Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar 28. nóvember 2024 13:03 Friðar- og afvopnunarmál hafa ekki farið hátt í kosningabaráttunni hingað til. Það er þó full ástæða til þess að veita þeim gaum því ófriðarbál loga víða og Ísland er ekki verða ósnortið af þeim átökum. Samtök hernaðarandstæðinga sendu því spurningalista til þeirra framboða sem bjóða fram á landsvísu og fengu svör frá öllum nema Flokk fólksins þó að sumir flokkar hafi ekki svarað öllum spurningum. Vopnakaup og herlaust land? Þar má tína til ýmislegt jákvætt, enginn flokkur vill t.d. stofna íslenskan her og flokkar frá Framsókn til Sósíalista nefna stuðning við mannréttindi og jafnréttismál á alþjóðavettvangi og Vinstri græn umhverfismálin að auki sem mikilvæg tæki til friðar. Flestir flokkar lýsa sig og hlynnta því að Ísland vinni að afvopnun og friðsamlegum samskiptum á vettvangi alþjóðastofnanna en Sjálfstæðisflokkurinn tekur sérstaklega fram að hann telji einhliða afvopnun ekki skynsamlega. Þar standa Píratar hinsvegar upp úr, þeir nefna sérstaklega stuðning sinn við Alþjóðasáttmálann um bann við kjarnorkuvopnum, vilja skýrari ákvæði um kjarnorkuvopnafriðlýsingu Íslands og gagnrýna aukna hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn eru tilbúin að tala fyrir vopnaflutningabanni og viðskiptaþvingunum gegn Ísrael og Samfylkingin fordæmir framferði Ísraelsríkið einnig harðlega. Athyglisvert er að enginn flokkur kannaðist við það að styðja vopnakaup til erlendra herja. Allir flokkar í fráfarandi ríkisstjórn sögðu að Ísland ætti ekki að leggja til hermenn eða vopn en þó voru þingmenn Pírata ásamt einum þingmanni Vinstri grænna þeir einu sem sátu hjá þegar kom að þeim hluta þingsályktunar um stuðning við Úkraínu sem snýr að vopnakaupum. Á grundvelli þessarar þingsályktunartillögu hefur Ísland nú þegar lofað hundruðum milljóna í vopnakaup til Úkraínska hersins. Ég velti því fyrir mér hvort að hér sé um stefnubreytingu að ræða eða undarlega túlkun á því hvað felist í því að leggja til vopn. Nató á tímum Trumps Þegar kemur að einu helsta baráttumáli Samtaka hernaðarandstæðinga eru bara tveir flokkar sem styðja úrsögn úr Nató. Vinstri græn hafa verið mótfallinn aðild frá upphafi og benda á að Nató er kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Sósíalistar vilja taka málið upp sem fyrst og nefna réttilega á að þjóðin var aldrei spurð um inngöngu. Píratar hafa ekki mótað sér afstöðu og eru opnir fyrir endurskoðun aðildar en vilja líkt og Lýðræðisflokkurinn einungis tilheyra Nató sem varnarbandalagi en ekki árásarbandalagi. Það er að mínu mati óskhyggja að ætla að velja sér hvernig bandalagi við ætlum að tilheyra því að það Nató sem við tilheyrum í dag er vissulega hernaðarbandalag sem hefur tekið þátt í fjölmörgum stríðsaðgerðum utan landamæra sinna. Aðrir flokkar tóku svo eindregna afstöðu með Nató-aðild. Í síðustu spurningu okkar til framboðanna bentum við svo á hina augljósu en vandræðalega staðreynd að Donald Trump mun senn taka við embætti forseta í lang-valdamesta ríki bandalagsins. Hann hefur ekki farið dult með andúð sína á framlagi annarra Nató-þjóða og hefur m.a. grínast með það að siga Rússum á þær þjóðir sem ekki borga sinn skerf. Þó að það gangi ekki eftir ættu stuðningsmenn Nató að spyrja sig hvort að þeir geti treyst bandalagi með Bandaríkjunum alfarið fyrir vörnum landsins eða hvort að þeir séu tilbúnir að standa undir þeim fjáraustri sem leiðtogar beggja vegna Atlantshafsins krefjast í hernaðarmál. Svar Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna er blessunarlega nei. Ég vil hvetja friðarsinna og áhugafólk um utanríkismál til þess að skoða svör flokkanna á vefnum fridur.is og gera svo upp við sig hvaða flokk er best treystandi til að standa gegn sívaxandi hervæðingu Evrópu, Norðurlandasamstarfs og Norðurslóða. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Friðar- og afvopnunarmál hafa ekki farið hátt í kosningabaráttunni hingað til. Það er þó full ástæða til þess að veita þeim gaum því ófriðarbál loga víða og Ísland er ekki verða ósnortið af þeim átökum. Samtök hernaðarandstæðinga sendu því spurningalista til þeirra framboða sem bjóða fram á landsvísu og fengu svör frá öllum nema Flokk fólksins þó að sumir flokkar hafi ekki svarað öllum spurningum. Vopnakaup og herlaust land? Þar má tína til ýmislegt jákvætt, enginn flokkur vill t.d. stofna íslenskan her og flokkar frá Framsókn til Sósíalista nefna stuðning við mannréttindi og jafnréttismál á alþjóðavettvangi og Vinstri græn umhverfismálin að auki sem mikilvæg tæki til friðar. Flestir flokkar lýsa sig og hlynnta því að Ísland vinni að afvopnun og friðsamlegum samskiptum á vettvangi alþjóðastofnanna en Sjálfstæðisflokkurinn tekur sérstaklega fram að hann telji einhliða afvopnun ekki skynsamlega. Þar standa Píratar hinsvegar upp úr, þeir nefna sérstaklega stuðning sinn við Alþjóðasáttmálann um bann við kjarnorkuvopnum, vilja skýrari ákvæði um kjarnorkuvopnafriðlýsingu Íslands og gagnrýna aukna hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn eru tilbúin að tala fyrir vopnaflutningabanni og viðskiptaþvingunum gegn Ísrael og Samfylkingin fordæmir framferði Ísraelsríkið einnig harðlega. Athyglisvert er að enginn flokkur kannaðist við það að styðja vopnakaup til erlendra herja. Allir flokkar í fráfarandi ríkisstjórn sögðu að Ísland ætti ekki að leggja til hermenn eða vopn en þó voru þingmenn Pírata ásamt einum þingmanni Vinstri grænna þeir einu sem sátu hjá þegar kom að þeim hluta þingsályktunar um stuðning við Úkraínu sem snýr að vopnakaupum. Á grundvelli þessarar þingsályktunartillögu hefur Ísland nú þegar lofað hundruðum milljóna í vopnakaup til Úkraínska hersins. Ég velti því fyrir mér hvort að hér sé um stefnubreytingu að ræða eða undarlega túlkun á því hvað felist í því að leggja til vopn. Nató á tímum Trumps Þegar kemur að einu helsta baráttumáli Samtaka hernaðarandstæðinga eru bara tveir flokkar sem styðja úrsögn úr Nató. Vinstri græn hafa verið mótfallinn aðild frá upphafi og benda á að Nató er kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Sósíalistar vilja taka málið upp sem fyrst og nefna réttilega á að þjóðin var aldrei spurð um inngöngu. Píratar hafa ekki mótað sér afstöðu og eru opnir fyrir endurskoðun aðildar en vilja líkt og Lýðræðisflokkurinn einungis tilheyra Nató sem varnarbandalagi en ekki árásarbandalagi. Það er að mínu mati óskhyggja að ætla að velja sér hvernig bandalagi við ætlum að tilheyra því að það Nató sem við tilheyrum í dag er vissulega hernaðarbandalag sem hefur tekið þátt í fjölmörgum stríðsaðgerðum utan landamæra sinna. Aðrir flokkar tóku svo eindregna afstöðu með Nató-aðild. Í síðustu spurningu okkar til framboðanna bentum við svo á hina augljósu en vandræðalega staðreynd að Donald Trump mun senn taka við embætti forseta í lang-valdamesta ríki bandalagsins. Hann hefur ekki farið dult með andúð sína á framlagi annarra Nató-þjóða og hefur m.a. grínast með það að siga Rússum á þær þjóðir sem ekki borga sinn skerf. Þó að það gangi ekki eftir ættu stuðningsmenn Nató að spyrja sig hvort að þeir geti treyst bandalagi með Bandaríkjunum alfarið fyrir vörnum landsins eða hvort að þeir séu tilbúnir að standa undir þeim fjáraustri sem leiðtogar beggja vegna Atlantshafsins krefjast í hernaðarmál. Svar Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna er blessunarlega nei. Ég vil hvetja friðarsinna og áhugafólk um utanríkismál til þess að skoða svör flokkanna á vefnum fridur.is og gera svo upp við sig hvaða flokk er best treystandi til að standa gegn sívaxandi hervæðingu Evrópu, Norðurlandasamstarfs og Norðurslóða. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun