Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 16:46 Ástríður Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar. Vísir Skrifstofa Landskjörstjórnar fundaði nú síðdegis með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna þriggja, vegna aftakaveðurspár fyrir komandi kjördag. Framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir enn stefnt að því að kjörfundur fari fram alls staðar á laugardag, en hvorki fólk né atkvæði verði lögð í hættu. „Við áttum fund með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna og fórum yfir veðurspár og veðurhorfur. Það er enn dálítil óvissa um framhaldið,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar. Veðurspáin er ekki góð á Austurlandi á laugardag og Norðvesturlandi. Spáð er 10 til 15 metrum á sekúndu á Norður- og Norðausturlandi, og allt að 20 metrum á sekúndu austar á landinu. Snjókumu er spáð á Austfjörðum, Austurlandi og Norðausturlandi, en éljum á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Því er uppi vafi um hversu greiðfært verður til að komast með atkvæði frá kjörstöðum og á talningarstaði. Ræða við Vegagerð, Veðurstofu og Landhelgisgæslu Ástríðuur segir að enn sé stefnt að því að kjörfundur verði um allt land á laugardag. Aðrar sviðsmyndir séu þó til skoðunar, ef veður leikur kjósendur og starfsólk kjörstjórna grátt. Hún segir ráðstafanir vegna mögulegs aftakaveðurs í sífelldri skoðun hjá Landskjörstjórn. „Það er í raun bara verið að ræða og undirbúa það ef eitthvað þarf að bregðast við. Það er ekki tímabært núna að taka ákvarðanir. Eins og hefur komið fram þá er búið að vera að skipuleggja flutning á atkvæðum og slíku á talningarstaði og við erum búin að eiga samtöl og fundi með Vegagerðinni, Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni. Við erum búin að vera í samtali við viðbragðsaðila og undirbúa okkur fyrir þessar óvissuaðstæður sem við stöndum frammi fyrir.“ Hægt að telja í stökum sveitarfélögum Þrjár sviðsmyndir séu á borðinu sem stendur. „Sú fyrsta er að allt gangi eins og gert er ráð fyrir á kjördag, fólk komist að kjósa, og hægt verði að telja. Næsta sviðsmynd lýtur að því að talningu seinki, það verði tafir á flutningi atkvæða á talningarstað. Þá er hægt að fresta talningu eða hún gengur hægar fyrir sig. Jafnvel er hægt að skipa umdæmiskjörstjórnir sem gætu þá talið í ákveðnum bæjarfélögum,“ segir Ástríður. Vilja fyrst og fremst tryggja öryggi Þriðja sviðsmyndin felist í algjöru þrautaúrræði, sem væri að fresta kjörfundi á ákveðnum stað eða stöðum. Það hefði þær afleiðingar í för með sér að ekki væri hægt að hefja talningu atkvæða neins staðar á landinu, fyrr en frestuðum kjörfundi væri lokið. Heimild er í kosningalögum til að fresta kjörfundi og ákveða nýjan kjördag innan viku frá frestun. „Það væri þrautaúrræði, ef þess þyrfti. En það er allt í lagi að það komi fram að það er stefna Landskjörstjórnar að fólk og atkvæði verði ekki lögð í hættu. Þá eigum við bæði við öryggi kjósenda og starfsmanna við kosningar og talningu.“ Lítið annað sé að gera en að horfa reglulega til veðurs næstu daga. „Spár geta breyst og veður er ekkert alltaf í samræmi við spár, án þess að ég ætli að fara að tala illa um veðurfræðinga. Við verðum bara að bíða átekta og fylgjast vel með,“ segir Ástríður. Veður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
„Við áttum fund með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna og fórum yfir veðurspár og veðurhorfur. Það er enn dálítil óvissa um framhaldið,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar. Veðurspáin er ekki góð á Austurlandi á laugardag og Norðvesturlandi. Spáð er 10 til 15 metrum á sekúndu á Norður- og Norðausturlandi, og allt að 20 metrum á sekúndu austar á landinu. Snjókumu er spáð á Austfjörðum, Austurlandi og Norðausturlandi, en éljum á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Því er uppi vafi um hversu greiðfært verður til að komast með atkvæði frá kjörstöðum og á talningarstaði. Ræða við Vegagerð, Veðurstofu og Landhelgisgæslu Ástríðuur segir að enn sé stefnt að því að kjörfundur verði um allt land á laugardag. Aðrar sviðsmyndir séu þó til skoðunar, ef veður leikur kjósendur og starfsólk kjörstjórna grátt. Hún segir ráðstafanir vegna mögulegs aftakaveðurs í sífelldri skoðun hjá Landskjörstjórn. „Það er í raun bara verið að ræða og undirbúa það ef eitthvað þarf að bregðast við. Það er ekki tímabært núna að taka ákvarðanir. Eins og hefur komið fram þá er búið að vera að skipuleggja flutning á atkvæðum og slíku á talningarstaði og við erum búin að eiga samtöl og fundi með Vegagerðinni, Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni. Við erum búin að vera í samtali við viðbragðsaðila og undirbúa okkur fyrir þessar óvissuaðstæður sem við stöndum frammi fyrir.“ Hægt að telja í stökum sveitarfélögum Þrjár sviðsmyndir séu á borðinu sem stendur. „Sú fyrsta er að allt gangi eins og gert er ráð fyrir á kjördag, fólk komist að kjósa, og hægt verði að telja. Næsta sviðsmynd lýtur að því að talningu seinki, það verði tafir á flutningi atkvæða á talningarstað. Þá er hægt að fresta talningu eða hún gengur hægar fyrir sig. Jafnvel er hægt að skipa umdæmiskjörstjórnir sem gætu þá talið í ákveðnum bæjarfélögum,“ segir Ástríður. Vilja fyrst og fremst tryggja öryggi Þriðja sviðsmyndin felist í algjöru þrautaúrræði, sem væri að fresta kjörfundi á ákveðnum stað eða stöðum. Það hefði þær afleiðingar í för með sér að ekki væri hægt að hefja talningu atkvæða neins staðar á landinu, fyrr en frestuðum kjörfundi væri lokið. Heimild er í kosningalögum til að fresta kjörfundi og ákveða nýjan kjördag innan viku frá frestun. „Það væri þrautaúrræði, ef þess þyrfti. En það er allt í lagi að það komi fram að það er stefna Landskjörstjórnar að fólk og atkvæði verði ekki lögð í hættu. Þá eigum við bæði við öryggi kjósenda og starfsmanna við kosningar og talningu.“ Lítið annað sé að gera en að horfa reglulega til veðurs næstu daga. „Spár geta breyst og veður er ekkert alltaf í samræmi við spár, án þess að ég ætli að fara að tala illa um veðurfræðinga. Við verðum bara að bíða átekta og fylgjast vel með,“ segir Ástríður.
Veður Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira