Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 08:32 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir á verðlaunapallinum á heimsleikunumn ásamt Tia-Clair Toomey sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn oftast allra. CrossFit games CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrá næsta tímabils og um leið hvaða leið besta CrossFit fólk heimsins þarf að fara til að komast alla leið inn á heimsleikana 2025. Það eru talsverðar breytingar gerðar á milli ára en allt byrjar þetta eins og vanalega með opna hlutanum sem fer fram frá 27. febrúar til 17. mars næstkomandi. Framhaldið er aftur á móti allt öðruvísi en það var á þessu ári. Keppnisdagatalið hefur tekið stanslausum breytingum síðustu ár og forráðamenn CrossFit samtakanna halda í þá undarlegu hefð. Nú er búið að henda út fjórðungsúrslitunum og að þessu sinni verða undanúrslitin haldin á CrossFit stöðvunum sjálfum þar sem fullgildir dómarar munu sjá um að meta það að farið sé eftir öllum settum reglum. Eitt prósent þeirra sem skrá sig á The Open komast áfram í undanúrslitin. Það verða síðan haldin sérstök undanúrslitamót þar sem keppendur geta tryggt sig inn á heimsleikana. Þessi mót fara fram frá apríl fram í júní. Það komast síðan bara þrjátíu karlar og þrjátíu konur á heimsleikana á næsta ári. Þetta er 25 prósent fækkun á keppendum frá því á þessu ári þegar fjörutíu karlar og fjörutíu konur kepptu um heimsmeistaratitilinn. Það verður því enn erfiðara að komast á heimsleikana á næsta ári. Liðunum verður einnig fækkað úr þrjátíu niður í tuttugu. Í fyrra var ein stærsta breytingin að aldursflokkunum og fötlunarflokkunum var hent út af leikunum en þau þurfa áfram að keppa um sína titla á sérmótum. Ísland átti bara einn fulltrúa í keppni karla og engan fulltrúa í keppni kvenna á heimsleikunum í ár. Það er mun færra en síðustu ár og það þóttu tímamót að engin dóttir var með á heimsleikunum 2024. Þessi breyting á keppnisfyrirkomulaginu er ekki að hjálpa mikið til við að breyta því á komandi ári en auðvitað vonumst við til að okkar besta CrossFit fólk eigi gott ár 2025 og að sem flest komist á heimsleikana næsta haust. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sjá meira
Það eru talsverðar breytingar gerðar á milli ára en allt byrjar þetta eins og vanalega með opna hlutanum sem fer fram frá 27. febrúar til 17. mars næstkomandi. Framhaldið er aftur á móti allt öðruvísi en það var á þessu ári. Keppnisdagatalið hefur tekið stanslausum breytingum síðustu ár og forráðamenn CrossFit samtakanna halda í þá undarlegu hefð. Nú er búið að henda út fjórðungsúrslitunum og að þessu sinni verða undanúrslitin haldin á CrossFit stöðvunum sjálfum þar sem fullgildir dómarar munu sjá um að meta það að farið sé eftir öllum settum reglum. Eitt prósent þeirra sem skrá sig á The Open komast áfram í undanúrslitin. Það verða síðan haldin sérstök undanúrslitamót þar sem keppendur geta tryggt sig inn á heimsleikana. Þessi mót fara fram frá apríl fram í júní. Það komast síðan bara þrjátíu karlar og þrjátíu konur á heimsleikana á næsta ári. Þetta er 25 prósent fækkun á keppendum frá því á þessu ári þegar fjörutíu karlar og fjörutíu konur kepptu um heimsmeistaratitilinn. Það verður því enn erfiðara að komast á heimsleikana á næsta ári. Liðunum verður einnig fækkað úr þrjátíu niður í tuttugu. Í fyrra var ein stærsta breytingin að aldursflokkunum og fötlunarflokkunum var hent út af leikunum en þau þurfa áfram að keppa um sína titla á sérmótum. Ísland átti bara einn fulltrúa í keppni karla og engan fulltrúa í keppni kvenna á heimsleikunum í ár. Það er mun færra en síðustu ár og það þóttu tímamót að engin dóttir var með á heimsleikunum 2024. Þessi breyting á keppnisfyrirkomulaginu er ekki að hjálpa mikið til við að breyta því á komandi ári en auðvitað vonumst við til að okkar besta CrossFit fólk eigi gott ár 2025 og að sem flest komist á heimsleikana næsta haust. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum