Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Jón Þór Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 17:37 Maðurinn hóf störf hjá Hagstofunni árið 2011 en var sagt upp eftir að hann leitaði uppi trúnaðarupplýsingar um samstarfsfólk sitt. Vísir/Sigurjón Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi starfsmanni Hagstofunnar 750 þúsund krónur auk vaxta vegna uppsagnar hans frá stofnuninni árið 2015. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Starfsmaðurinn var ráðinn til starfa hjá Hagstofunni árið 2011, en var sagt upp vegna meints brots við meðferð trúnaðarupplýsinga. Hann hafi notað svokallaðan staðgreiðslugrunn ríkisskattstjóra sem hann hafði aðgang að vegna starfs síns. Þar hafi hann leitað upp allar launagreiðslur Hagstofunnar. Þar hafi vantað inn ýmsar upplýsingar, en hann hafi sótt gögn af innra neti Hagstofunnar og keyrt saman upplýsingar og komist að því um hvaða starfsmenn væri að ræða. Starfsmaðurinn taldi að tölurnar sem hann aflaði sýndu fram á misræmi í launagreiðslum. Ætlaði að staðfesta orðróm Starfsmaðurinn óskaði eftir fundi með tveimur yfirmönnum sínum og sýndi þeim töflur sem hann útbjó úr gögnunum. Í kjölfarið var manninum gert ljóst að um trúnaðarbrot væri að ræða og að hann mætti búast við áminningu eða brottvikingu úr starfi. Eftir fundinn var honum gert að eyða gögnunum. Maðurinn útskýrði að helsta ástæða þess að hann hefði sótt upplýsingarnar væri til að staðfesta grun og orðróm um að starfsmannastjóri færi ekki rétt með laun starfsmanna. Hagstofustjóri svaraði og sagði að eingöngu mætti nota trúnaðargögn sem starfsmenn hefðu aðgang að til opinberrar hagskýrslugerðar. Þá væri áminning vægt úrræði enda væri um alvarlegt brot að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að maðurinn skyldi fara í launað leyfi í viku á meðan málið yrði skoðað frekar. Á meðan var aðgangi mannsins að tölvukerfi Hagstofunnar lokað og vinnutölvu hans tekin til skoðunar. Rannsókn á málinu fór fram innan stofnunarinnar og þótti hún leiða í ljós að hann hefði aflað upplýsinga um fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar. Þegar málið var talið upplýst var ákveðið að segja manninum upp störfum. Rannsakað sem sakamál Í kjölfarið kærði Hagstofan mál mannsins til Ríkissaksóknara sem sendi það til lögreglunnar og rannsakaði. Eftir rannsókn lögreglu fór málið til héraðssaksóknar sem sá ekki ástæðu til að ákæra manninn. Hagstofan kærði það til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurstöðuna. Maðurinn vildi fá greiddar 1,5 milljónir króna auk vaxta í miskabætur frá ríkinu vegna uppsagnarinnar. Hann sagði að ólöglega hefði verið staðið að uppsögninni og þá vildi hann líka bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsóknina. Hefðu átt að leyfa honum að bæta ráð sitt Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hefði með háttsemi sinni farið út fyrir heimildir sínar við meðferð trúnaðarupplýsinga og brotið skyldur sem á honum hvíldu. Í málinu liggi ekki annað fyrir en að maðurinn hafi verið að nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi en til að miðla þeirra til yfirmanna. Hagstofan hefði átt að veita manninum áminningu og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum var sagt upp störfum. Hins vegar þótti dómnum aðgerðir lögreglu réttlætanlegar. Líkt og áður segir er ríkinu gert að greiða manninum 750 þúsund krónur auk vaxta. Og þar að auki 900 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Persónuvernd Rekstur hins opinbera Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Erlent Fleiri fréttir Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Sjá meira
Starfsmaðurinn var ráðinn til starfa hjá Hagstofunni árið 2011, en var sagt upp vegna meints brots við meðferð trúnaðarupplýsinga. Hann hafi notað svokallaðan staðgreiðslugrunn ríkisskattstjóra sem hann hafði aðgang að vegna starfs síns. Þar hafi hann leitað upp allar launagreiðslur Hagstofunnar. Þar hafi vantað inn ýmsar upplýsingar, en hann hafi sótt gögn af innra neti Hagstofunnar og keyrt saman upplýsingar og komist að því um hvaða starfsmenn væri að ræða. Starfsmaðurinn taldi að tölurnar sem hann aflaði sýndu fram á misræmi í launagreiðslum. Ætlaði að staðfesta orðróm Starfsmaðurinn óskaði eftir fundi með tveimur yfirmönnum sínum og sýndi þeim töflur sem hann útbjó úr gögnunum. Í kjölfarið var manninum gert ljóst að um trúnaðarbrot væri að ræða og að hann mætti búast við áminningu eða brottvikingu úr starfi. Eftir fundinn var honum gert að eyða gögnunum. Maðurinn útskýrði að helsta ástæða þess að hann hefði sótt upplýsingarnar væri til að staðfesta grun og orðróm um að starfsmannastjóri færi ekki rétt með laun starfsmanna. Hagstofustjóri svaraði og sagði að eingöngu mætti nota trúnaðargögn sem starfsmenn hefðu aðgang að til opinberrar hagskýrslugerðar. Þá væri áminning vægt úrræði enda væri um alvarlegt brot að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að maðurinn skyldi fara í launað leyfi í viku á meðan málið yrði skoðað frekar. Á meðan var aðgangi mannsins að tölvukerfi Hagstofunnar lokað og vinnutölvu hans tekin til skoðunar. Rannsókn á málinu fór fram innan stofnunarinnar og þótti hún leiða í ljós að hann hefði aflað upplýsinga um fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar. Þegar málið var talið upplýst var ákveðið að segja manninum upp störfum. Rannsakað sem sakamál Í kjölfarið kærði Hagstofan mál mannsins til Ríkissaksóknara sem sendi það til lögreglunnar og rannsakaði. Eftir rannsókn lögreglu fór málið til héraðssaksóknar sem sá ekki ástæðu til að ákæra manninn. Hagstofan kærði það til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurstöðuna. Maðurinn vildi fá greiddar 1,5 milljónir króna auk vaxta í miskabætur frá ríkinu vegna uppsagnarinnar. Hann sagði að ólöglega hefði verið staðið að uppsögninni og þá vildi hann líka bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsóknina. Hefðu átt að leyfa honum að bæta ráð sitt Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hefði með háttsemi sinni farið út fyrir heimildir sínar við meðferð trúnaðarupplýsinga og brotið skyldur sem á honum hvíldu. Í málinu liggi ekki annað fyrir en að maðurinn hafi verið að nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi en til að miðla þeirra til yfirmanna. Hagstofan hefði átt að veita manninum áminningu og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum var sagt upp störfum. Hins vegar þótti dómnum aðgerðir lögreglu réttlætanlegar. Líkt og áður segir er ríkinu gert að greiða manninum 750 þúsund krónur auk vaxta. Og þar að auki 900 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Persónuvernd Rekstur hins opinbera Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Erlent Fleiri fréttir Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Sjá meira