepin á 11 mínútna fresti. Árið 2021 var kona drepin á 12 mínútna fresti. Hvað eru kvennamorð, kunna sum að spyrja sig? Kvennamorð eru morð framin í nánum samböndum, nauðgunarmorð, heiðursmorð, morð framin vegna heimanmundar, morð á konum sem sakaðar eru um galdra, morð og pyntingar á konum á átakasvæðum (samanber Mjanmar og Sýrland), morð á þolendum mansals og konum í vændi. Í Evrópu er gerandinn í 64% tilfella einstaklingur sem tengist konunni fjölskylduböndum, til dæmis maki eða náinn ættingi. Oftast er líkamlegt, andlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi undanfari kvennamorða. Ungar stúlkur eru í sérstökum áhættuhópi þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum. Ein af hverjum fjórum unglingsstúlkum á heimsvísu hefur verið beitt líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi fyrir 19 ára aldur. Ný skýrsla á vegum UN Women og UNODC, Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, um kvennamorð sem framin voru árið 2023 sýnir að af þeim 85.000 konum sem myrtar voru af ásettu ráði, voru 60% myrtar af maka eða öðrum nánum ættingja (föður, móður, frændum eða bræðrum), alls 51.100 konur. Gögn frá þremur ríkjum – Frakklandi, Suður-Afríku og Kólumbíu – sýna að marktækur hluti kvenna sem myrtar voru af maka (22-37%) höfðu áður tilkynnt heimilisofbeldi til yfirvalda. Þetta bendir til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða fjölda kvenna ef úrræðum á borð við nálgunarbann hefði verið beitt strax í upphafi. Aðstæður þar sem ofbeldi í nánum samböndum getur endað með kvennamorði hafa verið rannsakaðar af afbrotafræðingum. Þær rannsóknir sýna að saga um heimilisofbeldi, hótanir um ofbeldi og yfirvofandi sambandsslit eru talin til áhættuþátta. Þó viðvörunarbjöllurnar klingi lágt í fyrstu, fer hljómur þeirra stigmagnandi þar til afleiðingar ofbeldisins verða með öllu óafturkræfar. Það er á okkar ábyrgð sem samfélags að leggja við hlustir þegar viðvörunarbjöllurnar fara af stað og bregðast strax við. Ein kona er drepin af hendi maka eða náins ættingja á 10 mínútna fresti. Þetta er ekki aðeins sorgleg tölfræðileg staðreynd, þetta eru líf sem hægt hefði verið að bjarga ef kynbundið ofbeldi fengi ekki að viðgangast um allan heim eins og það hefur gert hingað til. 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Alþjóðleg yfirskrift 16 daga átaksins í ár er Every 10 Minutes, a woman is killed.#NoExcuse. UNiTE to End Violence against Women. Nú er tími til að sameinast í eitt skipti fyrir öll um það að kynbundið ofbeldi fái ekki að þrífast lengur! Ég hvet öll til að mæta í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í dag klukkan 17:00 og sýna þannig samstöðu í verki. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun