Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar 26. nóvember 2024 13:12 Starfsfólk í íslenskri ferðaþjónustu taldi alls 31 þúsund manns árið 2023. Þau störf hafa ekki orðið til úr loftinu einu saman og tilvist þeirra langt því frá sjálfgefin. Mikilvægt er að skapa ferðaþjónustu, sem og öðrum atvinnugreinum, fyrirsjáanlegt og tryggt rekstrarumhverfi. Tryggja þarf að þessi störf verði áfram til og að fleiri, verðmætari störf, verði til í framtíðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þess skýra sýn. Nú sem áður leggur flokkurinn áherslu á að auka gæði og tryggja jákvæða upplifun ferðamanna. Skapa forsendur fyrir því að ferðamenn geti dreift sér í auknum mæli á milli ferðamannastaða allt árið um kring, og tengja saman gæði, nýtingu auðlinda, verndun náttúru og upplifun. Til þess er leikurinn gerður. Er ferðaþjónusta óþrjótandi tekjulind? Í aðdraganda kosninga hafa vinstri flokkarnir aftur á móti keppt sín á milli um að finna ferðaþjónustunni sem mest til foráttu. Húsnæðisvandinn er, að þeirra sögn, ferðaþjónustu að kenna, verðbólgan því líka, háa vaxtastigið og svo mætti áfram telja. Vinstrið hefur lagt til ýmsar „lausnir” á þessum meinta ferðaþjónustuvanda íslensku þjóðarinnar. Þar er meðal annars að finna hugmyndir um tómthússkatt, auðlindagjöld á ferðamenn, hækkun virðisaukaskatts, og komu- og brottfaragjöld. Svo margar eru hugmyndirnar til skattpíningar að ætla má að helsta markmið vinstri flokkanna sé að kæfa íslenska ferðaþjónustu - draga úr henni allan þrótt. Ferðaþjónusta skilaði um 155 milljörðum í skatttekjur árið 2022, er ekki nóg komið? Það getur verið skynsamlegt að leggjast í breytingar, og ef til vill hagkvæmara að beita tækjum álagsstýringar við sókn á náttúruperlur. Það verður hins vegar ekki gert með hækkun skatta eða nýjum gjöldum. Sjálfstæðisflokkurinn horfir á heildarmyndina. Ljóst er að samhliða breytingum þarf að horfa til þess að afnema aðra sértæka skattlagningu. Ella er samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja ógnað. Andrými til vaxtar Sjálfbær vöxtur ferðaþjónustu, og annarra atvinnugreina, í takt við samfélagið allt er æskilegur fyrir okkur öll. Nauðsynlegt er að tryggja íslenskum fyrirtækjunum andrými til að vaxa. Gleymum því ekki að hærri skattar hafa áhrif sem geta verið bæði umfangsmikil og kostnaðarsöm, þótt þeir hljómi stundum skaðlausir og bitni kannski bara á einhverjum öðrum en okkur sjálfum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur sem fyrr áherslu á að ryðja brautina til frekari lífskjaravaxtar með fyrirsjáanleika, festu og lægri sköttum - öllum til heilla. Öflugt atvinnulíf er enda forsenda velferðar fyrir okkur öll. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Starfsfólk í íslenskri ferðaþjónustu taldi alls 31 þúsund manns árið 2023. Þau störf hafa ekki orðið til úr loftinu einu saman og tilvist þeirra langt því frá sjálfgefin. Mikilvægt er að skapa ferðaþjónustu, sem og öðrum atvinnugreinum, fyrirsjáanlegt og tryggt rekstrarumhverfi. Tryggja þarf að þessi störf verði áfram til og að fleiri, verðmætari störf, verði til í framtíðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þess skýra sýn. Nú sem áður leggur flokkurinn áherslu á að auka gæði og tryggja jákvæða upplifun ferðamanna. Skapa forsendur fyrir því að ferðamenn geti dreift sér í auknum mæli á milli ferðamannastaða allt árið um kring, og tengja saman gæði, nýtingu auðlinda, verndun náttúru og upplifun. Til þess er leikurinn gerður. Er ferðaþjónusta óþrjótandi tekjulind? Í aðdraganda kosninga hafa vinstri flokkarnir aftur á móti keppt sín á milli um að finna ferðaþjónustunni sem mest til foráttu. Húsnæðisvandinn er, að þeirra sögn, ferðaþjónustu að kenna, verðbólgan því líka, háa vaxtastigið og svo mætti áfram telja. Vinstrið hefur lagt til ýmsar „lausnir” á þessum meinta ferðaþjónustuvanda íslensku þjóðarinnar. Þar er meðal annars að finna hugmyndir um tómthússkatt, auðlindagjöld á ferðamenn, hækkun virðisaukaskatts, og komu- og brottfaragjöld. Svo margar eru hugmyndirnar til skattpíningar að ætla má að helsta markmið vinstri flokkanna sé að kæfa íslenska ferðaþjónustu - draga úr henni allan þrótt. Ferðaþjónusta skilaði um 155 milljörðum í skatttekjur árið 2022, er ekki nóg komið? Það getur verið skynsamlegt að leggjast í breytingar, og ef til vill hagkvæmara að beita tækjum álagsstýringar við sókn á náttúruperlur. Það verður hins vegar ekki gert með hækkun skatta eða nýjum gjöldum. Sjálfstæðisflokkurinn horfir á heildarmyndina. Ljóst er að samhliða breytingum þarf að horfa til þess að afnema aðra sértæka skattlagningu. Ella er samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja ógnað. Andrými til vaxtar Sjálfbær vöxtur ferðaþjónustu, og annarra atvinnugreina, í takt við samfélagið allt er æskilegur fyrir okkur öll. Nauðsynlegt er að tryggja íslenskum fyrirtækjunum andrými til að vaxa. Gleymum því ekki að hærri skattar hafa áhrif sem geta verið bæði umfangsmikil og kostnaðarsöm, þótt þeir hljómi stundum skaðlausir og bitni kannski bara á einhverjum öðrum en okkur sjálfum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur sem fyrr áherslu á að ryðja brautina til frekari lífskjaravaxtar með fyrirsjáanleika, festu og lægri sköttum - öllum til heilla. Öflugt atvinnulíf er enda forsenda velferðar fyrir okkur öll. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun