„Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2024 15:46 Arnar Gunnlaugsson hefur þegar fagnað tveimur sigrum í Sambandsdeild Evrópu, tveimur fyrstu sigrum íslensks liðs, þó að enn séu þrjár umferðir eftir fram að útsláttarkeppni. vísir/Anton Víkingar eru mættir til Armeníu eftir langt ferðalag og eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik gegn Noah í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta á morgun. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segir ekkert að marka 8-0 skellinn sem Noah fékk í síðasta leik, gegn Chelsea á Englandi. Á meðan að Arnar er orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Íslands þá er hann núna staddur í Armeníu og á verk fyrir höndum með Víkingum, sem slegið hafa í gegn í Sambandsdeildinni til þessa. „Þetta er greinilega mjög fallegt land en manni líður ekki eins og maður sé 2024 í London. Það er fegurðin við þessar Evrópuferðir að maður fær að kynnast ólíkum heimshlutum, ólíkri menningu, ólíkum mat og ólíkum aðstæðum. Þetta er bara geggjað,“ segir Arnar í viðtali á Facebook-síðu Víkinga á æfingu liðsins í Armeníu í gær. Leikur Noah og Víkings hefst klukkan 17:45 að íslenskum tíma á morgun, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Með sigri gætu Víkingar tryggt sig áfram í umspil keppninnar, en þeir hafa þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum og eru í 14. sæti af 36 liðum. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, að sex umferðum loknum. Hafa náð í frábær úrslit í keppninni Noah, sem þá var án Guðmundar Þórarinssonar vegna meiðsla, steinlá á Stamford Bridge í síðasta leik sínum í keppninni, 8-0, en Arnar segir ekkert að marka það: „Noah fór bara í einhverja rómantík á móti Chelsea. Þeir hafa örugglega hugsað: „Við erum að fara að spila leik sem við fáum einu sinni á ævinni, við ætlum að sýna þeim hvað við getum og ekki gefa neinn afslátt þar á.“ Svo bara mæta menn einhverjum frábærum leikmönnum sem tuska þá til. Þetta gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum. Þeir hafa náð í frábær úrslit í Evrópukeppninni, slegið út AEK Aþenu og náð fleiri góðum úrslitum. Svo eru útileikir bara allt önnur Ella en heimaleikir. Við þurfum að búa okkur undir mögulega ekkert ósvipaðan leik og gegn Omonia á Kýpur,“ segir Arnar, en það er eina tap Víkinga í keppninni til þessa. Erlingur að verða pabbi og Gunnar ekki með slitið krossband Arnar segir flesta leikmenn Víkings klára í slaginn en þó vanti Gunnar Vatnhamar, Erling Agnarsson og Pablo Punyed. „Þeir sem eru hérna eru mjög ferskir. Við misstum Gunnar því miður en fengum góðar fréttir [í fyrradag] um að þetta væri ekki alvarlegt. Við óttuðumst að þetta væri jafnvel krossbandsslit en svo var ekki sem betur fer. Erlingur karlinn er svo að verða pabbi núna á næstu dögum svo hann var skilinn eftir heima líka. Svo er Pablo frá keppni. En við höfum átt góða æfingaviku með Matta og Valda sem eru að koma til baka,“ segir Arnar og bætir við að Halldór Smári Sigurðsson sé einnig að snúa aftur eftir meiðsli. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Sjá meira
Á meðan að Arnar er orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Íslands þá er hann núna staddur í Armeníu og á verk fyrir höndum með Víkingum, sem slegið hafa í gegn í Sambandsdeildinni til þessa. „Þetta er greinilega mjög fallegt land en manni líður ekki eins og maður sé 2024 í London. Það er fegurðin við þessar Evrópuferðir að maður fær að kynnast ólíkum heimshlutum, ólíkri menningu, ólíkum mat og ólíkum aðstæðum. Þetta er bara geggjað,“ segir Arnar í viðtali á Facebook-síðu Víkinga á æfingu liðsins í Armeníu í gær. Leikur Noah og Víkings hefst klukkan 17:45 að íslenskum tíma á morgun, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Með sigri gætu Víkingar tryggt sig áfram í umspil keppninnar, en þeir hafa þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum og eru í 14. sæti af 36 liðum. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, að sex umferðum loknum. Hafa náð í frábær úrslit í keppninni Noah, sem þá var án Guðmundar Þórarinssonar vegna meiðsla, steinlá á Stamford Bridge í síðasta leik sínum í keppninni, 8-0, en Arnar segir ekkert að marka það: „Noah fór bara í einhverja rómantík á móti Chelsea. Þeir hafa örugglega hugsað: „Við erum að fara að spila leik sem við fáum einu sinni á ævinni, við ætlum að sýna þeim hvað við getum og ekki gefa neinn afslátt þar á.“ Svo bara mæta menn einhverjum frábærum leikmönnum sem tuska þá til. Þetta gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum. Þeir hafa náð í frábær úrslit í Evrópukeppninni, slegið út AEK Aþenu og náð fleiri góðum úrslitum. Svo eru útileikir bara allt önnur Ella en heimaleikir. Við þurfum að búa okkur undir mögulega ekkert ósvipaðan leik og gegn Omonia á Kýpur,“ segir Arnar, en það er eina tap Víkinga í keppninni til þessa. Erlingur að verða pabbi og Gunnar ekki með slitið krossband Arnar segir flesta leikmenn Víkings klára í slaginn en þó vanti Gunnar Vatnhamar, Erling Agnarsson og Pablo Punyed. „Þeir sem eru hérna eru mjög ferskir. Við misstum Gunnar því miður en fengum góðar fréttir [í fyrradag] um að þetta væri ekki alvarlegt. Við óttuðumst að þetta væri jafnvel krossbandsslit en svo var ekki sem betur fer. Erlingur karlinn er svo að verða pabbi núna á næstu dögum svo hann var skilinn eftir heima líka. Svo er Pablo frá keppni. En við höfum átt góða æfingaviku með Matta og Valda sem eru að koma til baka,“ segir Arnar og bætir við að Halldór Smári Sigurðsson sé einnig að snúa aftur eftir meiðsli.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Sjá meira