Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2024 08:36 Svanhildur Hólm Valsdóttir og Bjarni Benediktsson. Embætti sendiherra án staðarákvörðunar hefur verið auglýst á Starfatorgi en miklar og ítarlegar hæfniskröfur eru gerðar til umsækjenda. Að sögn Morgunblaðsins mun þetta vera í fyrsta sinn sem staðan er auglýst laus til umsóknar en samkvæmt utanríkisráðuneytinu var auglýsingaskyldu komið á með lagabreytingu sem tók gildi árið 2021. Samkvæmt auglýsingunni eru sérfræði- og stjórnunarstörf á aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins meðal helstu verkefna og dagleg stjórnun sendiskrifstofu og umsýsla málefna sem undir hana heyra. Einnig eftirlit með því að reglum og fyrirmælum sé framfylgt og að reksturinn sé innan fjárheimilda. Þá ber viðkomandi að taka þátt í áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu og greina og miðla upplýsingum. Einnig að eiga samskipti og samstarf við fulltrúa annarra ríkja, alþjóðastofnana og hagsmunaaðila. Krefjast yfirgripsmikillar og árangursríkrar reynslu af utanríkismálum Þess er krafist að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi sem nýtist í störfum fyrir utanríkisþjónustuna og hafi „yfirgripsmikla og árangursríka reynslu af meðferð utanríkismála í ráðuneyti, sendiskrifstofum, alþjóðastofnunum eða með öðrum hætti sem fyllilega má jafna til þess“. Einnig að viðkomandi búi yfir staðgóðri þekkingu á helstu málefnasviðum utanríkisþjónustunnar, yfir reynslu og þekkingu af mannauðsmálum og ríkri þjónustulund og aðlögunarhæfni. Viðkomandi þurfa einnig að hafa framúrskarandi og víðtæka reynslu af því að byggja upp og viðhalda alþjóðlegu tengslaneti og hafa sýnt fram á leiðtogahæfileika, framsýni og árangursríka stjórnunarreynslu. Hæfisnefnd skipuð þremur einstaklingum mun verða utanríkisráðherra til ráðgjafar um hæfi og almennt hæfi. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember næstkomandi. Vekur enn frekari spurningar um hæfi Svanhildar Auglýsingin vekur einna helst athygli í ljósi skipunar Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi fjölmiðlakonu og aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, sem sendiherra í Washington. Embættið þykir eitt það mikilvægasta í utanríkisþjónustunni og margir hafa sett spurningamerki við hæfni Svanhildar til að gegna því. Geta ber þess að þar sem Svanhildur var skipuð tímabundið, til allt að fimm ára, þurfti hún lögum samkvæmt ekki að uppfylla sömu kröfur og umsækjendur auglýsta embættisins. Sá sem hreppir hnossið verður skipaður á grundvelli 1. málsgreinar 9. greinar laga númer 39/1971 um utanríkisþjónustu Íslands en Svanhildur var skipuð samkvæmt 2. málsgrein sömu greinar. Heimildin greindi þannig frá því 18. nóvember síðastliðinn að þegar ferill Svanhildar væri borinn saman við bakgrunn sendiherra nágrannþjóða Íslands sem störfuðu í Bandaríkjunum væri hún með áberandi minnsta reynslu. Heimildin hafði líka eftir Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, að tilnefningin hefði sent mjög neikvæð skilaboð til þeirra sem störfuðu við utanríkisþjónustu. „Þeir hagsmunir sem hér er verið að gæta eru þannig ekki hagsmunir utanríkisþjónustunnar eða íslenska ríkisins,“ sagði hann. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um málið og sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, augljóst að hroðvirknislega hefði verið staðið að skipuninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Að sögn Morgunblaðsins mun þetta vera í fyrsta sinn sem staðan er auglýst laus til umsóknar en samkvæmt utanríkisráðuneytinu var auglýsingaskyldu komið á með lagabreytingu sem tók gildi árið 2021. Samkvæmt auglýsingunni eru sérfræði- og stjórnunarstörf á aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins meðal helstu verkefna og dagleg stjórnun sendiskrifstofu og umsýsla málefna sem undir hana heyra. Einnig eftirlit með því að reglum og fyrirmælum sé framfylgt og að reksturinn sé innan fjárheimilda. Þá ber viðkomandi að taka þátt í áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu og greina og miðla upplýsingum. Einnig að eiga samskipti og samstarf við fulltrúa annarra ríkja, alþjóðastofnana og hagsmunaaðila. Krefjast yfirgripsmikillar og árangursríkrar reynslu af utanríkismálum Þess er krafist að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi sem nýtist í störfum fyrir utanríkisþjónustuna og hafi „yfirgripsmikla og árangursríka reynslu af meðferð utanríkismála í ráðuneyti, sendiskrifstofum, alþjóðastofnunum eða með öðrum hætti sem fyllilega má jafna til þess“. Einnig að viðkomandi búi yfir staðgóðri þekkingu á helstu málefnasviðum utanríkisþjónustunnar, yfir reynslu og þekkingu af mannauðsmálum og ríkri þjónustulund og aðlögunarhæfni. Viðkomandi þurfa einnig að hafa framúrskarandi og víðtæka reynslu af því að byggja upp og viðhalda alþjóðlegu tengslaneti og hafa sýnt fram á leiðtogahæfileika, framsýni og árangursríka stjórnunarreynslu. Hæfisnefnd skipuð þremur einstaklingum mun verða utanríkisráðherra til ráðgjafar um hæfi og almennt hæfi. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember næstkomandi. Vekur enn frekari spurningar um hæfi Svanhildar Auglýsingin vekur einna helst athygli í ljósi skipunar Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi fjölmiðlakonu og aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, sem sendiherra í Washington. Embættið þykir eitt það mikilvægasta í utanríkisþjónustunni og margir hafa sett spurningamerki við hæfni Svanhildar til að gegna því. Geta ber þess að þar sem Svanhildur var skipuð tímabundið, til allt að fimm ára, þurfti hún lögum samkvæmt ekki að uppfylla sömu kröfur og umsækjendur auglýsta embættisins. Sá sem hreppir hnossið verður skipaður á grundvelli 1. málsgreinar 9. greinar laga númer 39/1971 um utanríkisþjónustu Íslands en Svanhildur var skipuð samkvæmt 2. málsgrein sömu greinar. Heimildin greindi þannig frá því 18. nóvember síðastliðinn að þegar ferill Svanhildar væri borinn saman við bakgrunn sendiherra nágrannþjóða Íslands sem störfuðu í Bandaríkjunum væri hún með áberandi minnsta reynslu. Heimildin hafði líka eftir Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, að tilnefningin hefði sent mjög neikvæð skilaboð til þeirra sem störfuðu við utanríkisþjónustu. „Þeir hagsmunir sem hér er verið að gæta eru þannig ekki hagsmunir utanríkisþjónustunnar eða íslenska ríkisins,“ sagði hann. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um málið og sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, augljóst að hroðvirknislega hefði verið staðið að skipuninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira