Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar 23. nóvember 2024 08:47 Til að geta hjálpað öðrum þarf maður sjálfur að vera aflögufær. Að halda öðru fram er veruleikafirring. Því hefur verið haldið fram að hælisleitendakerfið kosti okkur ekki krónu, því hælisleitendurnir muni vinna hér í áratugi og borga mikið í skatta á þeim tíma. Það er augljóslega ekki rétt því langflestum hælisleitendum er brottvísað eftir einhverja mánuði eða ár og fá endurkomubann fari þeir ekki innan gefins frests. Þeir fá meira að segja sumir borgað nokkurhundruðþúsund krónur fyrir að fara náðarsamlegast heim til sín. En af hverju er svona mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd brottvísað? Það er vegna þess að þeir eru einfaldlega ekki flóttamenn eða í þörf fyrir alþjóðlega vernd (hæli). Hér er ekki átt við Úkraínumenn, en þeir hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum til eins árs í senn á grundvelli fjöldaflótta. Þeir tugir milljarða af almannafé sem fara árlega í hælisleitendakerfið er því sóað til einskis. Fyrirfram er enda ljóst að langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd hér eru tilhæfulausar, einfaldlega vegna landfræðilegrar legu Íslands. Hælisleitendur eru í fríu uppihaldi og fá heilbrigðisþjónustu á kostnað íslenskra ríkisborgara sem eru ekki aflögufærir um þessar mundir. Miskunnsami Samverjinn var aflögufær, annars hefði hann ekki getað hjálpað náunga sínum og greitt fyrir hann gistingu. Miskunnsami nýmarxistinn er hins vegar bara miskunnsamur á kostnað annarra. Allt tal um að hælisleitendur kosti samfélagið ekki krónu á ekki við rök að styðjast. En hlutlæg rök hafa reyndar aldrei stöðvað tilfinningarökvillta nýmarxista í því að eyða peningum annarra. Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Til að geta hjálpað öðrum þarf maður sjálfur að vera aflögufær. Að halda öðru fram er veruleikafirring. Því hefur verið haldið fram að hælisleitendakerfið kosti okkur ekki krónu, því hælisleitendurnir muni vinna hér í áratugi og borga mikið í skatta á þeim tíma. Það er augljóslega ekki rétt því langflestum hælisleitendum er brottvísað eftir einhverja mánuði eða ár og fá endurkomubann fari þeir ekki innan gefins frests. Þeir fá meira að segja sumir borgað nokkurhundruðþúsund krónur fyrir að fara náðarsamlegast heim til sín. En af hverju er svona mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd brottvísað? Það er vegna þess að þeir eru einfaldlega ekki flóttamenn eða í þörf fyrir alþjóðlega vernd (hæli). Hér er ekki átt við Úkraínumenn, en þeir hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum til eins árs í senn á grundvelli fjöldaflótta. Þeir tugir milljarða af almannafé sem fara árlega í hælisleitendakerfið er því sóað til einskis. Fyrirfram er enda ljóst að langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd hér eru tilhæfulausar, einfaldlega vegna landfræðilegrar legu Íslands. Hælisleitendur eru í fríu uppihaldi og fá heilbrigðisþjónustu á kostnað íslenskra ríkisborgara sem eru ekki aflögufærir um þessar mundir. Miskunnsami Samverjinn var aflögufær, annars hefði hann ekki getað hjálpað náunga sínum og greitt fyrir hann gistingu. Miskunnsami nýmarxistinn er hins vegar bara miskunnsamur á kostnað annarra. Allt tal um að hælisleitendur kosti samfélagið ekki krónu á ekki við rök að styðjast. En hlutlæg rök hafa reyndar aldrei stöðvað tilfinningarökvillta nýmarxista í því að eyða peningum annarra. Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar