„Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. nóvember 2024 22:02 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsins að gefa þumalinn upp Vísir/Anton Brink Evrópukeppni FH-inga lauk með fjögurra marka tapi gegn Fenix Toulouse 25-29. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ósáttur með fyrri hálfleik liðsins. „Við vorum því miður ekki góðir í fyrri hálfleik. Við vorum linir bæði varnar og sóknarlega. Það vantaði fullt upp á hjá okkur sóknarlega en mér fannst við ná að laga það í seinni hálfleik og skoruðum níu mörk á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik,“ sagði Sigursteinn Arndal í samtali við Vísi eftir leik. FH-ingar voru langt frá sínu besta í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að heimamenn skoruðu aðeins sjö mörk á þrjátíu mínútum og staðan var 7-14 í hálfleik. „Það er erfitt að vinna upp svona forskot gegn eins öflugu liði og Toulouse það sáu það allir hér í kvöld að þetta var frábært lið en ég hefði viljað gefa þeim leik í sextíu mínútur.“ „Í seinni hálfleik var munur á ákefðinni og hvernig við sóttum á þá og hvernig við fórum í svæðin og við vorum svalari að spila okkur út úr pressu.“ FH-ingar voru í möguleika á að ná hið minnsta í jafntefli þar sem munurinn var aðeins tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir en heimamenn þurftu að taka áhættu og enduðu á að tapa með fjórum mörkum. „Hver einustu mistök og hvert einasta mark telur aukalega á svona tímapunkti og það var vont að fá þessi mörk á sig en mér fannst mínir menn gefa sig alla í þetta og ekkert út á það að setja. En þú þarft meira en góðar þrjátíu mínútur gegn Toulouse.“ Riðlakeppni Evrópudeildarinnar er lokið þar sem FH endaði á botni riðilsins með tvö stig. Sigursteinn fór yfir keppnina og var nokkuð sáttur. „Þetta var frábær keppni. Við mættum mjög sterkum liðum sem gáfu okkur mikið og við lærðum mikið af. Mér finnst við hafa svarað því vel í deildinni og við þurfum að halda áfram að láta þetta telja þar.“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt fyrir félagið í heild sinni þar sem það eru miklar kröfur í þessari keppni innan sem utan vallar.“ „Ég ætla ekki að neita því að það var stórkostleg mæting gegn VfL Gummersbach en þetta er ofboðslega dýrt og mikið batterí. Við hefðum helst þurft að fá fleiri með okkur í þetta því við erum að mæta rjómanum af liðum í svona Evrópukeppnum.“ Aðspurður út í hvort hann myndi gera þetta aftur á næsta tímabili svaraði Sigursteinn játandi og var ánægður með hvað þessi keppni hefur gefið liðinu. „Já það held ég. Mér finnst liðið hafa tekið stórt skref í þessari keppni og það er nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta muni hjálpa okkur á nýju ári,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum. FH Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira
„Við vorum því miður ekki góðir í fyrri hálfleik. Við vorum linir bæði varnar og sóknarlega. Það vantaði fullt upp á hjá okkur sóknarlega en mér fannst við ná að laga það í seinni hálfleik og skoruðum níu mörk á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik,“ sagði Sigursteinn Arndal í samtali við Vísi eftir leik. FH-ingar voru langt frá sínu besta í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að heimamenn skoruðu aðeins sjö mörk á þrjátíu mínútum og staðan var 7-14 í hálfleik. „Það er erfitt að vinna upp svona forskot gegn eins öflugu liði og Toulouse það sáu það allir hér í kvöld að þetta var frábært lið en ég hefði viljað gefa þeim leik í sextíu mínútur.“ „Í seinni hálfleik var munur á ákefðinni og hvernig við sóttum á þá og hvernig við fórum í svæðin og við vorum svalari að spila okkur út úr pressu.“ FH-ingar voru í möguleika á að ná hið minnsta í jafntefli þar sem munurinn var aðeins tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir en heimamenn þurftu að taka áhættu og enduðu á að tapa með fjórum mörkum. „Hver einustu mistök og hvert einasta mark telur aukalega á svona tímapunkti og það var vont að fá þessi mörk á sig en mér fannst mínir menn gefa sig alla í þetta og ekkert út á það að setja. En þú þarft meira en góðar þrjátíu mínútur gegn Toulouse.“ Riðlakeppni Evrópudeildarinnar er lokið þar sem FH endaði á botni riðilsins með tvö stig. Sigursteinn fór yfir keppnina og var nokkuð sáttur. „Þetta var frábær keppni. Við mættum mjög sterkum liðum sem gáfu okkur mikið og við lærðum mikið af. Mér finnst við hafa svarað því vel í deildinni og við þurfum að halda áfram að láta þetta telja þar.“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt fyrir félagið í heild sinni þar sem það eru miklar kröfur í þessari keppni innan sem utan vallar.“ „Ég ætla ekki að neita því að það var stórkostleg mæting gegn VfL Gummersbach en þetta er ofboðslega dýrt og mikið batterí. Við hefðum helst þurft að fá fleiri með okkur í þetta því við erum að mæta rjómanum af liðum í svona Evrópukeppnum.“ Aðspurður út í hvort hann myndi gera þetta aftur á næsta tímabili svaraði Sigursteinn játandi og var ánægður með hvað þessi keppni hefur gefið liðinu. „Já það held ég. Mér finnst liðið hafa tekið stórt skref í þessari keppni og það er nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta muni hjálpa okkur á nýju ári,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum.
FH Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira