Haukar voru betri í dag Pálmi Þórsson skrifar 27. nóvember 2024 22:19 Friðrik Ingi viðurkenndi að Haukar hefðu verið sterkara liðið í kvöld. Vísir/Diego Friðrik Ingi Rúnarsson var að vonum mjög ósáttur með sínar stelpur í Keflavík eftir ósigur gegn Haukum í Ólafssal þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Aðspurður um sín fyrstu viðbrögð var svarið mjög einfalt. „Ég er hundfúll hvernig þetta þróaðist. Við sýndum ágætis kafla í fyrri hálfleik og kannski hefðum við getað gert örlítið betur og þá hefðum við haft yfirhöndina. En einhvern veginn byrjum við ekki vel í seinni hálfleik, missum þær svolítið frá okkur og erum þar af leiðandi að berjast við að koma til baka. Sem við eyðum mikilli orku í.“ „Haukar voru bara betri í dag. Ákvarðana tökur hjá þeim og einn á einn hæfileikar undir pressu að koma sér í þær stöður sem liðið vildi. Haukar voru bara betri í því í dag.“ Keflavíkur stelpum gekk illa að skapa sér góð færi þegar leið á leikinn og voru eitt af þeim orsökum að boltinn gekk einfaldlega ekki nægilega hratt milli manna og hafa lið sem Friðrik Ingi þjálfað oft á tíðum verið þannig lið að boltinn hreyfist hratt og mikið. Hann var auðvitað ósáttur með það í þessum leik. „Það er auðvitað grundvallar atriði að hreyfa boltann hratt og vel. Mér fannst koma kaflar þar sem við vorum að stoppa boltann allt of mikið og ætla jafnvel að drippla alla leið til þess leikmanns sem átti að fá boltann. Þannig svæðin verða allt of þröng og einn varnarmaður getur jafnvel dekkað tvo sóknarmenn. Að sjálfsögðu verðum við að gera betur í því.“ „Kannski er það tenging við það sem ég var að segja áðan. Við hefðum þurft á því að halda að hreyfa boltann hraðar því í dag höfðum ekki þá eiginleika að skapa eitthvað upp úr engu.“ „Við vorum einfaldlega ekki nógu skarpar og ekki nógu hraðar. Þess vegna hefði boltinn mátt fljóta miklu hraðar og miklu meira til þess að skapa okkur betri skot og einhver svæði fyrir aftan til að fara bakdyra megin og svo framvegis. Alveg klárlega þurfum við að gera miklu betur í því,“ sagði Friðrik Ingi að lokum. Körfubolti Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
„Ég er hundfúll hvernig þetta þróaðist. Við sýndum ágætis kafla í fyrri hálfleik og kannski hefðum við getað gert örlítið betur og þá hefðum við haft yfirhöndina. En einhvern veginn byrjum við ekki vel í seinni hálfleik, missum þær svolítið frá okkur og erum þar af leiðandi að berjast við að koma til baka. Sem við eyðum mikilli orku í.“ „Haukar voru bara betri í dag. Ákvarðana tökur hjá þeim og einn á einn hæfileikar undir pressu að koma sér í þær stöður sem liðið vildi. Haukar voru bara betri í því í dag.“ Keflavíkur stelpum gekk illa að skapa sér góð færi þegar leið á leikinn og voru eitt af þeim orsökum að boltinn gekk einfaldlega ekki nægilega hratt milli manna og hafa lið sem Friðrik Ingi þjálfað oft á tíðum verið þannig lið að boltinn hreyfist hratt og mikið. Hann var auðvitað ósáttur með það í þessum leik. „Það er auðvitað grundvallar atriði að hreyfa boltann hratt og vel. Mér fannst koma kaflar þar sem við vorum að stoppa boltann allt of mikið og ætla jafnvel að drippla alla leið til þess leikmanns sem átti að fá boltann. Þannig svæðin verða allt of þröng og einn varnarmaður getur jafnvel dekkað tvo sóknarmenn. Að sjálfsögðu verðum við að gera betur í því.“ „Kannski er það tenging við það sem ég var að segja áðan. Við hefðum þurft á því að halda að hreyfa boltann hraðar því í dag höfðum ekki þá eiginleika að skapa eitthvað upp úr engu.“ „Við vorum einfaldlega ekki nógu skarpar og ekki nógu hraðar. Þess vegna hefði boltinn mátt fljóta miklu hraðar og miklu meira til þess að skapa okkur betri skot og einhver svæði fyrir aftan til að fara bakdyra megin og svo framvegis. Alveg klárlega þurfum við að gera miklu betur í því,“ sagði Friðrik Ingi að lokum.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira