Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar 25. nóvember 2024 13:03 „Ehf-gatið“ vísar til þess hvernig einstaklingar geta lækkað eigin skattgreiðslur með því að reka tekjur sínar í gegnum einkahlutafélag (ehf.) og greiða sér fjármagnstekjur (t.d. arð) í stað launa sem bera hærri skattprósentu. Þessi glufa kemur þó aðeins í ljós þegar arðgreiðslur fara yfir ákveðin mörk, nánar tiltekið 2,5 milljónir króna á mánuði, þar sem skattbyrði á arð verður lægri en á launatekjur. Ef við skoðum virka skattprósentu – hlutfallið milli þess sem greitt er í skatt og heildartekna – má sjá þetta skýrt á eftirfarandi mynd: Blái ferillinn sýnir virka skattprósentu launatekna, en rauði ferillinn sýnir virka skattprósentu arðgreiðslna. Þegar rauði ferillinn liggur undir þeim bláa er hagstæðara að greiða sér arð í stað launa, og þar liggur ehf-gatið. Nýlega birti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, færslu sem bar heitið Stækkum „ehf-gatið“. Þar fjallar hún um mikilvægi þess að styðja við sjálfstætt starfandi einstaklinga, svo sem iðnaðarmenn, smiði, rafvirkja og hárgreiðslufólk. Hún bendir á að þessi hópur búi nú þegar við hærri skattbyrði en þeir sem starfa sem launþegar. Í færslunni leggur Áslaug fram dæmi: Einstaklingur með 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun greiðir um 38% virkan skatt ef hann rekur tekjur sínar í gegnum ehf í stað 31% ef hann væri hefðbundinn launþegi. Hún ályktar að í stað þess að þrengja að sjálfstæðum rekstraraðilum með hærri sköttum sé nauðsynlegt að „stækka“ ehf-gatið til að bæta rekstrarumhverfi smærri fyrirtækja og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Það er mikilvægt að undirstrika að Áslaug Arna einblínir alfarið á vinstri helming grafsins, þar sem arðgreiðslur eru undir 2,5 milljónum króna. Hins vegar kemur hið raunverulega ehf-gat aðeins fram á hægri helmingi grafsins, þar sem hátekjuhópar njóta skattalegra hagræða af stórum arðgreiðslum. Það svæði lætur hún óumrætt – annaðhvort vegna þess að hún skilur ekki kjarna málsins eða meðvitað til að afvegaleiða umræðuna um ehf-gatið. Tillögur hafa verið lagðar fram sem bæði gætu komið til móts við hagsmuni lítilla einkahlutafélaga og lokað raunverulegu ehf-gati. Samfylkingin vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% og rýmka frítekjumörk vaxtatekna til að verja litla rekstraraðila fyrir aukinni skattbyrði. Þó þetta sé skref í rétta átt, þá gengur það ekki nógu langt því til að loka ehf-gatinu að fullu með þessum hætti þyrfti að hækka fjármagnstekjuskatt upp í 32%. Betri lausn væri þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur með frítekjumörkum, eins og Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar leggja til, sem myndi ekki aðeins loka ehf-gatinu heldur einnig tryggja réttláta dreifingu skattbyrðinnar eftir tekjustigi. Ef hægri flokkarnir meina eitthvað með tali sínu um að styðja iðnaðarmenn, hárgreiðslufólk og smárekstraraðila, ættu þeir að styðja tillögur sem loka raunverulegu ehf-gati. Slíkar aðgerðir myndu bæði bæta stöðu sjálfstæðra atvinnurekenda og gera skattkerfið sanngjarnara. Hinsvegar, ef þeir einblína á að verja núverandi kerfi, þar sem fjárhagslegt hagræði rís einkum þeim til góða sem greiða háar fjárhæðir í arð, þá er erfitt að líta framhjá þeirri mynd sem það dregur upp. Hún gefur til kynna að áherslan sé frekar á að styðja þá sem standa sterkt fjárhagslega en á þá sem starfa af dugnaði í iðnaði og smærri rekstri. Þetta vekur spurningar um hvort raunverulegur vilji sé að styðja alþýðufólk og smárekstur eða hvort þetta sé frekar varnartilraun fyrir þá sem þegar njóta umtalsverðs skattalegs ávinnings. Höfundur er doktorsnemandi í eðlisfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
„Ehf-gatið“ vísar til þess hvernig einstaklingar geta lækkað eigin skattgreiðslur með því að reka tekjur sínar í gegnum einkahlutafélag (ehf.) og greiða sér fjármagnstekjur (t.d. arð) í stað launa sem bera hærri skattprósentu. Þessi glufa kemur þó aðeins í ljós þegar arðgreiðslur fara yfir ákveðin mörk, nánar tiltekið 2,5 milljónir króna á mánuði, þar sem skattbyrði á arð verður lægri en á launatekjur. Ef við skoðum virka skattprósentu – hlutfallið milli þess sem greitt er í skatt og heildartekna – má sjá þetta skýrt á eftirfarandi mynd: Blái ferillinn sýnir virka skattprósentu launatekna, en rauði ferillinn sýnir virka skattprósentu arðgreiðslna. Þegar rauði ferillinn liggur undir þeim bláa er hagstæðara að greiða sér arð í stað launa, og þar liggur ehf-gatið. Nýlega birti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, færslu sem bar heitið Stækkum „ehf-gatið“. Þar fjallar hún um mikilvægi þess að styðja við sjálfstætt starfandi einstaklinga, svo sem iðnaðarmenn, smiði, rafvirkja og hárgreiðslufólk. Hún bendir á að þessi hópur búi nú þegar við hærri skattbyrði en þeir sem starfa sem launþegar. Í færslunni leggur Áslaug fram dæmi: Einstaklingur með 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun greiðir um 38% virkan skatt ef hann rekur tekjur sínar í gegnum ehf í stað 31% ef hann væri hefðbundinn launþegi. Hún ályktar að í stað þess að þrengja að sjálfstæðum rekstraraðilum með hærri sköttum sé nauðsynlegt að „stækka“ ehf-gatið til að bæta rekstrarumhverfi smærri fyrirtækja og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Það er mikilvægt að undirstrika að Áslaug Arna einblínir alfarið á vinstri helming grafsins, þar sem arðgreiðslur eru undir 2,5 milljónum króna. Hins vegar kemur hið raunverulega ehf-gat aðeins fram á hægri helmingi grafsins, þar sem hátekjuhópar njóta skattalegra hagræða af stórum arðgreiðslum. Það svæði lætur hún óumrætt – annaðhvort vegna þess að hún skilur ekki kjarna málsins eða meðvitað til að afvegaleiða umræðuna um ehf-gatið. Tillögur hafa verið lagðar fram sem bæði gætu komið til móts við hagsmuni lítilla einkahlutafélaga og lokað raunverulegu ehf-gati. Samfylkingin vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% og rýmka frítekjumörk vaxtatekna til að verja litla rekstraraðila fyrir aukinni skattbyrði. Þó þetta sé skref í rétta átt, þá gengur það ekki nógu langt því til að loka ehf-gatinu að fullu með þessum hætti þyrfti að hækka fjármagnstekjuskatt upp í 32%. Betri lausn væri þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur með frítekjumörkum, eins og Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar leggja til, sem myndi ekki aðeins loka ehf-gatinu heldur einnig tryggja réttláta dreifingu skattbyrðinnar eftir tekjustigi. Ef hægri flokkarnir meina eitthvað með tali sínu um að styðja iðnaðarmenn, hárgreiðslufólk og smárekstraraðila, ættu þeir að styðja tillögur sem loka raunverulegu ehf-gati. Slíkar aðgerðir myndu bæði bæta stöðu sjálfstæðra atvinnurekenda og gera skattkerfið sanngjarnara. Hinsvegar, ef þeir einblína á að verja núverandi kerfi, þar sem fjárhagslegt hagræði rís einkum þeim til góða sem greiða háar fjárhæðir í arð, þá er erfitt að líta framhjá þeirri mynd sem það dregur upp. Hún gefur til kynna að áherslan sé frekar á að styðja þá sem standa sterkt fjárhagslega en á þá sem starfa af dugnaði í iðnaði og smærri rekstri. Þetta vekur spurningar um hvort raunverulegur vilji sé að styðja alþýðufólk og smárekstur eða hvort þetta sé frekar varnartilraun fyrir þá sem þegar njóta umtalsverðs skattalegs ávinnings. Höfundur er doktorsnemandi í eðlisfræði.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun