Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. nóvember 2024 18:10 Gisele Pelicot ásamt lögmönnum sínum. EPA/YOAN VALAT Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. Dagblaðið New York Times greinir frá þessu. Eins og greint hefur verið frá hefur Domnique Pelicot játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni en hann bauð öðrum að gera slíkt hið sama ítrekað yfir margra ára skeið. Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi fer fram á að hann verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Talið er að um 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominque og 50 öðrum „meðal-Jónum“. Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í tólf vikur. Bað Gisele afsökunar Síðastur mannanna 50 til að vera dreginn fyrir dómstólinn var klæddur í hvíta peysu og gallabuxur þegar hann neitaði sök. Hann heitir Philippe Leleu og er 62 ára garðyrkjumaður. Hann var rétt ókominn á ellilífeyrisaldur þegar að lögreglan bankaði á dyr heima hjá honum. Móðir hans kom til dyra en síðan hún fékk heilablóðfall fyrir tíu árum síðan eyðir hann flestum kvöldum heima hjá henni. Enda er stutt fyrir hann að fara en móðir Leleu, býr við hliðina á honum. Hann er einn af mönnunum sem fjölmiðlar í Frakklandi hafa lýst sem venjulegum. Leleu sagði sér til varnar að hann hafði haldið að Gisele væri samþykk athæfinu. Hann tók fram að Dominque hafi tjáð honum að hún hafi sjálf tekið lyfin. Hann bað Gisele afsökunar á öllu saman er hann tjáði sig fyrir dómnum. 40 prósent á sakaskrá „Þeir eru stuttir, hávaxnir, feitlagnir, mjóir, rakaðir, með skegg, sköllóttir og með tagl, aðeins fjórtán voru atvinnulausir. Þeir virðast allir vera millistéttar frakkar úr dreifbýli. Trukkabílstjórar, smiðir, fangaverðir, hjúkrunarfræðingur, bankastarfsmaður og blaðamaður,“ segir í grein New York Times. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 74 ára. Um 66 prósent þeirra eru feður, um 40 prósent þeirra voru nú þegar á sakaskrá, tveir eftir að hafa verið dæmdir sekir um nauðgun. „Hin hefðbundni nauðgari er ekki til,“ sagði Antoine Camus, einn af lögfræðingum Gisele fyrir dómstólum í síðustu viku. Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Sjá meira
Dagblaðið New York Times greinir frá þessu. Eins og greint hefur verið frá hefur Domnique Pelicot játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni en hann bauð öðrum að gera slíkt hið sama ítrekað yfir margra ára skeið. Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi fer fram á að hann verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Talið er að um 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominque og 50 öðrum „meðal-Jónum“. Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í tólf vikur. Bað Gisele afsökunar Síðastur mannanna 50 til að vera dreginn fyrir dómstólinn var klæddur í hvíta peysu og gallabuxur þegar hann neitaði sök. Hann heitir Philippe Leleu og er 62 ára garðyrkjumaður. Hann var rétt ókominn á ellilífeyrisaldur þegar að lögreglan bankaði á dyr heima hjá honum. Móðir hans kom til dyra en síðan hún fékk heilablóðfall fyrir tíu árum síðan eyðir hann flestum kvöldum heima hjá henni. Enda er stutt fyrir hann að fara en móðir Leleu, býr við hliðina á honum. Hann er einn af mönnunum sem fjölmiðlar í Frakklandi hafa lýst sem venjulegum. Leleu sagði sér til varnar að hann hafði haldið að Gisele væri samþykk athæfinu. Hann tók fram að Dominque hafi tjáð honum að hún hafi sjálf tekið lyfin. Hann bað Gisele afsökunar á öllu saman er hann tjáði sig fyrir dómnum. 40 prósent á sakaskrá „Þeir eru stuttir, hávaxnir, feitlagnir, mjóir, rakaðir, með skegg, sköllóttir og með tagl, aðeins fjórtán voru atvinnulausir. Þeir virðast allir vera millistéttar frakkar úr dreifbýli. Trukkabílstjórar, smiðir, fangaverðir, hjúkrunarfræðingur, bankastarfsmaður og blaðamaður,“ segir í grein New York Times. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 74 ára. Um 66 prósent þeirra eru feður, um 40 prósent þeirra voru nú þegar á sakaskrá, tveir eftir að hafa verið dæmdir sekir um nauðgun. „Hin hefðbundni nauðgari er ekki til,“ sagði Antoine Camus, einn af lögfræðingum Gisele fyrir dómstólum í síðustu viku.
Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Sjá meira