Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. desember 2024 21:10 Hrútaskráin er eitt allra vinsælasta rit sauðfjárbænda og annarra, sem áhuga hafa á íslensku sauðkindinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum og áhugafólki um íslensku sauðkindina er nú komin út, en það er Hrútaskráin þar sem allir bestu og flottustu hrútar landsins eru kynntir í máli og myndum. Fengitíminn er nú að byrja og því mikið fjör fram undan í fjárhúsum landsins og á sæðingarstöðvum sauðfjárræktarinnar. Í nýju Hrútaskránni er kynning á um 50 bestu og glæsilegustu hrútum landsins, sem verða notaðir á sauðfjársæðingastöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi, meðal annars 35 nýir lambhrútar. Nýlega var haldin fjölmennur fundur í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hrútarnir í nýju hrútaskránni voru kynntir en skráin er allt mjög vinsæl hjá bændum og búaliði. „Þetta er náttúrulega aðalbók ársins, hún er loksins komin út. Eins og manni finnst nú mjög oft þá finnst mér það allavega núna að þetta hafi aldrei verið glæsilegri floti en í ár, en hann er svolítið öðruvísi samansettur miðað við síðustu ár. Við höfum aldrei verið með svona mikið af lambhrútum,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML). Fjölmargir mættu á fundinn í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyþór segir að allir nýju hrútarnir beri verndandi arfgerð gegn riðu, sem sé mjög mikilvægt atriði og hann segir að allir hrútarnir í skránni hafi þurft að standast stífar kröfur til að verða teknir inn á sæðingarstöðvarnar. Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, sem kynnti nýju Hrútaskrána á fundinum í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með liti, eru bændur mikið að spá í þá, liti á hrútum og lömbum eða hvað? „Já, já, okkur ber skylda til þess að viðhalda þessari mögnuðu litaflóru, sem við höfum og það eru nokkrir þarna vel skrautlegir. Golsótti liturinn fær til dæmis góða útbreiðslu núna,” segir Eyþór. Eyþór segist finna fyrir mikilli bjartsýni í sauðfjárræktinni um þessar mundir og miklu meiri en hefur verið síðustu ár. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er greinilega jólabókin í ár eða hvað? „Þetta er jólabókin í ár og hefur verið frá því að Hrútaskráin fór að koma út og hún er ekkert að tapa vinsældum, það er alveg ljóst.” Svo er alltaf gaman að sjá hvað hrútarnir í skránni heita. Hér er til dæmis hrúturinn Steindi, svo er það Elliði, sem er hvítur, Bárður er dökkgrár og kollóttur, Bónus er kollóttur og svartur og svo er það Kálormur, sem er hvítur, vel hyrndur og með rákir í hornum. Gagnlegar upplýsingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Steindi, sem verður meðal annars notaður á sæðingarstöðvunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Sauðfé Landbúnaður Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Sjá meira
Í nýju Hrútaskránni er kynning á um 50 bestu og glæsilegustu hrútum landsins, sem verða notaðir á sauðfjársæðingastöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi, meðal annars 35 nýir lambhrútar. Nýlega var haldin fjölmennur fundur í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hrútarnir í nýju hrútaskránni voru kynntir en skráin er allt mjög vinsæl hjá bændum og búaliði. „Þetta er náttúrulega aðalbók ársins, hún er loksins komin út. Eins og manni finnst nú mjög oft þá finnst mér það allavega núna að þetta hafi aldrei verið glæsilegri floti en í ár, en hann er svolítið öðruvísi samansettur miðað við síðustu ár. Við höfum aldrei verið með svona mikið af lambhrútum,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML). Fjölmargir mættu á fundinn í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyþór segir að allir nýju hrútarnir beri verndandi arfgerð gegn riðu, sem sé mjög mikilvægt atriði og hann segir að allir hrútarnir í skránni hafi þurft að standast stífar kröfur til að verða teknir inn á sæðingarstöðvarnar. Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, sem kynnti nýju Hrútaskrána á fundinum í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með liti, eru bændur mikið að spá í þá, liti á hrútum og lömbum eða hvað? „Já, já, okkur ber skylda til þess að viðhalda þessari mögnuðu litaflóru, sem við höfum og það eru nokkrir þarna vel skrautlegir. Golsótti liturinn fær til dæmis góða útbreiðslu núna,” segir Eyþór. Eyþór segist finna fyrir mikilli bjartsýni í sauðfjárræktinni um þessar mundir og miklu meiri en hefur verið síðustu ár. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er greinilega jólabókin í ár eða hvað? „Þetta er jólabókin í ár og hefur verið frá því að Hrútaskráin fór að koma út og hún er ekkert að tapa vinsældum, það er alveg ljóst.” Svo er alltaf gaman að sjá hvað hrútarnir í skránni heita. Hér er til dæmis hrúturinn Steindi, svo er það Elliði, sem er hvítur, Bárður er dökkgrár og kollóttur, Bónus er kollóttur og svartur og svo er það Kálormur, sem er hvítur, vel hyrndur og með rákir í hornum. Gagnlegar upplýsingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Steindi, sem verður meðal annars notaður á sæðingarstöðvunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Sauðfé Landbúnaður Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Sjá meira