Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 15:30 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. vísir/vilhelm Samningaviðræður í kjaradeilu lækna eru komnar á lokastig. Nýr taktur blasir við í kjaradeilu kennara eftir að samningsaðilar fundu sameiginlega grundvöll í gær. Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. „Það er ekkert búið fyrr en allt er búið,“ ítrekar hann þó. Eins og greint hefur verið frá er mikið að gera í Karphúsinu um þessar mundir. Samninganefndir Kennarasambands Íslands og sveitarfélaga hafa fundað síðan klukkan tólf en samninganefndir lækna og ríkis hafa fundað í húsinu frá klukkan 9:30. Verið að teikna upp kjarasamning Ástráður segist reikna með því að samninganefndir lækna og ríkisins muni funda eitthvað fram á kvöld en allt kapp er lagt á að ná samningum áður en verkfall skellur á á miðnætti. Verið sé að teikna upp kjarasamning í þessum töluðu orðum. „Það er mjög góður gangur í því máli og allir vinna hörðum höndum að því að koma saman kjarasamningi sem að við vonum að geti komið í veg fyrir að það komi til verkfalla. Það er ekki útséð um það ennþá en við allavega erum enn þá að djöflast í þessu. Við erum bara mjög langt komin í því,“ segir Ástráður. Ertu vongóður um að það verði komist að niðurstöðu fyrir miðnætti? „Ég er alltaf vongóður, það er mitt millinafn.“ Samkomulag gærdagsins breyti miklu Hann segir stöðuna í kjaradeilu kennara vera komna á betri veg eftir að samningsaðilar fundu sameiginlegan grundvöll fyrir framhald viðræðna í gær. Nýr taktur sé viðræðunum. „Þar erum við bara að vinna við það að koma þeirri vinnu, sem við ákváðum í gær, af stað en það er miklu skemmra komið. Vinnulaginu var breytt í gær og við erum að vinna vinnu sem er nær því að vera til þess fallin að leiða af sér kjarasamning en áður.“ Kjaramál Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. „Það er ekkert búið fyrr en allt er búið,“ ítrekar hann þó. Eins og greint hefur verið frá er mikið að gera í Karphúsinu um þessar mundir. Samninganefndir Kennarasambands Íslands og sveitarfélaga hafa fundað síðan klukkan tólf en samninganefndir lækna og ríkis hafa fundað í húsinu frá klukkan 9:30. Verið að teikna upp kjarasamning Ástráður segist reikna með því að samninganefndir lækna og ríkisins muni funda eitthvað fram á kvöld en allt kapp er lagt á að ná samningum áður en verkfall skellur á á miðnætti. Verið sé að teikna upp kjarasamning í þessum töluðu orðum. „Það er mjög góður gangur í því máli og allir vinna hörðum höndum að því að koma saman kjarasamningi sem að við vonum að geti komið í veg fyrir að það komi til verkfalla. Það er ekki útséð um það ennþá en við allavega erum enn þá að djöflast í þessu. Við erum bara mjög langt komin í því,“ segir Ástráður. Ertu vongóður um að það verði komist að niðurstöðu fyrir miðnætti? „Ég er alltaf vongóður, það er mitt millinafn.“ Samkomulag gærdagsins breyti miklu Hann segir stöðuna í kjaradeilu kennara vera komna á betri veg eftir að samningsaðilar fundu sameiginlegan grundvöll fyrir framhald viðræðna í gær. Nýr taktur sé viðræðunum. „Þar erum við bara að vinna við það að koma þeirri vinnu, sem við ákváðum í gær, af stað en það er miklu skemmra komið. Vinnulaginu var breytt í gær og við erum að vinna vinnu sem er nær því að vera til þess fallin að leiða af sér kjarasamning en áður.“
Kjaramál Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira