Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. nóvember 2024 16:44 Vilhelm/ANTON Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins í færslu á Facebook og segir það ekkert nema eðlilegt að þingmenn taki „snúning“ og greiði atkvæði eftir eigin sannfæringu gagnvart málum frá ríkisstjórninni. Hún segir staðhæfingar formannsins miklar ýkjur. „Ráðherrar geta ekki verið hvumpnir yfir því, það er einfaldlega kveðið svo á um í þrígreiningu ríkisvalds að löggjafarvaldið liggur hjá þingmönnum en ekki ráðherrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í færslu sinni og svarar þar með orðum sem Sigurður lét falla í viðtali við mbl.is í gær. Í viðtalinu sagði hann að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi „trekk í trekk“ farið gegn stjórnarfrumvörpum í þinglegri meðferð. Sagði Sjálfstæðisflokkinn varla stjórntækan „Það hefur blasað við mér að það er á mörkunum að Sjálfstæðisflokkurinn, eins öflugur og hann hefur alltaf verið, er varla stjórntækur búinn að vera síðustu mánuðina. Enda sprengdi hann ríkisstjórnina,“ er haft eftir Sigurði. Hildur fann sig knúna til að svara þessum orðum Sigurðar og skaut að honum föstum skotum. Hún ítrekaði að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í ríkisstjórn bara til þess að vera í ríkisstjórn. Þá áréttaði hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu aldrei atkvæði gegn stjórnarmálum síðasta þingvetur. „Við vorum kosin til þess að ná árangri í tilteknum málum og ef róið er í aðra átt þá láta þingmenn okkar í sér heyra eðli málsins samkvæmt. Það er engin dyggð í því falin gagnvart kjósendum að sitja bara á hliðarlínunni og stimpla mál sem fara þvert gegn okkar sannfæringu til þess eins að halda í stólana,“ skrifaði Hildur. Sakar Sigurð um ýkjur Hildur viðurkennir að tvisvar hafi tiltekinn þingmaður setið hjá við afgreiðslu stjórnarmáls en ítrekar að það hafi í hvorugt skipti haft nokkur áhrif á afdrif þeirra mála. „Þannig að ef Sigurður Ingi kallar það að fara gegn stjórnarmálum trekk í trekk leyfi ég mér góðfúslega að segja að það sýnist mér vera nýjustu ýkjur úr Suðurkjördæmi.“ Hún tekur fram að hún erfi þetta ekki og viðurkennir að þingmenn flokksins geti verið harðir í horn að taka. „En það á við um alla þá sem brenna fyrir sýn sinni á samfélagið og er ekkert nema eðlilegt. Við náðum enda farsælum lendingum í langflestum tilfellum og sérlega gott að semja við hinn yndislega þingflokksformann Framsóknar. Èg óska þeim bara alls hins besta í baráttunni þó kappið sé kannski aðeins að stríða minninu hjá formanninum hvað þetta varðar.“ Færslu Hildar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Facebook-færsla Hildar.Skjáskot Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Ráðherrar geta ekki verið hvumpnir yfir því, það er einfaldlega kveðið svo á um í þrígreiningu ríkisvalds að löggjafarvaldið liggur hjá þingmönnum en ekki ráðherrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í færslu sinni og svarar þar með orðum sem Sigurður lét falla í viðtali við mbl.is í gær. Í viðtalinu sagði hann að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi „trekk í trekk“ farið gegn stjórnarfrumvörpum í þinglegri meðferð. Sagði Sjálfstæðisflokkinn varla stjórntækan „Það hefur blasað við mér að það er á mörkunum að Sjálfstæðisflokkurinn, eins öflugur og hann hefur alltaf verið, er varla stjórntækur búinn að vera síðustu mánuðina. Enda sprengdi hann ríkisstjórnina,“ er haft eftir Sigurði. Hildur fann sig knúna til að svara þessum orðum Sigurðar og skaut að honum föstum skotum. Hún ítrekaði að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í ríkisstjórn bara til þess að vera í ríkisstjórn. Þá áréttaði hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu aldrei atkvæði gegn stjórnarmálum síðasta þingvetur. „Við vorum kosin til þess að ná árangri í tilteknum málum og ef róið er í aðra átt þá láta þingmenn okkar í sér heyra eðli málsins samkvæmt. Það er engin dyggð í því falin gagnvart kjósendum að sitja bara á hliðarlínunni og stimpla mál sem fara þvert gegn okkar sannfæringu til þess eins að halda í stólana,“ skrifaði Hildur. Sakar Sigurð um ýkjur Hildur viðurkennir að tvisvar hafi tiltekinn þingmaður setið hjá við afgreiðslu stjórnarmáls en ítrekar að það hafi í hvorugt skipti haft nokkur áhrif á afdrif þeirra mála. „Þannig að ef Sigurður Ingi kallar það að fara gegn stjórnarmálum trekk í trekk leyfi ég mér góðfúslega að segja að það sýnist mér vera nýjustu ýkjur úr Suðurkjördæmi.“ Hún tekur fram að hún erfi þetta ekki og viðurkennir að þingmenn flokksins geti verið harðir í horn að taka. „En það á við um alla þá sem brenna fyrir sýn sinni á samfélagið og er ekkert nema eðlilegt. Við náðum enda farsælum lendingum í langflestum tilfellum og sérlega gott að semja við hinn yndislega þingflokksformann Framsóknar. Èg óska þeim bara alls hins besta í baráttunni þó kappið sé kannski aðeins að stríða minninu hjá formanninum hvað þetta varðar.“ Færslu Hildar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Facebook-færsla Hildar.Skjáskot
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira