Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar 25. nóvember 2024 08:20 Á ferð minni um okkar víðfema og fallega kjördæmi hef ég lent í allskyns vandræðum í öllum veðrum nú í nóvember. Ég er sannarlega ekki einn um það enda vegir landsins uppfullir af spennandi frambjóðendum í leit að sem flestum samtölum við fólkið í landinu. Frambjóðendur keppast nú við að birta myndir og myndbönd af skafrenningi, snjókomu, blindbyljum og fleira til. Allt til þess gert að sýna fólki hversu vandasamt það getur verið að ferðast um landið í nóvember. Sem betur fer er bara kosið á fjögurra ára fresti og oftast á vorin. Þess vegna er þetta nú frekar undantekning en hitt að frambjóðendur þurfi að vaða út í þetta veður og þessa færð í atkvæðaleit. Það á hinsvegar ekki við um alla þá sem ferðast daglega um á leið sinni til vinnu eða skóla á svo dreifbýlu svæði. Sérstaklega á þetta við um íþróttakrakkana okkar sem eru háð því að komast til keppna og jafnvel landsliðsæfinga allt árið um kring. Keppnir og æfingar fara fram víðsvegar um landið, þó oftast á höfuðborgarsvæðinu. Afleidd áhrif íþrótta á hagkerfi landsins, svosem veitingastaði, gististaði, vegasjoppur, íþróttaverslanir og fleira til eru gríðarlega mikil. Það er því okkur Framsóknarfólki mikið í mun að öll komist leiða sinna, á sem öruggastan hátt. Það væri auðvitað best að lofa bara betra veðri! Gera það að stóra kosningamálinu. Það er hinsvegar ógjörningur og óábyrgt að reyna að lofa því og það stendur Framsókn ekki fyrir. Framsókn vill byggja á traustum og öruggum grunni. Minni öfgum. Þess vegna vill Framsókn skoða útfærslur á ívilnunum til ferðaþjónustufyrirtækja sem eru með vel útbúin ökutæki og atvinnubílstjóra í vinnu við að keyra íþróttahópa, því öryggið er mikilvægt. Reyna að fækka þeim skiptum sem að þreyttir þjálfarar eða fararstjórar keyra með hóp af krökkum landshluta á milli. Þess vegna vill Framsókn útvíkka úrræðið sem Loftbrúin hefur verið. Fjölga skiptum eða koma henni að einhverju leyti inn til íþróttafélaga, svo hægt sé að fljúga landshluta á milli. Þess vegna hefur Framsókn aukið útgjöld til vegakerfisins töluvert á liðnum kjörtímabilum, til þess að auka öryggi á þjóðvegum. Þess vegna vill Framsókn auka framlag til Ferðajöfnunarsjóðs ÍSÍ, svo að íþróttafélög geti keypt góða þjónustu til þess að ferðast með íþróttabörn landsins. Þess vegna vill Framsókn skoða hugmyndir um hvernig hægt er að draga úr kostnaði við gistingu íþróttahópa, allt árið um kring. Þess vegna er er best að kjósa Framsókn. Minni öfgar, meiri Framsókn. Höfundur er fyrrum knattspyrnuþjálfari yngri flokka á landsbyggðinni og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Á ferð minni um okkar víðfema og fallega kjördæmi hef ég lent í allskyns vandræðum í öllum veðrum nú í nóvember. Ég er sannarlega ekki einn um það enda vegir landsins uppfullir af spennandi frambjóðendum í leit að sem flestum samtölum við fólkið í landinu. Frambjóðendur keppast nú við að birta myndir og myndbönd af skafrenningi, snjókomu, blindbyljum og fleira til. Allt til þess gert að sýna fólki hversu vandasamt það getur verið að ferðast um landið í nóvember. Sem betur fer er bara kosið á fjögurra ára fresti og oftast á vorin. Þess vegna er þetta nú frekar undantekning en hitt að frambjóðendur þurfi að vaða út í þetta veður og þessa færð í atkvæðaleit. Það á hinsvegar ekki við um alla þá sem ferðast daglega um á leið sinni til vinnu eða skóla á svo dreifbýlu svæði. Sérstaklega á þetta við um íþróttakrakkana okkar sem eru háð því að komast til keppna og jafnvel landsliðsæfinga allt árið um kring. Keppnir og æfingar fara fram víðsvegar um landið, þó oftast á höfuðborgarsvæðinu. Afleidd áhrif íþrótta á hagkerfi landsins, svosem veitingastaði, gististaði, vegasjoppur, íþróttaverslanir og fleira til eru gríðarlega mikil. Það er því okkur Framsóknarfólki mikið í mun að öll komist leiða sinna, á sem öruggastan hátt. Það væri auðvitað best að lofa bara betra veðri! Gera það að stóra kosningamálinu. Það er hinsvegar ógjörningur og óábyrgt að reyna að lofa því og það stendur Framsókn ekki fyrir. Framsókn vill byggja á traustum og öruggum grunni. Minni öfgum. Þess vegna vill Framsókn skoða útfærslur á ívilnunum til ferðaþjónustufyrirtækja sem eru með vel útbúin ökutæki og atvinnubílstjóra í vinnu við að keyra íþróttahópa, því öryggið er mikilvægt. Reyna að fækka þeim skiptum sem að þreyttir þjálfarar eða fararstjórar keyra með hóp af krökkum landshluta á milli. Þess vegna vill Framsókn útvíkka úrræðið sem Loftbrúin hefur verið. Fjölga skiptum eða koma henni að einhverju leyti inn til íþróttafélaga, svo hægt sé að fljúga landshluta á milli. Þess vegna hefur Framsókn aukið útgjöld til vegakerfisins töluvert á liðnum kjörtímabilum, til þess að auka öryggi á þjóðvegum. Þess vegna vill Framsókn auka framlag til Ferðajöfnunarsjóðs ÍSÍ, svo að íþróttafélög geti keypt góða þjónustu til þess að ferðast með íþróttabörn landsins. Þess vegna vill Framsókn skoða hugmyndir um hvernig hægt er að draga úr kostnaði við gistingu íþróttahópa, allt árið um kring. Þess vegna er er best að kjósa Framsókn. Minni öfgar, meiri Framsókn. Höfundur er fyrrum knattspyrnuþjálfari yngri flokka á landsbyggðinni og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun