Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal skrifar 27. nóvember 2024 08:40 Þýska fjölþjóðlega fyrirtækið Heidelberg Cement hyggst hefja tröllaukið verkefni á Íslandi. Starfsemin felst í stórfelldum efnisflutningum, áformað er að moka burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Í frétt á visir.is 24. 8. 22 segir „Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ.“ Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg Cement á Íslandi segir í viðtali á visir.is „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni.“ Þorsteinn segir ennfremur að „verkefnið sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið“ Umsögn Þorsteins stingur í stúf við starfsemi Heidelberg Cement á hernumdum svæðum í Palestínu. Þar á fyrirtækið þátt í að ræna náttúruauðlindum úr Nahal Raba námunni á landi þorpsins Al-Zawiya á Vesturbakkanum, með alvarlegum mannréttindabrotum gegn Palestínumönnum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu hollensku samtakanna SOMO og mannréttindasamtakanna Al-Haq. Í þrettán ár hefur Heidelberg Cement nýtt Nahal Raba námuna, sem er á hernumdu svæði á Vesturbakkanum. Hanson Israel, dótturfyrirtæki Heidelberg Cement sem starfrækir námuna hefur meinað palestínskum eigendum landsins aðgang að löndum sínum sem hefur verið þeirra lífsviðurværi. Hanson Israel seldi auk þess vörur úr námunni til ólöglegra, ísraelskra landránsbyggða. Starfsemi Heidelberg Cement á Vesturbakkanum er skýrt dæmi um aðkomu fjölþjóðafyrirtækja að langvarandi hernámi Ísraels, kerfisbundnum mannréttindabrotum og afneitun á grundvallarréttindum Palestínumanna til sjálfsákvörðunarréttar og yfirráða yfir náttúruauðlindum. Þorsteinn Víglundsson segir að „ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum“. Þetta eru orð sem ekki stemma við háttalag Heidelberg Cement á landránssvæðinu í Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Þýska fjölþjóðlega fyrirtækið Heidelberg Cement hyggst hefja tröllaukið verkefni á Íslandi. Starfsemin felst í stórfelldum efnisflutningum, áformað er að moka burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Í frétt á visir.is 24. 8. 22 segir „Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ.“ Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg Cement á Íslandi segir í viðtali á visir.is „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni.“ Þorsteinn segir ennfremur að „verkefnið sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið“ Umsögn Þorsteins stingur í stúf við starfsemi Heidelberg Cement á hernumdum svæðum í Palestínu. Þar á fyrirtækið þátt í að ræna náttúruauðlindum úr Nahal Raba námunni á landi þorpsins Al-Zawiya á Vesturbakkanum, með alvarlegum mannréttindabrotum gegn Palestínumönnum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu hollensku samtakanna SOMO og mannréttindasamtakanna Al-Haq. Í þrettán ár hefur Heidelberg Cement nýtt Nahal Raba námuna, sem er á hernumdu svæði á Vesturbakkanum. Hanson Israel, dótturfyrirtæki Heidelberg Cement sem starfrækir námuna hefur meinað palestínskum eigendum landsins aðgang að löndum sínum sem hefur verið þeirra lífsviðurværi. Hanson Israel seldi auk þess vörur úr námunni til ólöglegra, ísraelskra landránsbyggða. Starfsemi Heidelberg Cement á Vesturbakkanum er skýrt dæmi um aðkomu fjölþjóðafyrirtækja að langvarandi hernámi Ísraels, kerfisbundnum mannréttindabrotum og afneitun á grundvallarréttindum Palestínumanna til sjálfsákvörðunarréttar og yfirráða yfir náttúruauðlindum. Þorsteinn Víglundsson segir að „ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum“. Þetta eru orð sem ekki stemma við háttalag Heidelberg Cement á landránssvæðinu í Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar