Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 12:45 Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir efst á verðlaunapallinum í Finnlandi í gær. SKÍ Ólympíufarinn Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á svigmóti í Finnlandi í gær. Hólmfríður Dóra var með rásnúmer 16 en náði öðrum besta tímanum eftir fyrri ferð og endaði sem sigurvegari eftir báðar ferðirnar. Frábær byrjun á keppnistímabilinu hjá Hófí Dóru, eins og hún er oft kölluð, og bætti hún FIS punktana sína verulega. Hún endaði 68/100 úr sekúndu á undan hinni frönsku Cassandre Peizerat og samtals 4,15 sekúndum á undan Tabitha Milkins frá Bretlandi sem hlaut brons. „Ég er mjög ánægð að byrja tímabilið á sigri hér í Finnlandi,“ segir Hófí Dóra á vef Skíðasambands Íslands, ánægð með byrjunina á vetrinum eftir að hafa nýtt sumarið í að ljúka BS-gráðu í líftækni. View this post on Instagram A post shared by HOFI DORA (@hofidora) „Það er alltaf frábær tilfinning að sjá mikla vinnu skila sér. Reynslan nýttist mér líka vel þar sem þurfti að halda góðri einbeitingu í gegnum brautirnar,“ segir Hófí Dóra um mótið í Finnlandi. Hún er 26 ára gömul en margir keppenda voru aðeins 16 og 17 ára. Aðstæður voru afar krefjandi og féll sú úr leik sem var fyrst eftir fyrri ferðina. „Aðstæður voru góðar en mikill ís og nokkuð sleipur klaki stóran hluta brautarinnar sem gerði þetta afar krefjandi. Það var skemmtilegt að fylgjast með yngstu stelpunum sem eru að keppa á sínu fyrsta ári í FIS, skíða með sjálfstraust niður ísilagðan brattann. Virkilega hvetjandi fannst mér og minnir mann á hversu mikill hæfileiki er innan íþróttarinnar og hversu spennandi framtíð alpagreina er. Annars er ég verulega spennt fyrir keppnistímabilinu og vona að fólk fylgist með okkur í íslenska landsliðinu í vetur,“ segir Hófí Dóra. Skíðaíþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Hólmfríður Dóra var með rásnúmer 16 en náði öðrum besta tímanum eftir fyrri ferð og endaði sem sigurvegari eftir báðar ferðirnar. Frábær byrjun á keppnistímabilinu hjá Hófí Dóru, eins og hún er oft kölluð, og bætti hún FIS punktana sína verulega. Hún endaði 68/100 úr sekúndu á undan hinni frönsku Cassandre Peizerat og samtals 4,15 sekúndum á undan Tabitha Milkins frá Bretlandi sem hlaut brons. „Ég er mjög ánægð að byrja tímabilið á sigri hér í Finnlandi,“ segir Hófí Dóra á vef Skíðasambands Íslands, ánægð með byrjunina á vetrinum eftir að hafa nýtt sumarið í að ljúka BS-gráðu í líftækni. View this post on Instagram A post shared by HOFI DORA (@hofidora) „Það er alltaf frábær tilfinning að sjá mikla vinnu skila sér. Reynslan nýttist mér líka vel þar sem þurfti að halda góðri einbeitingu í gegnum brautirnar,“ segir Hófí Dóra um mótið í Finnlandi. Hún er 26 ára gömul en margir keppenda voru aðeins 16 og 17 ára. Aðstæður voru afar krefjandi og féll sú úr leik sem var fyrst eftir fyrri ferðina. „Aðstæður voru góðar en mikill ís og nokkuð sleipur klaki stóran hluta brautarinnar sem gerði þetta afar krefjandi. Það var skemmtilegt að fylgjast með yngstu stelpunum sem eru að keppa á sínu fyrsta ári í FIS, skíða með sjálfstraust niður ísilagðan brattann. Virkilega hvetjandi fannst mér og minnir mann á hversu mikill hæfileiki er innan íþróttarinnar og hversu spennandi framtíð alpagreina er. Annars er ég verulega spennt fyrir keppnistímabilinu og vona að fólk fylgist með okkur í íslenska landsliðinu í vetur,“ segir Hófí Dóra.
Skíðaíþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira