Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2024 06:43 Gisele Pelicot hefur öðlast sérstakan sess í hugum margra kvenna, fyrir að krefjast þess að réttarhöldin fari fram fyrir opnum dyrum. Hún hefur verið viðstödd alla meðferð málsins og var fagnað með lófataki við komuna í gær. Getty/Arnold Jerocki Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Um er að ræða hámarksrefsingu fyrir brotin en aðstoðarríkissaksóknarinn Laure Chabaud segir að jafnvel þótt um sé að ræða langan dóm sé hann hvergi nærri nógu þungur. Pelicot hefði svalað nautum sínum með því að ráðast gegn og niðurlægja þá manneskju sem hann sagðist unna mest. Pelicot deildi upplýsingum um brot sín í spjallhópum á netinu og bauð öðrum mönnum að taka þátt í þeim. Talið er að allt að 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominique og 50 öðrum. Flestir hafa játað að hafa brotið gegn Gisele en neita að hafa gerst sekir um nauðgun, þar sem þeir hafi ekki haft vitneskju um að hún væri ekki viljugur þátttakandi í kynlífsathöfnunum. Meðferð málsins hefur nú staðið yfir í 50 daga og ríkissaksóknarinn Jean-Francois Mayet sagði af því tilefni að það hefði haft veruleg áhrif á samfélagið í Frakklandi og hugmyndir um sambönd og samskipti fólks. „Þetta snýst ekki bara um sekt eða sýknu, þetta snýst um að gera grundvallarbreytingar á sambandi karla og kvenna,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Michel Barnier sagðist sannfærður um að málið myndi marka kaflaskil. Stjórnvöld hafa heitið aðgerðum og hyggjast meðal annars ráðast í vitundarvakningarátak um lyfin sem gjarnan eru notuð eru til að byrla fyrir konum. Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Um er að ræða hámarksrefsingu fyrir brotin en aðstoðarríkissaksóknarinn Laure Chabaud segir að jafnvel þótt um sé að ræða langan dóm sé hann hvergi nærri nógu þungur. Pelicot hefði svalað nautum sínum með því að ráðast gegn og niðurlægja þá manneskju sem hann sagðist unna mest. Pelicot deildi upplýsingum um brot sín í spjallhópum á netinu og bauð öðrum mönnum að taka þátt í þeim. Talið er að allt að 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominique og 50 öðrum. Flestir hafa játað að hafa brotið gegn Gisele en neita að hafa gerst sekir um nauðgun, þar sem þeir hafi ekki haft vitneskju um að hún væri ekki viljugur þátttakandi í kynlífsathöfnunum. Meðferð málsins hefur nú staðið yfir í 50 daga og ríkissaksóknarinn Jean-Francois Mayet sagði af því tilefni að það hefði haft veruleg áhrif á samfélagið í Frakklandi og hugmyndir um sambönd og samskipti fólks. „Þetta snýst ekki bara um sekt eða sýknu, þetta snýst um að gera grundvallarbreytingar á sambandi karla og kvenna,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Michel Barnier sagðist sannfærður um að málið myndi marka kaflaskil. Stjórnvöld hafa heitið aðgerðum og hyggjast meðal annars ráðast í vitundarvakningarátak um lyfin sem gjarnan eru notuð eru til að byrla fyrir konum.
Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira