Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar 27. nóvember 2024 11:31 Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 2013 og lagt áherslu á að lækka skatta og styrkja velferðarkerfið. Þó eru til stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram. Á árunum 2013-2023 tókst Sjálfstæðisflokknum að ná fram breytingum sem skiluðu 310 milljörðum króna í nettó skattalækkun á tímabilinu. Þessar lækkanir hafa nýst bæði heimilum og fyrirtækjum. Samkvæmt svari Fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, eru þetta 63 skattalækkanir á móti 28 skattahækkunum. Allt tal pólitískra andstæðinga um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eingöngu hækkað skatta á ekki við rök að styðjast. Þau skilaboð virðast því miður ekki hafa náð eyrum allra. Best er að skoða þetta svart á hvítu. Á www.xd.is/skattar er hægt að reikna dæmið, þ.e.a.s. hversu mikið þú færð af þínum launum í vasann vegna þeirra breytinga sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt, samanborið við það sem hefði verið. Það er, ef ekkert hefði breyst í skattkerfinu frá því vinstri stjórnin 2009-2013 var við völd. Hvað þýða skattalækkanir fyrir vísitölufjölskyldu? Tökum dæmi um fjögurra manna fjölskyldu þar sem báðar fyrirvinnur hafa 800 þús kr. á mánuði í laun og börnin eru 4 og 8 ára gömul. Þessi fjölskylda hefur um 900 þús. kr. meira á milli handanna á ári heldur en hún hefði haft án breytinga Sjálfstæðisflokksins. Það munar um minna eins og sjá má í reiknivélinni: Ekki þarf að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins Þrátt fyrir þessar skattalækkanir mátti greina aukningu í tekjum ríkissjóðs á þessum árum. Hagkerfið er vissulega flóknara en svo að tekjuaukinn verði að fullu skrifaður á lækkun skatta, en augljóst er að lægri skattar og þar með hærri ráðstöfunartekjur heimila hafa áhrif. Rétt er að benda á það sem fram kemur í svari ráðuneytisins í þessum efnum. Þar kemur fram að skattar hafi bein áhrif á efnahagslegar ákvarðanir heimila og fyrirtækja, sem á endanum móta lykilhagstærðir, þar á meðal sjálfa skattstofnana. Þessa hlið málsins vantar oft í umræðunni. Hlutann sem útskýrir að einhverju leyti hvernig tekjur ríkissjóðs geta aukist þrátt fyrir lægra skattahlutfall, þar sem efnahagsleg virkni eykst og tekjustofnar breikka. Sagan sannar það að Kristrún Mjöll Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur rangt fyrir sér þegar hún segist þurfa að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins. Kjósum út frá staðreyndum Sjálfstæðisflokkurinn hefur með stefnu sinni lagt grunn að aukinni hagsæld fyrir íslensk heimili og fyrirtæki undanfarin 11 ár og raunar alla 20. öldina. Skattalækkanir, ásamt öðrum aðgerðum, hafa hjálpað til við að bæta lífskjör landsmanna. Aðgerðir flokksins hafa þó ekki bara snúist um lækkun skatta, heldur einnig um að tryggja sterkt og sjálfbært velferðarkerfi. Árangurinn er augljós. Kaupmáttur hefur aukist 11 ár í röð. Hugsum um staðreyndir á leiðinni í kjörklefann, leyfum ekki frambjóðendum annarra flokka að endurskrifa söguna með bullyrðingum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkt umboð til að gera minni málamiðlanir og halda áfram að sameina stofnanir, einfalda regluverk og lækka skatta á næsta kjörtímabili. Kjósum ábyrgð í ríkisfjármálum og frelsi fólks til að fóta sig. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 2013 og lagt áherslu á að lækka skatta og styrkja velferðarkerfið. Þó eru til stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram. Á árunum 2013-2023 tókst Sjálfstæðisflokknum að ná fram breytingum sem skiluðu 310 milljörðum króna í nettó skattalækkun á tímabilinu. Þessar lækkanir hafa nýst bæði heimilum og fyrirtækjum. Samkvæmt svari Fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, eru þetta 63 skattalækkanir á móti 28 skattahækkunum. Allt tal pólitískra andstæðinga um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eingöngu hækkað skatta á ekki við rök að styðjast. Þau skilaboð virðast því miður ekki hafa náð eyrum allra. Best er að skoða þetta svart á hvítu. Á www.xd.is/skattar er hægt að reikna dæmið, þ.e.a.s. hversu mikið þú færð af þínum launum í vasann vegna þeirra breytinga sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt, samanborið við það sem hefði verið. Það er, ef ekkert hefði breyst í skattkerfinu frá því vinstri stjórnin 2009-2013 var við völd. Hvað þýða skattalækkanir fyrir vísitölufjölskyldu? Tökum dæmi um fjögurra manna fjölskyldu þar sem báðar fyrirvinnur hafa 800 þús kr. á mánuði í laun og börnin eru 4 og 8 ára gömul. Þessi fjölskylda hefur um 900 þús. kr. meira á milli handanna á ári heldur en hún hefði haft án breytinga Sjálfstæðisflokksins. Það munar um minna eins og sjá má í reiknivélinni: Ekki þarf að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins Þrátt fyrir þessar skattalækkanir mátti greina aukningu í tekjum ríkissjóðs á þessum árum. Hagkerfið er vissulega flóknara en svo að tekjuaukinn verði að fullu skrifaður á lækkun skatta, en augljóst er að lægri skattar og þar með hærri ráðstöfunartekjur heimila hafa áhrif. Rétt er að benda á það sem fram kemur í svari ráðuneytisins í þessum efnum. Þar kemur fram að skattar hafi bein áhrif á efnahagslegar ákvarðanir heimila og fyrirtækja, sem á endanum móta lykilhagstærðir, þar á meðal sjálfa skattstofnana. Þessa hlið málsins vantar oft í umræðunni. Hlutann sem útskýrir að einhverju leyti hvernig tekjur ríkissjóðs geta aukist þrátt fyrir lægra skattahlutfall, þar sem efnahagsleg virkni eykst og tekjustofnar breikka. Sagan sannar það að Kristrún Mjöll Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur rangt fyrir sér þegar hún segist þurfa að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins. Kjósum út frá staðreyndum Sjálfstæðisflokkurinn hefur með stefnu sinni lagt grunn að aukinni hagsæld fyrir íslensk heimili og fyrirtæki undanfarin 11 ár og raunar alla 20. öldina. Skattalækkanir, ásamt öðrum aðgerðum, hafa hjálpað til við að bæta lífskjör landsmanna. Aðgerðir flokksins hafa þó ekki bara snúist um lækkun skatta, heldur einnig um að tryggja sterkt og sjálfbært velferðarkerfi. Árangurinn er augljós. Kaupmáttur hefur aukist 11 ár í röð. Hugsum um staðreyndir á leiðinni í kjörklefann, leyfum ekki frambjóðendum annarra flokka að endurskrifa söguna með bullyrðingum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkt umboð til að gera minni málamiðlanir og halda áfram að sameina stofnanir, einfalda regluverk og lækka skatta á næsta kjörtímabili. Kjósum ábyrgð í ríkisfjármálum og frelsi fólks til að fóta sig. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun