Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Lestrarklefinn og Díana Sjöfn Jóhannsdóttir 25. nóvember 2024 12:07 Moldin heit eftir Birgittu Björg Guðmarsdóttur er til umfjöllunar í Lestrarklefanum. Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún Nýræktarstyrk árið 2024. Áður hefur hún gefið út skáldsöguna Skotheld. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir fjallar um bækur á menningarvefnum Lestrarklefinn og segir þetta um bókina. Moldin heit fjallar um hina ungu Karen sem situr í upphafi sögunnar á aftasta bekk í jarðarför ástmanns síns. Karen er dansari í ónefndum dansflokki og er líf hennar litað af sköpun og líkamlegum sársauka. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar reglulega um bækur á menningarvefinn Lestrarklefinn.is Stúdía á líkömum Um tíma minnti söguþráðurinn mig á kvikmyndina Black Swan (2010) þar sem dansarinn Karen leggur allt í sölurnar fyrir mikilvægan sólódans, en lesandi fær að kafa djúpt í tilfinningalíf aðalpersónunnar sem er lýst á ljóðrænan máta. Líkaminn er stórt og fyrirferðarmikið þema í verkinu, þarna koma fyrir ósjálfráða líkamar, líkamar á hreyfingu, líkamar sem frjósa og því er lýst hvernig tónlist skekur líkamann og má því segja að aðalpersónan nánast líkamnist fyrir lesandanum. Margir partar í sögunni eru auk þess góð núvitundaráminning þar sem lesandi er minntur á líkamsvitund og öndun. Það mætti því segja að bókin sé hálfgerð stúdía á líkömum. Skapandi persónur Verkið er einnig tilraun til að fanga kjarna sköpunar og ýmissa listforma, en allar persónur sögunnar eiga það sameiginlegt að þrífast í listinni á einhvern hátt. Karen er auðvitað dansari og líkami hennar því verkfæri og list í sjálfu sér, ástmaðurinn heitni var ljósmyndari, Ýmir vinur hennar er píanóleikari og vinkona hennar Esja er síðan söngkona. Auk þess er togstreitan, eða hugmyndafræðilegi munurinn, sem Birgitta lýsir á milli hreyfingar dansins annars vegar og svo tilhneigingu ljósmyndunnar til að frysta hreyfingu hins vegar sett upp á mjög áhugaverðan hátt. ,,Líkaminn á pappírnum var ekki verkfærið sem ég þekkti’,’ (bls. 101) segir Karen meðal annars þegar hún uppgötvar það sem henni þykir óþægilegur munur á milli sín og þess sem hún elskar. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Bókaútgáfa Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Moldin heit fjallar um hina ungu Karen sem situr í upphafi sögunnar á aftasta bekk í jarðarför ástmanns síns. Karen er dansari í ónefndum dansflokki og er líf hennar litað af sköpun og líkamlegum sársauka. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar reglulega um bækur á menningarvefinn Lestrarklefinn.is Stúdía á líkömum Um tíma minnti söguþráðurinn mig á kvikmyndina Black Swan (2010) þar sem dansarinn Karen leggur allt í sölurnar fyrir mikilvægan sólódans, en lesandi fær að kafa djúpt í tilfinningalíf aðalpersónunnar sem er lýst á ljóðrænan máta. Líkaminn er stórt og fyrirferðarmikið þema í verkinu, þarna koma fyrir ósjálfráða líkamar, líkamar á hreyfingu, líkamar sem frjósa og því er lýst hvernig tónlist skekur líkamann og má því segja að aðalpersónan nánast líkamnist fyrir lesandanum. Margir partar í sögunni eru auk þess góð núvitundaráminning þar sem lesandi er minntur á líkamsvitund og öndun. Það mætti því segja að bókin sé hálfgerð stúdía á líkömum. Skapandi persónur Verkið er einnig tilraun til að fanga kjarna sköpunar og ýmissa listforma, en allar persónur sögunnar eiga það sameiginlegt að þrífast í listinni á einhvern hátt. Karen er auðvitað dansari og líkami hennar því verkfæri og list í sjálfu sér, ástmaðurinn heitni var ljósmyndari, Ýmir vinur hennar er píanóleikari og vinkona hennar Esja er síðan söngkona. Auk þess er togstreitan, eða hugmyndafræðilegi munurinn, sem Birgitta lýsir á milli hreyfingar dansins annars vegar og svo tilhneigingu ljósmyndunnar til að frysta hreyfingu hins vegar sett upp á mjög áhugaverðan hátt. ,,Líkaminn á pappírnum var ekki verkfærið sem ég þekkti’,’ (bls. 101) segir Karen meðal annars þegar hún uppgötvar það sem henni þykir óþægilegur munur á milli sín og þess sem hún elskar. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér.
Bókaútgáfa Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira