Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. nóvember 2024 22:03 Hilmar Páll hefur birt auglýsingar um Samfylkinguna og Dag B. Eggertsson í flestum fjölmiðlum landsins undanfarna daga. Vísir Harðorðar auglýsingar, sem beinast með neikvæðum hætti að Degi B. Eggertssyni frambjóðanda Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóra, hafa verið áberandi í stærstu fjölmiðlum landsins síðustu daga. Maðurinn á bak við auglýsingarnar segist vilja vekja fólk til umhugsunar, enginn ósómi sé í þeim. Hann er sjálfur skráður í Samfylkinguna en ætlar ekki að kjósa flokkinn í komandi kosningum. Auglýsingarnar sem um ræðir eru á vegum Áhugafólks um traust í stjórnmálum, en Hilmar Páll Jóhannesson er einn í þeim félagsskap. Auglýsingarnar hafa birst á miðlum Ríkisútvarpsins, Sýnar og í Morgunblaðinu. Hilmar vill ekki gefa upp um það hvað auglýsingarnar hafa kostað, en segir að það sé mikið miðað við margt annað. Hann kveðst vilja vekja athygli á því að verið sé að brjóta á borgurum. Er Dagur B. á leið á þing? Í Morgunblaði dagsins í dag var heilsíðuauglýsing frá samtökunum sem rifjaði Braggamálið lauslega upp fyrir lesendum. Morgunblaðið í dag.Vísir Spurt er: Ætli ungt fólk hafi kynnt sér braggamálið? Viljum við fá Dag á þing - og kannski sem ráðherra? Kjóstu þá sem þú treystir. Braggamálið svokallaða varð eitt stærsta fréttamál ársins 2018, þegar uppbygging á gömlum bragga í Nauthólsvík fór tæpar 260 milljónir fram úr kostnaðaráætlun sem gerð hafði verið. Upp úr sauð þegar í ljós kom að flutt höfðu verið inn sérstök höfundarréttarvarin strá frá Danmörku á 757 þúsund krónur til þess að gróðursetja fyrir utan braggann. Málið var rifjað upp og krufið til mergjar í Eftirmálum fyrir ekki svo löngu síðan: Dytti ekki í hug að kjósa flokkinn í dag Hilmar Páll segist aðeins hafa verið skráður í Samfylkinguna á sínum pólitíska ferli. Hann hafi verið formaður ungra jafnaðarmanna á Vesturlandi í mörg ár. „En þetta er ekki jafnaðarmannaflokkur lengur. Þetta er rotið epli, það er engin stjórn þarna inni. Ég vil bara spyrja hvenær færðu nóg?“ Hilmar þylur upp ýmis mál frá Samfylkingunni á undanförnum árum sem honum hefur verið misboðið yfir, „til dæmis olíufélögin, innviðagjöldin og braggamálið.“ Hilmar Páll stóð í hörðum deilum við borgina í mörg ár vegna skipulags á lóð fyrirtækis hans í Gufunesi. Deilurnar snéru að hæðarpunktum á lóðinni, þegar ákveðið var að skipta lóðinni í tvennt. Sjá umfjöllun Morgunblaðsins. Vekja nokkra kátínu Eins og búast mátti við hafa auglýsingarnar vakið nokkra athygli og umræður skapast um þær á netinu. Jakob Birgisson grínisti er samur við sig og slær á slétta strengi á X. „Ég ætla að kjósa út frá Braggamálinu,“ segir hann. „-Hvað skiptir þig mestu máli í þessum kosningum? -- Braggamálið“ Ég ætla að kjósa út frá Braggamálinu— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) November 23, 2024 - Hvað skiptir þig mestu máli í þessum kosningum?- Braggamálið— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) November 23, 2024 Máni Pétursson spyr hvort fólki sé almennt illa við karlmenn með krullur. „Sjálfstæðismenn eru með þráhyggju gagnvart Degi B. Vinstri menn voru með með svipaða þráhyggju gagnvart öðrum krullhærðum manni fyrir einhverjum áratugum. Eru okkur almennt illa við karlmenn með krullur?“ Sjálfstæðismenn eru með þráhyggju gagnvart Degi B. Vinstri menn voru með með svipaða þráhyggju gagnvart öðrum krullhærðum manni fyrir einhverjum áratugum. Eru okkur almennt illa við karlmenn með krullur?— Máni Pétursson (@Manipeturs) November 23, 2024 Hilmar hefur gert sumar auglýsingarnar aðgengilegar á Facebook-síðu sinni, sem hægt er að finna hér að neðan. Auglýsinga- og markaðsmál Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Auglýsingarnar sem um ræðir eru á vegum Áhugafólks um traust í stjórnmálum, en Hilmar Páll Jóhannesson er einn í þeim félagsskap. Auglýsingarnar hafa birst á miðlum Ríkisútvarpsins, Sýnar og í Morgunblaðinu. Hilmar vill ekki gefa upp um það hvað auglýsingarnar hafa kostað, en segir að það sé mikið miðað við margt annað. Hann kveðst vilja vekja athygli á því að verið sé að brjóta á borgurum. Er Dagur B. á leið á þing? Í Morgunblaði dagsins í dag var heilsíðuauglýsing frá samtökunum sem rifjaði Braggamálið lauslega upp fyrir lesendum. Morgunblaðið í dag.Vísir Spurt er: Ætli ungt fólk hafi kynnt sér braggamálið? Viljum við fá Dag á þing - og kannski sem ráðherra? Kjóstu þá sem þú treystir. Braggamálið svokallaða varð eitt stærsta fréttamál ársins 2018, þegar uppbygging á gömlum bragga í Nauthólsvík fór tæpar 260 milljónir fram úr kostnaðaráætlun sem gerð hafði verið. Upp úr sauð þegar í ljós kom að flutt höfðu verið inn sérstök höfundarréttarvarin strá frá Danmörku á 757 þúsund krónur til þess að gróðursetja fyrir utan braggann. Málið var rifjað upp og krufið til mergjar í Eftirmálum fyrir ekki svo löngu síðan: Dytti ekki í hug að kjósa flokkinn í dag Hilmar Páll segist aðeins hafa verið skráður í Samfylkinguna á sínum pólitíska ferli. Hann hafi verið formaður ungra jafnaðarmanna á Vesturlandi í mörg ár. „En þetta er ekki jafnaðarmannaflokkur lengur. Þetta er rotið epli, það er engin stjórn þarna inni. Ég vil bara spyrja hvenær færðu nóg?“ Hilmar þylur upp ýmis mál frá Samfylkingunni á undanförnum árum sem honum hefur verið misboðið yfir, „til dæmis olíufélögin, innviðagjöldin og braggamálið.“ Hilmar Páll stóð í hörðum deilum við borgina í mörg ár vegna skipulags á lóð fyrirtækis hans í Gufunesi. Deilurnar snéru að hæðarpunktum á lóðinni, þegar ákveðið var að skipta lóðinni í tvennt. Sjá umfjöllun Morgunblaðsins. Vekja nokkra kátínu Eins og búast mátti við hafa auglýsingarnar vakið nokkra athygli og umræður skapast um þær á netinu. Jakob Birgisson grínisti er samur við sig og slær á slétta strengi á X. „Ég ætla að kjósa út frá Braggamálinu,“ segir hann. „-Hvað skiptir þig mestu máli í þessum kosningum? -- Braggamálið“ Ég ætla að kjósa út frá Braggamálinu— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) November 23, 2024 - Hvað skiptir þig mestu máli í þessum kosningum?- Braggamálið— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) November 23, 2024 Máni Pétursson spyr hvort fólki sé almennt illa við karlmenn með krullur. „Sjálfstæðismenn eru með þráhyggju gagnvart Degi B. Vinstri menn voru með með svipaða þráhyggju gagnvart öðrum krullhærðum manni fyrir einhverjum áratugum. Eru okkur almennt illa við karlmenn með krullur?“ Sjálfstæðismenn eru með þráhyggju gagnvart Degi B. Vinstri menn voru með með svipaða þráhyggju gagnvart öðrum krullhærðum manni fyrir einhverjum áratugum. Eru okkur almennt illa við karlmenn með krullur?— Máni Pétursson (@Manipeturs) November 23, 2024 Hilmar hefur gert sumar auglýsingarnar aðgengilegar á Facebook-síðu sinni, sem hægt er að finna hér að neðan.
Auglýsinga- og markaðsmál Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira