Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar 26. nóvember 2024 17:32 Þegar ég byrjaði fyrst að skrifa þetta í byrjun nóvember sat ég innilokaður og horfði þreytulegum augum út um gluggann. Á grámygluna úti og tréin sem sveifluðust ofsafengið í rokinu. Svona gekk þetta þá meira og minna dögum saman og eftir nokkurra daga stillingu veðurguðanna undanfarna viku segir veðurspáin segir annað eins vera framundan líka og það á kjördag. Af hverju í ósköpunum erum við að kjósa enn og aftur á þessum nöturlega árstíma? Hugur minn leitar til Bessastaða. Framboðsfundir um menningarmál, um málefni öryrkja, um menntun og umhverfi og auðlindir og orku og ég veit ekki hvað hafa öskrað á landsmenn í auglýsingum á samfélagsmiðlum undanfarinn mánuðinn. Opin hús á kosningaskrifstofum hafa líka reynt að lokka fólk í heimsóknir með loforði um léttar veitingar og samtölum við frambjóðendur. Auglýsingaskilti með misinnihaldsríkum loforðum og slagorðum gefa augunum ekki frið hvert sem förinni er heitið. Úti hefur rokið gargað sem áður og nístingskuldi leikið landið grátt og drepið í mér alla löngun til að taka þátt í þessari „lýðræðisveislu“ eins og óþarflega glaðlynt fólk kallar orðið þessi kosningatímabil. Grámyglan, ofsarokið og brennandi frostið slær mig utan undir í hvert sinn sem ég drattast út úr húsi til að sækja mér matarvistir og minnir mig á nagandi pirringinn sem situr í mér enn. Það er óásættanlegt að kjósa á veturna á landi eins og Íslandi. Öll erum við meðvituð um eigin veðráttu, það liggur í augum uppi að á þessi árstími hentar best í að verja sem mestum tíma innandyra og einbeita sér að vinnu, hvíld, fjölskyldu og vinum. Jólin nálgast líka og nægur er erillinn í undirbúningi á þeim. Það er auðvitað fyrst og fremst af þeim sökum sem við kjósum nær alltaf í sögunni að vori til. Ég vil líka hugsa til lýðræðishallans sem skapast með því að kjósa á þessum árstíma. Kosningar snúast nefnilega ekki bara um kjördag, þó nægilega slæmt sé að fólk á Austurlandi megi nú búast við snjóstormi á þeim degi og landskjörstjórn fundar um það að mögulega fresta kjördeginum til að bíða betri veðurs. Kosningar snúast fyrst og fremst um kosningabaráttuna, um samtöl og kappræður og yfirheyrslu kjósenda á frambjóðendunum, að fá fram svör við spurningum sem leita á almenning. Kosningar snúast sem sagt um þátttöku. Það er einfaldlega erfitt að taka þátt í ömurlegu veðri. Það er erfitt að nenna því að fara út úr húsi. Árstíðabundin ládeyða hamlar mörgum í ofanálag. Það er erfitt fyrir fólk að ferðast um strjálbýl kjördæmi til að fara á framboðsfundi. Nægilega skítt er það í Reykjavík, en í þessu efni hallar mjög á lýðræðislega hagsmuni landsbyggðarinnar. Það er líka bara erfitt að standa í undirbúningi fyrir jólin, fullri vinnu, sinna börnunum og ástvinum og leggjast svo í mikla vinnu og heimalærdóm við að reyna að lesa sig í gegnum staflana af kosningaloforðum og tugi klukkutíma af uppsöfnuðum kappræðum og umræðum í sjónvarpi frá stjórnmálafólki sem við treystum almennt ekki hætishót. Af hverju í ósköpunum erum við þá að kjósa núna á síðasta degi í nóvember? Jú, af því að Bjarni Benediktsson kollsteypti eigin ríkisstjórn. Við gætum látið skuldina falla þar og vissulega á hún að einhverju leyti heima þar. Hluta ábyrgðarinnar og þann ríkasta tel ég ber þó forseti Íslands. Halla Tómasdóttir er tiltölulega nýkjörin og hennar fyrsta embættisverk af fullri stjórnskipunarlegri alvöru var að fallast á beiðni Bjarna Ben um þingrof. Það var gert þrátt fyrir augljósan lýðræðislegan hag allra, flokkanna og kjósenda, sér í lagi þeirra úti á landi, af því að kjósa loksins aftur að vori og halda kosningar með ákveðnum fyrirsjáanleika. Loksins átti að vera hægt að lagfæra þann misbrest sem að fyrri ríkisstjórnarslit Bjarna og félaga ollu árin 2016 og 2017. Misbrest sem að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sá sér ekki fært að lagfæra heldur árið 2021. Með því að fallast á þessa beiðni Bjarna og þá eftir að hafa talað við leiðtoga hinna flokkanna, sem væntanlega neituðu að sýna samstarfsvilja til að halda stjórn við til vors, þá sýndi Halla ákveðið veikleikamerki gagnvart þingheimi. Að hennar forsetatíð muni ekki einkennast af aðhaldi gagnvart þingheimi sem frægur er fyrir að vera dyntóttur og hugsa í skammtímahagsmunum flokka sinna. Skemmst ber að minnast nýkjörnum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem rak Sigmund Davíð Gunnlaugsson öfugan út af Bessastöðum þegar að Sigmundur hljóp í óðagoti með þingrofsbeiðni eftir að hafa gert sig að fífli í viðtali vegna Panamaskjalanna árið 2016. Tiltölulega stuttum tíma síðar sýndi Guðni aftur festu gagnvart þingheimi eftir stjórnarslitin og kosningar 2017 og sagði það ekki vera í boði að kjósa enn á ný, þingheimur yrði að hysja upp um sig buxurnar og ræða sig niður á starfhæfan meirihluta sem varð raunin. Það er mikilvægt að á Bessastöðum sitji manneskja sem hugsi hlutina ekki eingöngu útfrá ergelsi og rifrildum stjórnmálaflokkanna á þingi, heldur horfi til hagsmuna almennings líka. Höllu Tómasdóttur mistókst í þeirri eldskírn sinni. Höfundur er þýðandi og stjórnmálasagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Alþingi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Þegar ég byrjaði fyrst að skrifa þetta í byrjun nóvember sat ég innilokaður og horfði þreytulegum augum út um gluggann. Á grámygluna úti og tréin sem sveifluðust ofsafengið í rokinu. Svona gekk þetta þá meira og minna dögum saman og eftir nokkurra daga stillingu veðurguðanna undanfarna viku segir veðurspáin segir annað eins vera framundan líka og það á kjördag. Af hverju í ósköpunum erum við að kjósa enn og aftur á þessum nöturlega árstíma? Hugur minn leitar til Bessastaða. Framboðsfundir um menningarmál, um málefni öryrkja, um menntun og umhverfi og auðlindir og orku og ég veit ekki hvað hafa öskrað á landsmenn í auglýsingum á samfélagsmiðlum undanfarinn mánuðinn. Opin hús á kosningaskrifstofum hafa líka reynt að lokka fólk í heimsóknir með loforði um léttar veitingar og samtölum við frambjóðendur. Auglýsingaskilti með misinnihaldsríkum loforðum og slagorðum gefa augunum ekki frið hvert sem förinni er heitið. Úti hefur rokið gargað sem áður og nístingskuldi leikið landið grátt og drepið í mér alla löngun til að taka þátt í þessari „lýðræðisveislu“ eins og óþarflega glaðlynt fólk kallar orðið þessi kosningatímabil. Grámyglan, ofsarokið og brennandi frostið slær mig utan undir í hvert sinn sem ég drattast út úr húsi til að sækja mér matarvistir og minnir mig á nagandi pirringinn sem situr í mér enn. Það er óásættanlegt að kjósa á veturna á landi eins og Íslandi. Öll erum við meðvituð um eigin veðráttu, það liggur í augum uppi að á þessi árstími hentar best í að verja sem mestum tíma innandyra og einbeita sér að vinnu, hvíld, fjölskyldu og vinum. Jólin nálgast líka og nægur er erillinn í undirbúningi á þeim. Það er auðvitað fyrst og fremst af þeim sökum sem við kjósum nær alltaf í sögunni að vori til. Ég vil líka hugsa til lýðræðishallans sem skapast með því að kjósa á þessum árstíma. Kosningar snúast nefnilega ekki bara um kjördag, þó nægilega slæmt sé að fólk á Austurlandi megi nú búast við snjóstormi á þeim degi og landskjörstjórn fundar um það að mögulega fresta kjördeginum til að bíða betri veðurs. Kosningar snúast fyrst og fremst um kosningabaráttuna, um samtöl og kappræður og yfirheyrslu kjósenda á frambjóðendunum, að fá fram svör við spurningum sem leita á almenning. Kosningar snúast sem sagt um þátttöku. Það er einfaldlega erfitt að taka þátt í ömurlegu veðri. Það er erfitt að nenna því að fara út úr húsi. Árstíðabundin ládeyða hamlar mörgum í ofanálag. Það er erfitt fyrir fólk að ferðast um strjálbýl kjördæmi til að fara á framboðsfundi. Nægilega skítt er það í Reykjavík, en í þessu efni hallar mjög á lýðræðislega hagsmuni landsbyggðarinnar. Það er líka bara erfitt að standa í undirbúningi fyrir jólin, fullri vinnu, sinna börnunum og ástvinum og leggjast svo í mikla vinnu og heimalærdóm við að reyna að lesa sig í gegnum staflana af kosningaloforðum og tugi klukkutíma af uppsöfnuðum kappræðum og umræðum í sjónvarpi frá stjórnmálafólki sem við treystum almennt ekki hætishót. Af hverju í ósköpunum erum við þá að kjósa núna á síðasta degi í nóvember? Jú, af því að Bjarni Benediktsson kollsteypti eigin ríkisstjórn. Við gætum látið skuldina falla þar og vissulega á hún að einhverju leyti heima þar. Hluta ábyrgðarinnar og þann ríkasta tel ég ber þó forseti Íslands. Halla Tómasdóttir er tiltölulega nýkjörin og hennar fyrsta embættisverk af fullri stjórnskipunarlegri alvöru var að fallast á beiðni Bjarna Ben um þingrof. Það var gert þrátt fyrir augljósan lýðræðislegan hag allra, flokkanna og kjósenda, sér í lagi þeirra úti á landi, af því að kjósa loksins aftur að vori og halda kosningar með ákveðnum fyrirsjáanleika. Loksins átti að vera hægt að lagfæra þann misbrest sem að fyrri ríkisstjórnarslit Bjarna og félaga ollu árin 2016 og 2017. Misbrest sem að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sá sér ekki fært að lagfæra heldur árið 2021. Með því að fallast á þessa beiðni Bjarna og þá eftir að hafa talað við leiðtoga hinna flokkanna, sem væntanlega neituðu að sýna samstarfsvilja til að halda stjórn við til vors, þá sýndi Halla ákveðið veikleikamerki gagnvart þingheimi. Að hennar forsetatíð muni ekki einkennast af aðhaldi gagnvart þingheimi sem frægur er fyrir að vera dyntóttur og hugsa í skammtímahagsmunum flokka sinna. Skemmst ber að minnast nýkjörnum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem rak Sigmund Davíð Gunnlaugsson öfugan út af Bessastöðum þegar að Sigmundur hljóp í óðagoti með þingrofsbeiðni eftir að hafa gert sig að fífli í viðtali vegna Panamaskjalanna árið 2016. Tiltölulega stuttum tíma síðar sýndi Guðni aftur festu gagnvart þingheimi eftir stjórnarslitin og kosningar 2017 og sagði það ekki vera í boði að kjósa enn á ný, þingheimur yrði að hysja upp um sig buxurnar og ræða sig niður á starfhæfan meirihluta sem varð raunin. Það er mikilvægt að á Bessastöðum sitji manneskja sem hugsi hlutina ekki eingöngu útfrá ergelsi og rifrildum stjórnmálaflokkanna á þingi, heldur horfi til hagsmuna almennings líka. Höllu Tómasdóttur mistókst í þeirri eldskírn sinni. Höfundur er þýðandi og stjórnmálasagnfræðingur.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun