Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 12:51 Oft nota pólitískir flokkar stór orð sem segja lítið. Orð eins og „frelsi“, „réttlæti“, „frjálslyndi“, „íhaldssemi“. En það sem sem kjósendur vilja fá, eru skýringar. Hvað felst eiginlega í þessum hugtökum? Ég er á lista Viðreisnar vegna þess að ég trúi á frjálslyndi og frelsi einstaklingsins. Það sem heillar mig við þessa hugmynd er einfaldlega það, að við sem einstaklingar, eigum að hafa rétt til að lifa lífi okkar á eigin forsendum, svo lengi sem við sköðum ekki aðra. Ég trúi því að hver og einn eigi rétt á að taka eigin ákvarðanir, frekar en að ríkið eða aðrir blandi sér óþarflega í okkar líf. Þetta gerir okkur ekki bara sjálfstæð, heldur veitir okkur tækifæri til að nýta hæfileika okkar til fulls. Frjálslyndi og frelsi eru ekki bara orð, þau eru kjarninn í þeirri stefnu sem Viðreisn stendur fyrir. Við viljum sjá opinn markað, þar sem samkeppni eykur nýsköpun og lækkar verðlag. Við viljum líka tryggja réttindi allra – hvort sem það snýr að því að velja hvern við elskum, velja okkur nafn, stunda okkar íþrótt eða hafa val um það sem við kaupum og hvenær. Tökum dæmi um áfengi í matvöruverslunum. Þetta snýst ekki um að hvetja fólk til að drekka meira, heldur um það að við sem einstaklingar fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Ef ég vil kaupa áfengi, þá er það mitt val hvort það sé á sunnudegi eða á fimmtudegi eftir kl. 20. Ef áfengi hentar mér ekki, þá sleppi ég því. Þetta er í raun kjarninn í því sem ég tel að frjálslynt samfélag á að vera. Þar sem við fáum að taka eigin ákvarðanir út frá okkar eigin óskum, ekki á grundvelli fyrirmæla frá ríkinu. Það sama gildir um bardagaíþróttir. Ef ég vil keppa í hnefaleikum – sem er áhættusöm íþrótt – þá ætti ekki að vera á valdi ríkisins að banna mér það. Ef ég vel að taka þá áhættu, þá tek ég ábyrgð á henni sjálf. Frelsi til að velja og taka ákvarðanir, jafnvel þegar þær eru áhættusamar. Kjarni sjálfræðis er að við fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Viðreisn trúir á frelsi, en við trúum líka á ábyrgð. Við viljum að ríkið grípi ekki óþarflega inn í líf okkar. Við viljum minnka ríkisafskipti og einfalda stjórnsýslu, en á sama tíma styrkja og varðveita grunnstoðir samfélagsins. Það þýðir að við viljum ekki sjá ríkisvaldið stýra eða stjórna öllum þáttum lífs okkar, en við teljum að við eigum að tryggja þær mikilvægu stofnanir sem við öll þurfum til að samfélagið virki vel. Frelsi og ábyrgð einstaklingsins er grundvöllurinn að betra samfélagi. Við viljum að allir hafi tækifæri til að lifa lífinu á eigin forsendum. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Rvk kjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Oft nota pólitískir flokkar stór orð sem segja lítið. Orð eins og „frelsi“, „réttlæti“, „frjálslyndi“, „íhaldssemi“. En það sem sem kjósendur vilja fá, eru skýringar. Hvað felst eiginlega í þessum hugtökum? Ég er á lista Viðreisnar vegna þess að ég trúi á frjálslyndi og frelsi einstaklingsins. Það sem heillar mig við þessa hugmynd er einfaldlega það, að við sem einstaklingar, eigum að hafa rétt til að lifa lífi okkar á eigin forsendum, svo lengi sem við sköðum ekki aðra. Ég trúi því að hver og einn eigi rétt á að taka eigin ákvarðanir, frekar en að ríkið eða aðrir blandi sér óþarflega í okkar líf. Þetta gerir okkur ekki bara sjálfstæð, heldur veitir okkur tækifæri til að nýta hæfileika okkar til fulls. Frjálslyndi og frelsi eru ekki bara orð, þau eru kjarninn í þeirri stefnu sem Viðreisn stendur fyrir. Við viljum sjá opinn markað, þar sem samkeppni eykur nýsköpun og lækkar verðlag. Við viljum líka tryggja réttindi allra – hvort sem það snýr að því að velja hvern við elskum, velja okkur nafn, stunda okkar íþrótt eða hafa val um það sem við kaupum og hvenær. Tökum dæmi um áfengi í matvöruverslunum. Þetta snýst ekki um að hvetja fólk til að drekka meira, heldur um það að við sem einstaklingar fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Ef ég vil kaupa áfengi, þá er það mitt val hvort það sé á sunnudegi eða á fimmtudegi eftir kl. 20. Ef áfengi hentar mér ekki, þá sleppi ég því. Þetta er í raun kjarninn í því sem ég tel að frjálslynt samfélag á að vera. Þar sem við fáum að taka eigin ákvarðanir út frá okkar eigin óskum, ekki á grundvelli fyrirmæla frá ríkinu. Það sama gildir um bardagaíþróttir. Ef ég vil keppa í hnefaleikum – sem er áhættusöm íþrótt – þá ætti ekki að vera á valdi ríkisins að banna mér það. Ef ég vel að taka þá áhættu, þá tek ég ábyrgð á henni sjálf. Frelsi til að velja og taka ákvarðanir, jafnvel þegar þær eru áhættusamar. Kjarni sjálfræðis er að við fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Viðreisn trúir á frelsi, en við trúum líka á ábyrgð. Við viljum að ríkið grípi ekki óþarflega inn í líf okkar. Við viljum minnka ríkisafskipti og einfalda stjórnsýslu, en á sama tíma styrkja og varðveita grunnstoðir samfélagsins. Það þýðir að við viljum ekki sjá ríkisvaldið stýra eða stjórna öllum þáttum lífs okkar, en við teljum að við eigum að tryggja þær mikilvægu stofnanir sem við öll þurfum til að samfélagið virki vel. Frelsi og ábyrgð einstaklingsins er grundvöllurinn að betra samfélagi. Við viljum að allir hafi tækifæri til að lifa lífinu á eigin forsendum. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Rvk kjördæmi suður.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar