Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 26. nóvember 2024 08:32 Fylgi flokka hefur verið á reiki undanfarnar vikur og mánuði, samkvæmt skoðanakönnunum, en einn flokkur hefur fengið mikinn byr í seglin undanfarið og mig langar að beina sjónum að honum: Viðreisn. Viðreisn segist ætla að tækla málin, lækka vexti, lækka verðbólgu, laga ríkisfjármálin… bara koma þessu öllu í lag. Viðreisn er svona Sjálfstæðisflokkur fyrir fólk sem vill ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða í það minnsta vill gefa honum frí. Öll ábyrgðartilfinningin sem fylgir því að kjósa borgaralegan flokk en ekkert af farangrinum. Engin blár þungi, bara appelsínugulur léttleiki með Jóni Gnarr og Toggu K. Margir á miðju til hægri væng stjórnmálanna treysta núna Viðreisn, en flestir þessir kjósendur vilja kjósa borgaralegan flokk vegna þess að þeir vilja borgaralega ríkisstjórn með sambærileg gildi að leiðarljósi. Staðreyndin er sú að slík ríkisstjórn mun ekki raungerast undir forystu Viðreisnar. Atkvæði greitt til Viðreisnar er atkvæði greitt til Samfylkingarinnar. Þ.e.a.s. til vinstristjórnarsamstarfs Viðreisnar, Samfylkingar og annara flokka. Reykjavíkurmódelið fyrir landið allt. “Við verðum að tryggja að ungt fólk geti keypt sér íbúð,” stendur skýrum stöfum á vefsíðu Viðreisnar. Þetta skýtur skökku við enda bera Viðreisn og Samfylkingin sameiginlega ábyrgð á lóðaskortsstefnunni í Reykjavík. Við munum uppskera eins ef þau komast í ríkisstjórn, nema nú ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Það má segja að flokkurinn sé að toppa á nákvæmlega réttum tíma, og þegar maður er að toppa er best að hrófla ekki við því sem vel gengur. Þess vegna heyrist minna og minna í umræðu viðreisnarfólks um sitt grundvallarmálefni: Evrópusambandið. Það má ekki misskiljast. Viðreisn og Samfylkingin munu gera allt í sínu valdi til að mynda saman ríkisstjórn, rétt eins og í Reykjavík, og þegar samstarfið er innsiglað mun dulda kjarnamálefnið þeirra beggja koma aftur á yfirborðið. Viðreisn og Samfylking munu koma Íslandi inn í Evrópusambandið, ef við gefum þeim tækifæri til, og ef við förum inn þá komumst við aldrei út. Höfundur er formaður Heimdallar og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Júlíus Viggó Ólafsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fylgi flokka hefur verið á reiki undanfarnar vikur og mánuði, samkvæmt skoðanakönnunum, en einn flokkur hefur fengið mikinn byr í seglin undanfarið og mig langar að beina sjónum að honum: Viðreisn. Viðreisn segist ætla að tækla málin, lækka vexti, lækka verðbólgu, laga ríkisfjármálin… bara koma þessu öllu í lag. Viðreisn er svona Sjálfstæðisflokkur fyrir fólk sem vill ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða í það minnsta vill gefa honum frí. Öll ábyrgðartilfinningin sem fylgir því að kjósa borgaralegan flokk en ekkert af farangrinum. Engin blár þungi, bara appelsínugulur léttleiki með Jóni Gnarr og Toggu K. Margir á miðju til hægri væng stjórnmálanna treysta núna Viðreisn, en flestir þessir kjósendur vilja kjósa borgaralegan flokk vegna þess að þeir vilja borgaralega ríkisstjórn með sambærileg gildi að leiðarljósi. Staðreyndin er sú að slík ríkisstjórn mun ekki raungerast undir forystu Viðreisnar. Atkvæði greitt til Viðreisnar er atkvæði greitt til Samfylkingarinnar. Þ.e.a.s. til vinstristjórnarsamstarfs Viðreisnar, Samfylkingar og annara flokka. Reykjavíkurmódelið fyrir landið allt. “Við verðum að tryggja að ungt fólk geti keypt sér íbúð,” stendur skýrum stöfum á vefsíðu Viðreisnar. Þetta skýtur skökku við enda bera Viðreisn og Samfylkingin sameiginlega ábyrgð á lóðaskortsstefnunni í Reykjavík. Við munum uppskera eins ef þau komast í ríkisstjórn, nema nú ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Það má segja að flokkurinn sé að toppa á nákvæmlega réttum tíma, og þegar maður er að toppa er best að hrófla ekki við því sem vel gengur. Þess vegna heyrist minna og minna í umræðu viðreisnarfólks um sitt grundvallarmálefni: Evrópusambandið. Það má ekki misskiljast. Viðreisn og Samfylkingin munu gera allt í sínu valdi til að mynda saman ríkisstjórn, rétt eins og í Reykjavík, og þegar samstarfið er innsiglað mun dulda kjarnamálefnið þeirra beggja koma aftur á yfirborðið. Viðreisn og Samfylking munu koma Íslandi inn í Evrópusambandið, ef við gefum þeim tækifæri til, og ef við förum inn þá komumst við aldrei út. Höfundur er formaður Heimdallar og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun