Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 26. nóvember 2024 07:22 Evrópudagur sjúkraliða er í dag en hann er tilefni til að heiðra og viðurkenna mikilvægt framlag sjúkraliða um allan heim. Á þessum degi er kastljósinu beint að ómetanlegu starfi sjúkraliða við að veita umönnun, hjúkrun og stuðning við landsmenn alla. EPN samtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses) eru evrópsk samtök sem vinna að því að efla faglega þróun sjúkraliða og stuðla að auknu samstarfi milli landa. EPN leggur áherslu á að deila þekkingu, reynslu og bestu starfsvenjum til að styrkja stöðu sjúkraliða og bæta gæði heilbrigðisþjónustu á alþjóðavísu. Stjórnvöld standa frammi fyrir mikilvægum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Fyrst ber að nefna þörfina á að bæta mönnun til að mæta vaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu, sérstaklega í ljósi öldrunar þjóðarinnar. Aukinn fjöldi eldri borgara kallar á fleiri hæfa sjúkraliða til að tryggja góða umönnun og stuðning. Í aðdraganda alþingiskosninga er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi það í huga. Innleiðing nýrrar tækni er hins vegar einnig lykilatriði. Með því að nýta tæknilausnir má auka skilvirkni, bæta upplýsingaflæði og létta á vinnuálagi sjúkraliða. Tækni eins og fjarheilbrigðisþjónusta og sjálfvirkni í verkferlum geta stuðlað að betri þjónustu og auknu öryggi sjúklinga. Heilbrigðisþjónusta er grunnstoð í hverju samfélagi en að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi undirstrikar skyldu stjórnvalda til að tryggja jafnan aðgang að gæðameðferð fyrir alla. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í þessu samhengi, þar sem þeir veita ómetanlega umönnun og hjúkrun sem hefur bein áhrif á heilsu og vellíðan landsmanna. Það er því brýnt að stjórnvöld taki á þessum áskorunum með markvissum aðgerðum. Með því að fjárfesta í mönnun, menntun og tækni geta þau styrkt heilbrigðiskerfið og tryggt að sjúkraliðar hafi þau úrræði sem þarf til að veita fyrsta flokks þjónustu. Aðeins þannig getum við staðið vörð um heilsu og vellíðan samfélagsins í heild. Á þessum Evrópudegi sjúkraliða vil ég þakka sjúkraliðum vinnuframlagið, ósérhlífni við að sinna þeim veiku ásamt þeirri faglegu samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Ég er stolt af því að eiga hlutdeild með sjúkraliðum, þessari öflugu fagstétt, og óska ég þeim innilega til hamingju með EPN daginn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Evrópudagur sjúkraliða er í dag en hann er tilefni til að heiðra og viðurkenna mikilvægt framlag sjúkraliða um allan heim. Á þessum degi er kastljósinu beint að ómetanlegu starfi sjúkraliða við að veita umönnun, hjúkrun og stuðning við landsmenn alla. EPN samtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses) eru evrópsk samtök sem vinna að því að efla faglega þróun sjúkraliða og stuðla að auknu samstarfi milli landa. EPN leggur áherslu á að deila þekkingu, reynslu og bestu starfsvenjum til að styrkja stöðu sjúkraliða og bæta gæði heilbrigðisþjónustu á alþjóðavísu. Stjórnvöld standa frammi fyrir mikilvægum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Fyrst ber að nefna þörfina á að bæta mönnun til að mæta vaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu, sérstaklega í ljósi öldrunar þjóðarinnar. Aukinn fjöldi eldri borgara kallar á fleiri hæfa sjúkraliða til að tryggja góða umönnun og stuðning. Í aðdraganda alþingiskosninga er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi það í huga. Innleiðing nýrrar tækni er hins vegar einnig lykilatriði. Með því að nýta tæknilausnir má auka skilvirkni, bæta upplýsingaflæði og létta á vinnuálagi sjúkraliða. Tækni eins og fjarheilbrigðisþjónusta og sjálfvirkni í verkferlum geta stuðlað að betri þjónustu og auknu öryggi sjúklinga. Heilbrigðisþjónusta er grunnstoð í hverju samfélagi en að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi undirstrikar skyldu stjórnvalda til að tryggja jafnan aðgang að gæðameðferð fyrir alla. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í þessu samhengi, þar sem þeir veita ómetanlega umönnun og hjúkrun sem hefur bein áhrif á heilsu og vellíðan landsmanna. Það er því brýnt að stjórnvöld taki á þessum áskorunum með markvissum aðgerðum. Með því að fjárfesta í mönnun, menntun og tækni geta þau styrkt heilbrigðiskerfið og tryggt að sjúkraliðar hafi þau úrræði sem þarf til að veita fyrsta flokks þjónustu. Aðeins þannig getum við staðið vörð um heilsu og vellíðan samfélagsins í heild. Á þessum Evrópudegi sjúkraliða vil ég þakka sjúkraliðum vinnuframlagið, ósérhlífni við að sinna þeim veiku ásamt þeirri faglegu samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Ég er stolt af því að eiga hlutdeild með sjúkraliðum, þessari öflugu fagstétt, og óska ég þeim innilega til hamingju með EPN daginn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun