„Það er ekkert útilokað að þetta gangi. Þetta er allt að mjakast og við munum vonandi sjá á morgun hvort að báðir aðilar eru nokkurn veginn sáttir með útkomuna,“ segir Steinunn.
Flóknir útreikningar
Hún segir að aðallega sé verið að semja um betri vinnutíma fyrir lækna og allt sem því fylgi. Þetta séu flóknir útreikningar og töluverð breyting.
„Þetta er stór breyting og það er mjög margt sem þarf að horfa til áður en maður getur tekið afstöðu til þess hvort þetta sé hagstætt fyrir báða aðila.“
„Það verða einhver tíðpindi á morgun, vonandi góð,“ segir Steinunn.
Verkfall náist ekki samningar
Náist ekki samningar á fundinum á morgun hefst læknaverkfall á miðnætti og mun það standa yfir til hádegis. Verkfallið yrði með þessum hætti fjóra virka daga vikunnar og næði til allra lækna hjá ríkinu, fyrir utan skurðlækna sem semja sjálfir að sögn Steinunnar.
Komi til verkfalls yrði svokölluð rauð mönnun á þessum tímum frá miðnætti til hádegis, þar sem öllum brýnum erindum yrði sinnt en öll skipulögð þjónusta gæti riðlast.