Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2024 15:44 Harrison Li með mynd af föður sínum, Kai Li, hefur verið sleppt úr fangelsi í Kína. AP/Jeff Chiu Þremur Bandaríkjamönnum sem hafa setið um árabil í kínverskum fangelsum hefur verið sleppt. Það var gert í skiptum fyrir ótilgreinda kínverska ríkisborgara í haldi Bandaríkjamanna. Um er að ræða þá Mark Swidan, Kai Li og John Leung. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sagt þá alla hafa verið ranglega fangelsaða. Li, sem er sjötugur, var handtekinn árið 2016 og dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir njósnir. Swidan var handtekinn árið 2012 og dæmdur til dauða fyrir fíkniefnalagabrot sem rannsakendur Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að eigi ekki við rök að styðjast. Fjölskylda hans hefur einnig sagt að hann hafi ítrekaði verið pyntaður í fangelsi. Leung var handtekinn árið 2021 og dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Samkvæmt CNN hefur hann lengi leitt nokkur samtök í Bandaríkjunum sem þykja hliðholl yfirvöldum í Peking og hefur ítrekað fundað með og hitt háttsetta embættismenn í Kína. Kínverjar slepptu fjórða manninum, David Lin, presti, úr haldi fyrir tveimur mánuðum en hann hafði setið í fangelsi í Kína í tuttugu ár eftir að hann var dæmdur fyrir svik. AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Joes Biden hafi átt í löngum viðræðum við ráðamenn í Kína á undanförnum árum um að fá mennina heim. Það að viðræðurnar hafi gengið eftir þykir til marks um að ráðamenn í Kína hafi ekki viljað bíða eftir að Donald Trump taki við embætti í janúar en hann hefur boðað harða stefnu í garð Kína. Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum. Fyrir því eru fjölmargar ástæður eins og málefni Taívan og Suður-Kínahafs, stuðnings Kínverja við Rússa, mannréttindamála og hafa Bandaríkjamenn lengi verið reiðir í garð Kínverja vegna sölu þeirra á efnum sem notuð eru til að framleiða Fentanyl til glæpasamtaka. Bandaríkin Joe Biden Kína Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Um er að ræða þá Mark Swidan, Kai Li og John Leung. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sagt þá alla hafa verið ranglega fangelsaða. Li, sem er sjötugur, var handtekinn árið 2016 og dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir njósnir. Swidan var handtekinn árið 2012 og dæmdur til dauða fyrir fíkniefnalagabrot sem rannsakendur Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að eigi ekki við rök að styðjast. Fjölskylda hans hefur einnig sagt að hann hafi ítrekaði verið pyntaður í fangelsi. Leung var handtekinn árið 2021 og dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Samkvæmt CNN hefur hann lengi leitt nokkur samtök í Bandaríkjunum sem þykja hliðholl yfirvöldum í Peking og hefur ítrekað fundað með og hitt háttsetta embættismenn í Kína. Kínverjar slepptu fjórða manninum, David Lin, presti, úr haldi fyrir tveimur mánuðum en hann hafði setið í fangelsi í Kína í tuttugu ár eftir að hann var dæmdur fyrir svik. AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Joes Biden hafi átt í löngum viðræðum við ráðamenn í Kína á undanförnum árum um að fá mennina heim. Það að viðræðurnar hafi gengið eftir þykir til marks um að ráðamenn í Kína hafi ekki viljað bíða eftir að Donald Trump taki við embætti í janúar en hann hefur boðað harða stefnu í garð Kína. Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum. Fyrir því eru fjölmargar ástæður eins og málefni Taívan og Suður-Kínahafs, stuðnings Kínverja við Rússa, mannréttindamála og hafa Bandaríkjamenn lengi verið reiðir í garð Kínverja vegna sölu þeirra á efnum sem notuð eru til að framleiða Fentanyl til glæpasamtaka.
Bandaríkin Joe Biden Kína Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira